Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2025 20:07 Það brutust út mikil fagnaðarlæti þegar Gísli Örn kvað „Ólsen ólsen“ og tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í spilinu í fjórtán ár. Vísir/Júlíus Þór Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen fór fram í fyrsta sinn í fjórtán ár í dag. 32 keppendur voru skráðir til leiks og stóðu sig misvel að sögn mótshaldara. Það sé ekki nóg að vera heppinn. Keppendur voru stórhuga þegar þeir mættu til leiks. Nokkrir klæddu sig í sín fínustu spilaföt, tilbúnir að fleygja öðrum keppendum út. Andrúmsloftið var spennuþrungið, en leikið var á fjórum borðum í einu. Fyrstur til að vinna þrjú spil var kominn í næstu umferð. „Þetta var ár sem fæðingin tók. Ég fékk þessa hugmynd í febrúar 2024 og ég er búinn að vera að þróa þetta og hugsa þetta áfram. Núna var rétti tíminn að halda þetta, þrettán mánuðum síðar,“ segir Tómas Steindórsson, skipuleggjandi mótsins. Tómas Steindórsson skipulagði mótið.Vísir/Hulda Margrét Er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram? „Nei, mótið fór fram árið 2011 síðast á Gullöldinni. Þetta er áframhald af því og verður vonandi árlega eftir þetta.“ Ólsen Ólsen er eitt einfaldasta spilið, og fljótt á litið virðist heppnin ráða flestu. Tómas vísar því á bug. Það sé hægt að vera góður í Ólsen Ólsen. „Það er að hugsa vel undir pressu og vera samkvæmur sjálfum sér. Svo er hægt að telja spilin. Það er fyrir lengra komna,“ segir Tómas. Það var mikil stemning í Reykjavík Brewery þar sem mótið fór fram.Vísir/Lýður Valberg Sumir keppenda voru betur undirbúnir en aðrir. „Við tókum hitting í gær og í fyrradag. Það gekk illa á æfingum en það hefur gengið vel í dag. Það skiptir máli,“ segir Tjörvi Jónsson, einn þátttakenda. Hvernig er maður góður í Ólsen ólsen? „Þetta er taktík, hvort þú viljir setja strax niður eða í lokinn. Þetta er smá strategía.“ Eftir spennuþrungið spil er mikilvægt að allir skilji sáttir.Vísir/Júlíus Þór Þetta er ekki bara heppni? „Nei, alls ekki.“ En það gat bara verið einn sigurvegari og í ár var það Gísli Örn Gíslason sem tók titilinn heim. Gísli Örn, Íslandsmeistarinn í Ólsen ólsen árið 2025, ásamt Tómasi Steindórs, skipuleggjanda mótsins.Vísir/Júlíus Þór Grín og gaman Reykjavík X977 Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira
Keppendur voru stórhuga þegar þeir mættu til leiks. Nokkrir klæddu sig í sín fínustu spilaföt, tilbúnir að fleygja öðrum keppendum út. Andrúmsloftið var spennuþrungið, en leikið var á fjórum borðum í einu. Fyrstur til að vinna þrjú spil var kominn í næstu umferð. „Þetta var ár sem fæðingin tók. Ég fékk þessa hugmynd í febrúar 2024 og ég er búinn að vera að þróa þetta og hugsa þetta áfram. Núna var rétti tíminn að halda þetta, þrettán mánuðum síðar,“ segir Tómas Steindórsson, skipuleggjandi mótsins. Tómas Steindórsson skipulagði mótið.Vísir/Hulda Margrét Er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram? „Nei, mótið fór fram árið 2011 síðast á Gullöldinni. Þetta er áframhald af því og verður vonandi árlega eftir þetta.“ Ólsen Ólsen er eitt einfaldasta spilið, og fljótt á litið virðist heppnin ráða flestu. Tómas vísar því á bug. Það sé hægt að vera góður í Ólsen Ólsen. „Það er að hugsa vel undir pressu og vera samkvæmur sjálfum sér. Svo er hægt að telja spilin. Það er fyrir lengra komna,“ segir Tómas. Það var mikil stemning í Reykjavík Brewery þar sem mótið fór fram.Vísir/Lýður Valberg Sumir keppenda voru betur undirbúnir en aðrir. „Við tókum hitting í gær og í fyrradag. Það gekk illa á æfingum en það hefur gengið vel í dag. Það skiptir máli,“ segir Tjörvi Jónsson, einn þátttakenda. Hvernig er maður góður í Ólsen ólsen? „Þetta er taktík, hvort þú viljir setja strax niður eða í lokinn. Þetta er smá strategía.“ Eftir spennuþrungið spil er mikilvægt að allir skilji sáttir.Vísir/Júlíus Þór Þetta er ekki bara heppni? „Nei, alls ekki.“ En það gat bara verið einn sigurvegari og í ár var það Gísli Örn Gíslason sem tók titilinn heim. Gísli Örn, Íslandsmeistarinn í Ólsen ólsen árið 2025, ásamt Tómasi Steindórs, skipuleggjanda mótsins.Vísir/Júlíus Þór
Grín og gaman Reykjavík X977 Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Sjá meira