„Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2025 10:30 Dan Burn með deildabikarinn. afp/Glyn KIRK Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir fyrir Dan Burn, varnarmann Newcastle United. Á föstudaginn var hann valinn í enska landsliðið í fyrsta sinn og í gær skoraði hann í sigri Newcastle á Liverpool í úrslitaleik deildabikarsins. Newcastle sigraði Liverpool, 2-1, í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley í gær. Burn skoraði fyrra mark Skjóranna undir lok fyrri hálfleiks. Alexander Isak bætti öðru marki við snemma í seinni hálfleik en Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir Rauða herinn í uppbótartíma. Sigurinn var sögulegur fyrir Newcastle en liðið vann í gær sinn fyrsta stóra titil í sjötíu ár, eða síðan það varð bikarmeistari 1955. Burn fékk ekki mikla hvíld eftir úrslitaleikinn og fagnaðarlætin sem honum fylgdu því hann kom til móts við enska landsliðið snemma í morgun. Þessi 32 ára stóri og stæðilegi varnarmaður gæti leikið sinn fyrsta landsleik fyrir England á næstu dögum. „Ég hef átt verri vikur. Ég vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma og þetta sé allt saman lygi,“ sagði Burn eftir úrslitaleikinn á Wembley í gær. „Ég skora ekki mörg mörk en ég sparaði þetta fyrir stóru stundina. Mér líður undarlega og er hálf dofinn í aguanblikinu.“ Burn hefur verið stuðningsmaður Newcastle frá blautu barnsbeini en komst ekki að hjá félaginu þegar hann var ungur. Draumur hans um að spila í svarthvítu treyjunni rættist hins vegar þegar Newcastle keypti hann frá Brighton 2022. Enski boltinn Tengdar fréttir „Við áttum skilið að vinna í dag“ „Ég er mjög tilfinninganæmur núna og er búinn að vera það í allan dag, sem er ólíkt mér,“ sagði Eddie Howe, þjálfari Newcastle, eftir að liðið tryggði sér sinn fyrsta titil í sjötíu ár í dag. 16. mars 2025 20:01 Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Thomas Tuchel hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp eftir að hafa verið ráðinn landsliðsþjálfari Englands í fótbolta. Marcus Rashford er í hópnum, í fyrsta sinn í tólf mánuði. 14. mars 2025 09:26 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Newcastle sigraði Liverpool, 2-1, í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley í gær. Burn skoraði fyrra mark Skjóranna undir lok fyrri hálfleiks. Alexander Isak bætti öðru marki við snemma í seinni hálfleik en Federico Chiesa minnkaði muninn fyrir Rauða herinn í uppbótartíma. Sigurinn var sögulegur fyrir Newcastle en liðið vann í gær sinn fyrsta stóra titil í sjötíu ár, eða síðan það varð bikarmeistari 1955. Burn fékk ekki mikla hvíld eftir úrslitaleikinn og fagnaðarlætin sem honum fylgdu því hann kom til móts við enska landsliðið snemma í morgun. Þessi 32 ára stóri og stæðilegi varnarmaður gæti leikið sinn fyrsta landsleik fyrir England á næstu dögum. „Ég hef átt verri vikur. Ég vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma og þetta sé allt saman lygi,“ sagði Burn eftir úrslitaleikinn á Wembley í gær. „Ég skora ekki mörg mörk en ég sparaði þetta fyrir stóru stundina. Mér líður undarlega og er hálf dofinn í aguanblikinu.“ Burn hefur verið stuðningsmaður Newcastle frá blautu barnsbeini en komst ekki að hjá félaginu þegar hann var ungur. Draumur hans um að spila í svarthvítu treyjunni rættist hins vegar þegar Newcastle keypti hann frá Brighton 2022.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Við áttum skilið að vinna í dag“ „Ég er mjög tilfinninganæmur núna og er búinn að vera það í allan dag, sem er ólíkt mér,“ sagði Eddie Howe, þjálfari Newcastle, eftir að liðið tryggði sér sinn fyrsta titil í sjötíu ár í dag. 16. mars 2025 20:01 Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Thomas Tuchel hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp eftir að hafa verið ráðinn landsliðsþjálfari Englands í fótbolta. Marcus Rashford er í hópnum, í fyrsta sinn í tólf mánuði. 14. mars 2025 09:26 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
„Við áttum skilið að vinna í dag“ „Ég er mjög tilfinninganæmur núna og er búinn að vera það í allan dag, sem er ólíkt mér,“ sagði Eddie Howe, þjálfari Newcastle, eftir að liðið tryggði sér sinn fyrsta titil í sjötíu ár í dag. 16. mars 2025 20:01
Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Thomas Tuchel hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp eftir að hafa verið ráðinn landsliðsþjálfari Englands í fótbolta. Marcus Rashford er í hópnum, í fyrsta sinn í tólf mánuði. 14. mars 2025 09:26