Kaupir Horn III út úr Líflandi Árni Sæberg skrifar 17. mars 2025 12:09 Frá vinstri, Steinar Helgason og Hermann M. Þórisson frá framtakssjóðnum Horni III og hjónin María Steinunn Þorbjörnsdóttir, stjórnarmaður, og Þórir Haraldsson, eigandi Líflands. Lífland Framtakssjóðurinn Horn III, sem er í rekstri Landsbréfa, hefur skrifað undir kaupsamning um sölu á helmingshlut í Líflandi. Kaupandi er Þórir Haraldsson, sem fyrir átti helming hlutafjár í félaginu. Með þessum kaupum verður Þórir eini eigandi Líflands. Í fréttatilkynningu um kaupin segir að Lífland sé leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á fóðri, sölu á rekstrarvörum til landbúnaðar og sölu á Kornax hveiti. Fyrirtækið reki sex sérverslanir fyrir bændur og hestamenn víðsvegar um landið. Lífland eigi Nesbúegg, annan af stærstu eggjaframleiðendum landsins. Lífland eigi og reki auk þess norska dótturfélagið Lifland Agri, sem sérhæfi sig í sölu á búnaði fyrir fjós. Hjá Líflandi og dótturfélögum starfi um 140 starfsmenn. Saga Líflands nái aftur til ársins 1917 þegar félagið var stofnað af framsýnum bændum með það markmið að sjá um móttöku og dreifingu mjólkur til Reykvíkinga. Síðan þá hafi félagið þróast og sé í dag eitt af leiðandi fyrirtækjum á sviði landbúnaðartengdra vara og þjónustu á Íslandi. Arma advisory hafi veitt kaupanda ráðgjöf og Arctica finance hafi veitt seljanda ráðgjöf. Deloitte og Logos hafi veitt aðilum viðskiptanna jafnframt lögfræðiráðgjöf. „Lífland hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og hefur reksturinn verið farsæll. Ráðist hefur verið í arðbærar fjárfestingar og reksturinn straumlínulagaður undanfarin ár. Meðfjárfestar okkar sýna hversu mikla trú þeir hafa á rekstri Líflands á komandi árum með kaupum á hlut Horns III nú. Við þökkum Þóri Haraldssyni, stjórn og starfsmönnum Líflands kærlega fyrir gott og árangursríkt samstarf og óskum félaginu velfarnaðar á komandi árum,“ er haft eftir Steinari Helgasyni og Hermanni M. Þórissyni, framkvæmdastjórum hjá Horni III. „Ég hef mikla trú á framtíð Líflands og þeim grunni sem félagið byggir á. Markmið með kaupunum er að efla enn frekar það góða starf sem hefur verið unnið innan fyrirtækisins. Jafnframt að tryggja að Lífland haldi áfram að vaxa og dafna og verði áfram eitt af leiðandi fyrirtækjum í landbúnaði og matvælatengdri framleiðslu á Íslandi. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Hermanni M. Þórissyni og Steinari Helgasyni, starfsmönnum Horns III, fyrir gott samstarf og stuðning á liðnum árum,“ er haft eftir Þóri Haraldssyni, eiganda Líflands. Kaup og sala fyrirtækja Matvælaframleiðsla Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira
Í fréttatilkynningu um kaupin segir að Lífland sé leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á fóðri, sölu á rekstrarvörum til landbúnaðar og sölu á Kornax hveiti. Fyrirtækið reki sex sérverslanir fyrir bændur og hestamenn víðsvegar um landið. Lífland eigi Nesbúegg, annan af stærstu eggjaframleiðendum landsins. Lífland eigi og reki auk þess norska dótturfélagið Lifland Agri, sem sérhæfi sig í sölu á búnaði fyrir fjós. Hjá Líflandi og dótturfélögum starfi um 140 starfsmenn. Saga Líflands nái aftur til ársins 1917 þegar félagið var stofnað af framsýnum bændum með það markmið að sjá um móttöku og dreifingu mjólkur til Reykvíkinga. Síðan þá hafi félagið þróast og sé í dag eitt af leiðandi fyrirtækjum á sviði landbúnaðartengdra vara og þjónustu á Íslandi. Arma advisory hafi veitt kaupanda ráðgjöf og Arctica finance hafi veitt seljanda ráðgjöf. Deloitte og Logos hafi veitt aðilum viðskiptanna jafnframt lögfræðiráðgjöf. „Lífland hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og hefur reksturinn verið farsæll. Ráðist hefur verið í arðbærar fjárfestingar og reksturinn straumlínulagaður undanfarin ár. Meðfjárfestar okkar sýna hversu mikla trú þeir hafa á rekstri Líflands á komandi árum með kaupum á hlut Horns III nú. Við þökkum Þóri Haraldssyni, stjórn og starfsmönnum Líflands kærlega fyrir gott og árangursríkt samstarf og óskum félaginu velfarnaðar á komandi árum,“ er haft eftir Steinari Helgasyni og Hermanni M. Þórissyni, framkvæmdastjórum hjá Horni III. „Ég hef mikla trú á framtíð Líflands og þeim grunni sem félagið byggir á. Markmið með kaupunum er að efla enn frekar það góða starf sem hefur verið unnið innan fyrirtækisins. Jafnframt að tryggja að Lífland haldi áfram að vaxa og dafna og verði áfram eitt af leiðandi fyrirtækjum í landbúnaði og matvælatengdri framleiðslu á Íslandi. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Hermanni M. Þórissyni og Steinari Helgasyni, starfsmönnum Horns III, fyrir gott samstarf og stuðning á liðnum árum,“ er haft eftir Þóri Haraldssyni, eiganda Líflands.
Kaup og sala fyrirtækja Matvælaframleiðsla Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Fleiri fréttir Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Sjá meira