„Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2025 13:20 Birna Hafstein formaður FÍL segir samningsvilja leikfélagsins engan. Vísir Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. Boðað hefur verið til verkfalla, sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Aðgerðirnar munu hafa mest áhrif á sýningu um líf og störf Ladda. Síðasti formlegi fundur FÍL og samninganefndar SA, sem sér um viðræðurnar fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur, var 5. mars þegar samninganefnd FÍL gekk út af fundinum. Óbærileg staða fyrir leikara Birna Hafstein, formaður FÍL, segir í samtali við fréttastofu að FÍL hafi lagt fram tillögu á föstudag en samninganefnd SA hafnað henni í gær. Ekkert móttilboð hafi borist. „Við gerðum Borgarleikhúsinu nýtt tilboð á föstudag til að reyna að afstýra verkföllum. Því var hafnað í gær og þau sjá ekki ástæðu til að gera móttilboð. Þau sýna engan vilja í verki. Engan,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna algerlega óbærilega fyrir leikara. „Að mínu mati hefur stjórn Borgarleikhússins fullkomlega brugðist sínu hlutverki og brugðist þessum hópi. Við gerum ekki annað en að reyna að liðka fyrir og halda samtalinu opnu, gera tilboð. Því er öllu hafnað. Það kemur aldrei neitt á móti. Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist sínu hlutverki og þessum hópi.“ Alltaf bjartsýnn Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segist hafa áhyggjur af stöðunni og mjög langt sé milli aðila. Hann hefur ekki boðað til annars samningafundar í viðræðunum. „Það er voða erfitt að finna einhverja miðlun þegar bilið er svona breytt. Ég hef beðið færis og reynt að ná aðilum nær hvor öðrum. Það hefur ekki gengið ennþá. En við erum alltaf bjartsýn.“ Leikhús Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53 Leikarar og dansarar á leið í verkfall Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. 12. mars 2025 16:50 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Boðað hefur verið til verkfalla, sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Aðgerðirnar munu hafa mest áhrif á sýningu um líf og störf Ladda. Síðasti formlegi fundur FÍL og samninganefndar SA, sem sér um viðræðurnar fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur, var 5. mars þegar samninganefnd FÍL gekk út af fundinum. Óbærileg staða fyrir leikara Birna Hafstein, formaður FÍL, segir í samtali við fréttastofu að FÍL hafi lagt fram tillögu á föstudag en samninganefnd SA hafnað henni í gær. Ekkert móttilboð hafi borist. „Við gerðum Borgarleikhúsinu nýtt tilboð á föstudag til að reyna að afstýra verkföllum. Því var hafnað í gær og þau sjá ekki ástæðu til að gera móttilboð. Þau sýna engan vilja í verki. Engan,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna algerlega óbærilega fyrir leikara. „Að mínu mati hefur stjórn Borgarleikhússins fullkomlega brugðist sínu hlutverki og brugðist þessum hópi. Við gerum ekki annað en að reyna að liðka fyrir og halda samtalinu opnu, gera tilboð. Því er öllu hafnað. Það kemur aldrei neitt á móti. Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist sínu hlutverki og þessum hópi.“ Alltaf bjartsýnn Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segist hafa áhyggjur af stöðunni og mjög langt sé milli aðila. Hann hefur ekki boðað til annars samningafundar í viðræðunum. „Það er voða erfitt að finna einhverja miðlun þegar bilið er svona breytt. Ég hef beðið færis og reynt að ná aðilum nær hvor öðrum. Það hefur ekki gengið ennþá. En við erum alltaf bjartsýn.“
Leikhús Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53 Leikarar og dansarar á leið í verkfall Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. 12. mars 2025 16:50 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25
Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53
Leikarar og dansarar á leið í verkfall Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. 12. mars 2025 16:50