Segir Arnór líta ruddalega vel út Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 13:31 Arnór Sigurðsson er mættur aftur til Svíþjóðar en nú með Malmö. Malmö FF Þjálfari Arnórs Sigurðssonar hjá sænska meistaraliðinu Malmö er afskaplega spenntur fyrir því að geta brátt farið að nýta krafta íslenska landsliðsmannsins sem félagið lagði allt í sölurnar til að klófesta í febrúar. Arnór sneri aftur í sænska boltann eftir að hafa verið bolað út úr leikmannahópi Blackburn og fengið samningi sínum við félagið rift. Hann hafði glímt við erfið veikindi og meiðsli en það stoppaði Malmö ekki í að greiða Arnóri jafnvirði um tvö hundruð milljóna íslenska króna til að fá hann, enda orðspor Arnórs afar gott Svíþjóð eftir tíma hans hjá Norrköping. Arnór er ekki byrjaður að spila með Malmö og var því ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar, vegna komandi leikja við Kósovó, en er þó á réttri leið. Henrik Rydström, þjálfari Malmö, segir að Arnór hefði alveg getað spilað bikarleikinn við IFK Gautaborg í gær, sem Malmö vann 3-2 í framlengingu eftir að Kolbeinn Þórðarson hafði jafnað metin fyrir Gautaborg á 87. mínútu. Klæjar í puttana að tefla Arnóri fram „Núna er Arnór tilbúinn. Við vorum með hann í hópnum en ákváðum svo að hafa hann ekki á bekknum því við viljum að hann geti fyrst æft af fullum krafti í tvær vikur,“ sagði Rydström við Fotbollskanalen og var þá spurður hvernig Arnór hefði litið út á æfingum hingað til: „Síðustu vikuna hefur hann að mestu verið með í öllum æfingum en hugsunin er sú að núna verði hann með að fullu. Ég verð að segja að hann lítur ruddalega vel út,“ sagði Rydström og bætti við: „Þannig að sem þjálfari þá klæjar mann auðvitað í puttana að hafa hann með í hópnum en ég ákvað að gera það ekki fyrir skammvinnan árangur í bikarnum. Ég hef frekar kosið að menn æfi vel og ekki valið leikmenn sem eru eitthvað tæpir. Við hugsum til lengri tíma, jafnvel með Arnór,“ sagði Rydström. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í Arnór eftir valið á landsliðshópnum í síðustu viku og sagði þá við Vísi: „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon [Arnar Haraldsson] spila við Liverpool [21. janúar í Meistaradeild Evrópu]. Hann er kominn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni.“ Sænski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Arnór sneri aftur í sænska boltann eftir að hafa verið bolað út úr leikmannahópi Blackburn og fengið samningi sínum við félagið rift. Hann hafði glímt við erfið veikindi og meiðsli en það stoppaði Malmö ekki í að greiða Arnóri jafnvirði um tvö hundruð milljóna íslenska króna til að fá hann, enda orðspor Arnórs afar gott Svíþjóð eftir tíma hans hjá Norrköping. Arnór er ekki byrjaður að spila með Malmö og var því ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar, vegna komandi leikja við Kósovó, en er þó á réttri leið. Henrik Rydström, þjálfari Malmö, segir að Arnór hefði alveg getað spilað bikarleikinn við IFK Gautaborg í gær, sem Malmö vann 3-2 í framlengingu eftir að Kolbeinn Þórðarson hafði jafnað metin fyrir Gautaborg á 87. mínútu. Klæjar í puttana að tefla Arnóri fram „Núna er Arnór tilbúinn. Við vorum með hann í hópnum en ákváðum svo að hafa hann ekki á bekknum því við viljum að hann geti fyrst æft af fullum krafti í tvær vikur,“ sagði Rydström við Fotbollskanalen og var þá spurður hvernig Arnór hefði litið út á æfingum hingað til: „Síðustu vikuna hefur hann að mestu verið með í öllum æfingum en hugsunin er sú að núna verði hann með að fullu. Ég verð að segja að hann lítur ruddalega vel út,“ sagði Rydström og bætti við: „Þannig að sem þjálfari þá klæjar mann auðvitað í puttana að hafa hann með í hópnum en ég ákvað að gera það ekki fyrir skammvinnan árangur í bikarnum. Ég hef frekar kosið að menn æfi vel og ekki valið leikmenn sem eru eitthvað tæpir. Við hugsum til lengri tíma, jafnvel með Arnór,“ sagði Rydström. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í Arnór eftir valið á landsliðshópnum í síðustu viku og sagði þá við Vísi: „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon [Arnar Haraldsson] spila við Liverpool [21. janúar í Meistaradeild Evrópu]. Hann er kominn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni.“
Sænski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira