„Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. mars 2025 22:30 Liam Lawson og Max Verstappen, ökumenn Red Bull, ásamt liðstjóra liðsins, Christian Horner. Mark Sutton - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Christian Horner, liðsstjóri Red Bull liðsins í Formúlu 1, segir að komandi tímabil verði stærsta áskorun liðsins til þessa. Red Bull liðið hefur trónað á toppi Formúlu 1 undanfarin ár, en á síðasta tímabili mátti þó sjá að forysta þeirra stóð völtum fótum. Liðinu mistókst að vinna heimsmeistaratitil bílasmiða, en Max Verstappen, annar ökumanna liðsins, varð heimsmeistari ökumanna fjórða árið í röð. Breytingar urðu á Red Bull liðinu í ár og Liam Lawson tók sér sæti í bílnum við hlið Max Verstappen í stað Sergio Perez. Verstappen hélt í við fremstu bíla í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn, fyrstu keppni tímabilsins, í gærnótt, en Lawson komst ekki í gegnum fyrsta hluta tímatökunnar og ræsir átjándi í nótt. Þrátt fyrir augljósar brotalamir á Red Bull bílnum kveðst Christian Horner vera spenntur fyrir tímabilinu. „Fyrir mér er kaflinn sem liðið er að ganga í gegnum mjög spennandi. Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika,“ sagði Horner í aðdraganda keppnishelgarinnar. „Þetta verður magnað ferðalag og eitthvað sem ég hlakka mikið til.“ „Við höfum átt ótrúlegu gengi að fagna þar sem við höfum verið að hanna og smíða yfirbygginguna sjálfir, en með mismunandi vélaframleiðendum, bæði með Renault og síðar Honda. En nú þegar nýjar vélareglur taka gildi fyrir næsta tímabil fannst okkur kominn tími til að taka örlögin í okkar hendur og handsmíða okkar eigin vél.“ „Við erum í kapphlaupi við tímann því að á þessum tíma á næsta ári verða þær vélar í okkar eigin bílum.“ Ástralski kappaksturinn, fyrsta keppni tímabilsins í Formúlu 1, hefst klukkan 03:30 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Akstursíþróttir Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Red Bull liðið hefur trónað á toppi Formúlu 1 undanfarin ár, en á síðasta tímabili mátti þó sjá að forysta þeirra stóð völtum fótum. Liðinu mistókst að vinna heimsmeistaratitil bílasmiða, en Max Verstappen, annar ökumanna liðsins, varð heimsmeistari ökumanna fjórða árið í röð. Breytingar urðu á Red Bull liðinu í ár og Liam Lawson tók sér sæti í bílnum við hlið Max Verstappen í stað Sergio Perez. Verstappen hélt í við fremstu bíla í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn, fyrstu keppni tímabilsins, í gærnótt, en Lawson komst ekki í gegnum fyrsta hluta tímatökunnar og ræsir átjándi í nótt. Þrátt fyrir augljósar brotalamir á Red Bull bílnum kveðst Christian Horner vera spenntur fyrir tímabilinu. „Fyrir mér er kaflinn sem liðið er að ganga í gegnum mjög spennandi. Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika,“ sagði Horner í aðdraganda keppnishelgarinnar. „Þetta verður magnað ferðalag og eitthvað sem ég hlakka mikið til.“ „Við höfum átt ótrúlegu gengi að fagna þar sem við höfum verið að hanna og smíða yfirbygginguna sjálfir, en með mismunandi vélaframleiðendum, bæði með Renault og síðar Honda. En nú þegar nýjar vélareglur taka gildi fyrir næsta tímabil fannst okkur kominn tími til að taka örlögin í okkar hendur og handsmíða okkar eigin vél.“ „Við erum í kapphlaupi við tímann því að á þessum tíma á næsta ári verða þær vélar í okkar eigin bílum.“ Ástralski kappaksturinn, fyrsta keppni tímabilsins í Formúlu 1, hefst klukkan 03:30 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Akstursíþróttir Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Leik lokið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira