Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2025 08:32 Grindvíkingar spila í treyjum merktum #TeamVarnargardar í sumar. UMFG/Baldur Kristjánsson Verktakarnir sem unnið hafa við gerð varnargarða við Grindavík og Svartsengi, og stærstu birgjar þeirra, hafa nú tekið höndum saman og verða aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Grindavíkur. Í kjölfar eldgosanna á Reykjanesskaga, sem talið er að haldi áfram á næstu dögum, missti knattspyrnudeild Grindavíkur sína helstu styrktaraðila enda urðu þeir flestir fyrir miklum áhrifum af völdum þessara náttúruhamfara. Nú hafa verktakarnir sem reistu varnargarða við Grindavík og Svartsengi, og birgjar þeirra, hins vegar brugðist við og sameinast um að styðja við knattspyrnulið bæjarins. Eins og greint hefur verið frá á Vísi þá stefna Grindvíkingar áfram að því að tefla fram knattspyrnuliðum í sumar og samkvæmt plani mun karlalið félagsins spila sína heimaleiki í Lengjudeildinni í Grindavík, á Stakkavíkurvelli. Kvennaliðið hefur sameinast Njarðvík og spilar heimaleiki sína í Reykjanesbæ. Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði við Vísi í síðasta mánuði að mönnum væri full alvara með því að stefna á að spila í bænum: „Já allan daginn. Það fer náttúrulega eftir móðir náttúru. Við erum enn í atburði, vitum ekki hvað gerist næst en við höfum sloppið vel hingað til. Völlurinn er heill, stúkan heil. Völlurinn er iða grænn þessa stundina. Hann bíður eftir því að við komumst heim.“ Verktakarnir og birgjarnir sem ákveðið hafa að styðja við fótboltalið Grindavíkur eru: Ístak hf. Íslenskir Aðalverktakar hf Sveinsverk ehf Ingileifur Jónsson ehf Fossvélar Hefilverk ehf Skeljungur Klettur Kraftvélar Armar Ehf Berg Verktakar ehf Á nýjum treyjum Grindvíkinga sem sjá má hér að ofan er svo nýtt lógó sem vísar í form varnargarðanna og bókstafinn „G“ fyrir Grindavík. Hönnunarstofan Kolofon og Baldur Kristjánsson ljósmyndari lögðu verkefninu lið með hönnun merkis og myndatöku. Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Í kjölfar eldgosanna á Reykjanesskaga, sem talið er að haldi áfram á næstu dögum, missti knattspyrnudeild Grindavíkur sína helstu styrktaraðila enda urðu þeir flestir fyrir miklum áhrifum af völdum þessara náttúruhamfara. Nú hafa verktakarnir sem reistu varnargarða við Grindavík og Svartsengi, og birgjar þeirra, hins vegar brugðist við og sameinast um að styðja við knattspyrnulið bæjarins. Eins og greint hefur verið frá á Vísi þá stefna Grindvíkingar áfram að því að tefla fram knattspyrnuliðum í sumar og samkvæmt plani mun karlalið félagsins spila sína heimaleiki í Lengjudeildinni í Grindavík, á Stakkavíkurvelli. Kvennaliðið hefur sameinast Njarðvík og spilar heimaleiki sína í Reykjanesbæ. Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði við Vísi í síðasta mánuði að mönnum væri full alvara með því að stefna á að spila í bænum: „Já allan daginn. Það fer náttúrulega eftir móðir náttúru. Við erum enn í atburði, vitum ekki hvað gerist næst en við höfum sloppið vel hingað til. Völlurinn er heill, stúkan heil. Völlurinn er iða grænn þessa stundina. Hann bíður eftir því að við komumst heim.“ Verktakarnir og birgjarnir sem ákveðið hafa að styðja við fótboltalið Grindavíkur eru: Ístak hf. Íslenskir Aðalverktakar hf Sveinsverk ehf Ingileifur Jónsson ehf Fossvélar Hefilverk ehf Skeljungur Klettur Kraftvélar Armar Ehf Berg Verktakar ehf Á nýjum treyjum Grindvíkinga sem sjá má hér að ofan er svo nýtt lógó sem vísar í form varnargarðanna og bókstafinn „G“ fyrir Grindavík. Hönnunarstofan Kolofon og Baldur Kristjánsson ljósmyndari lögðu verkefninu lið með hönnun merkis og myndatöku.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti