Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2025 09:00 Sir Jim Ratcliffe hefur ekki áhuga á því að sitja undir sömu gagnrýni og kollegar hans hjá Manchester United. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi í Manchester United, segir að hann muni ganga út og segja skilið við félagið ef hann fær sömu meðferð frá stuðningsmönnum liðsins og Glazer-fjölskyldan. Glazer-fjölskyldan, sem enn er stærsti eigandi Manchester United, hefur ekki beint verið vinsæl meðal stuðningsmanna félagsins undanfarin ár. Glazerarnir keyptu félagið árið 2005 og síðan árið 2013 hefur félagið jafnt og þétt verið að falla aftur úr stærstu liðum Evrópu. Stuðningsmenn Manchester United hafa margir hverjir kallað eftir því að Glazer-fjölskyldan hverfi á brott og að nýir aðilar taki við eignarhaldi félagsins. Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu á síðasta ári og hefur ráðist í ýmsar breytingar innan klúbbsins. Breytingar snúa margar hverjar að niðurskurði og hafa nokkrar ákvarðanir hans farið öfugt ofan í stuðninsmenn liðsins. Ef marka má orð Ratcliffes var þó nauðsynlegt að ráðast í niðurskurði. Ákvarðanir hans hafa þó eins og áður segir ekki endilega allar verið vinsælar. Hann segist geta tekið gagnrýninni um stund, en að ef að hann fær sömu meðferð og Glazer-fjölskyldan þá muni hann á endanum gefast upp. „Ég get lifað með þessu um stund. Ég læt það ekki á mig fá að vera óvinsæll, því ég skil það vel að stuðningsmennirnir vilja ekki sjá Manchester United á þeim stað þar sem félagið er núna,“ sagði Ratcliffe í samtali við BBC. „Ef ég kalla fram smá reiði þá get ég lifað með því. En ég er ekkert öðruvísi en annað venjulegt fólk. Þetta er ekki skemmtilegt. Sérstaklega ekki fyrir vini mín og fjölskyldu.“ „Þannig að ef þetta nær þeim hæðum sem Glazer-fjölskyldan hefur mátt þola þá myndi ég á endanum gefast upp, segja: „Nú er nóg komið,“ og leyfa einhverjum öðrum að taka við.“ Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira
Glazer-fjölskyldan, sem enn er stærsti eigandi Manchester United, hefur ekki beint verið vinsæl meðal stuðningsmanna félagsins undanfarin ár. Glazerarnir keyptu félagið árið 2005 og síðan árið 2013 hefur félagið jafnt og þétt verið að falla aftur úr stærstu liðum Evrópu. Stuðningsmenn Manchester United hafa margir hverjir kallað eftir því að Glazer-fjölskyldan hverfi á brott og að nýir aðilar taki við eignarhaldi félagsins. Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu á síðasta ári og hefur ráðist í ýmsar breytingar innan klúbbsins. Breytingar snúa margar hverjar að niðurskurði og hafa nokkrar ákvarðanir hans farið öfugt ofan í stuðninsmenn liðsins. Ef marka má orð Ratcliffes var þó nauðsynlegt að ráðast í niðurskurði. Ákvarðanir hans hafa þó eins og áður segir ekki endilega allar verið vinsælar. Hann segist geta tekið gagnrýninni um stund, en að ef að hann fær sömu meðferð og Glazer-fjölskyldan þá muni hann á endanum gefast upp. „Ég get lifað með þessu um stund. Ég læt það ekki á mig fá að vera óvinsæll, því ég skil það vel að stuðningsmennirnir vilja ekki sjá Manchester United á þeim stað þar sem félagið er núna,“ sagði Ratcliffe í samtali við BBC. „Ef ég kalla fram smá reiði þá get ég lifað með því. En ég er ekkert öðruvísi en annað venjulegt fólk. Þetta er ekki skemmtilegt. Sérstaklega ekki fyrir vini mín og fjölskyldu.“ „Þannig að ef þetta nær þeim hæðum sem Glazer-fjölskyldan hefur mátt þola þá myndi ég á endanum gefast upp, segja: „Nú er nóg komið,“ og leyfa einhverjum öðrum að taka við.“
Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira