Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Bjarki Sigurðsson skrifar 15. mars 2025 20:07 Það brutust út mikil fagnaðarlæti þegar Gísli Örn kvað „Ólsen ólsen“ og tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í spilinu í fjórtán ár. Vísir/Júlíus Þór Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen fór fram í fyrsta sinn í fjórtán ár í dag. 32 keppendur voru skráðir til leiks og stóðu sig misvel að sögn mótshaldara. Það sé ekki nóg að vera heppinn. Keppendur voru stórhuga þegar þeir mættu til leiks. Nokkrir klæddu sig í sín fínustu spilaföt, tilbúnir að fleygja öðrum keppendum út. Andrúmsloftið var spennuþrungið, en leikið var á fjórum borðum í einu. Fyrstur til að vinna þrjú spil var kominn í næstu umferð. „Þetta var ár sem fæðingin tók. Ég fékk þessa hugmynd í febrúar 2024 og ég er búinn að vera að þróa þetta og hugsa þetta áfram. Núna var rétti tíminn að halda þetta, þrettán mánuðum síðar,“ segir Tómas Steindórsson, skipuleggjandi mótsins. Tómas Steindórsson skipulagði mótið.Vísir/Hulda Margrét Er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram? „Nei, mótið fór fram árið 2011 síðast á Gullöldinni. Þetta er áframhald af því og verður vonandi árlega eftir þetta.“ Ólsen Ólsen er eitt einfaldasta spilið, og fljótt á litið virðist heppnin ráða flestu. Tómas vísar því á bug. Það sé hægt að vera góður í Ólsen Ólsen. „Það er að hugsa vel undir pressu og vera samkvæmur sjálfum sér. Svo er hægt að telja spilin. Það er fyrir lengra komna,“ segir Tómas. Það var mikil stemning í Reykjavík Brewery þar sem mótið fór fram.Vísir/Lýður Valberg Sumir keppenda voru betur undirbúnir en aðrir. „Við tókum hitting í gær og í fyrradag. Það gekk illa á æfingum en það hefur gengið vel í dag. Það skiptir máli,“ segir Tjörvi Jónsson, einn þátttakenda. Hvernig er maður góður í Ólsen ólsen? „Þetta er taktík, hvort þú viljir setja strax niður eða í lokinn. Þetta er smá strategía.“ Eftir spennuþrungið spil er mikilvægt að allir skilji sáttir.Vísir/Júlíus Þór Þetta er ekki bara heppni? „Nei, alls ekki.“ En það gat bara verið einn sigurvegari og í ár var það Gísli Örn Gíslason sem tók titilinn heim. Gísli Örn, Íslandsmeistarinn í Ólsen ólsen árið 2025, ásamt Tómasi Steindórs, skipuleggjanda mótsins.Vísir/Júlíus Þór Grín og gaman Reykjavík X977 Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira
Keppendur voru stórhuga þegar þeir mættu til leiks. Nokkrir klæddu sig í sín fínustu spilaföt, tilbúnir að fleygja öðrum keppendum út. Andrúmsloftið var spennuþrungið, en leikið var á fjórum borðum í einu. Fyrstur til að vinna þrjú spil var kominn í næstu umferð. „Þetta var ár sem fæðingin tók. Ég fékk þessa hugmynd í febrúar 2024 og ég er búinn að vera að þróa þetta og hugsa þetta áfram. Núna var rétti tíminn að halda þetta, þrettán mánuðum síðar,“ segir Tómas Steindórsson, skipuleggjandi mótsins. Tómas Steindórsson skipulagði mótið.Vísir/Hulda Margrét Er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram? „Nei, mótið fór fram árið 2011 síðast á Gullöldinni. Þetta er áframhald af því og verður vonandi árlega eftir þetta.“ Ólsen Ólsen er eitt einfaldasta spilið, og fljótt á litið virðist heppnin ráða flestu. Tómas vísar því á bug. Það sé hægt að vera góður í Ólsen Ólsen. „Það er að hugsa vel undir pressu og vera samkvæmur sjálfum sér. Svo er hægt að telja spilin. Það er fyrir lengra komna,“ segir Tómas. Það var mikil stemning í Reykjavík Brewery þar sem mótið fór fram.Vísir/Lýður Valberg Sumir keppenda voru betur undirbúnir en aðrir. „Við tókum hitting í gær og í fyrradag. Það gekk illa á æfingum en það hefur gengið vel í dag. Það skiptir máli,“ segir Tjörvi Jónsson, einn þátttakenda. Hvernig er maður góður í Ólsen ólsen? „Þetta er taktík, hvort þú viljir setja strax niður eða í lokinn. Þetta er smá strategía.“ Eftir spennuþrungið spil er mikilvægt að allir skilji sáttir.Vísir/Júlíus Þór Þetta er ekki bara heppni? „Nei, alls ekki.“ En það gat bara verið einn sigurvegari og í ár var það Gísli Örn Gíslason sem tók titilinn heim. Gísli Örn, Íslandsmeistarinn í Ólsen ólsen árið 2025, ásamt Tómasi Steindórs, skipuleggjanda mótsins.Vísir/Júlíus Þór
Grín og gaman Reykjavík X977 Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Sjá meira