Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 09:59 Frá geimskotinu í gærkvöldi. SpaceX Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði. Geimfararnir fjórir sem sendir voru út í geim í gær, þau Anne McClain og Nichole Ayers frá Bandaríkjunum, Takuya Onishi frá Japan og Kirill Peskov, frá Rússlandi, eru nú á braut um jörðu um borð í Dragon geimfari SpaceX og eiga að tengjast geimstöðinni í kvöld. Have a great time in space, y'all! #Crew10 lifted off from @NASAKennedy at 7:03pm ET (2303 UTC) on Friday, March 14. pic.twitter.com/9Vf7VVeGev— NASA (@NASA) March 14, 2025 Það mun gera þeim Butch Wilmore og Suni Williams kleift að snúa aftur til jarðar á næstunni og stendur til að það gerist á miðvikudaginn. Wilmore og Williams hafa verið strandaglópar í geimstöðinni í um níu mánuði en upprunalega átti geimferð þeirra einungis að taka átta daga. Þeim var skotið til geimstöðvarinnar um borð í Starliner geimfarið Boeing í júní en nokkrar bilanir áttu sér stað um borð í geimfarinu og var það því sent tómt aftur til jarðarinnar í september. Tæknilega séð hefur enginn verið fastur um borð í geimstöðinni þar sem þar hefur alltaf verið geimfar fyrir geimfarana til að nota í neyðartilfellum. Í september voru svo sendir tveir geimfarar til geimstöðvarinnar og eiga þeir að snúa aftur með Wilmore og Williams í næstu viku. Crew-10 on-orbit pic.twitter.com/PlHtPi4Dzh— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2025 Kallaði danskan geimfara „þroskaheftan“ Donald Trump, forseti, og Elon Musk, eigandi SpaceX, hafa notað ævintýri Wilmore og Williams í pólitískum tilgangi og skammast yfir því að þeim hafi ekki verið komið heim fyrr. Þegar Musk hélt því fram í síðasta mánuði að ríkisstjórn Joes Biden hefði haldið þeim í geimnum af pólitískum ástæðum mótmælti danskur geimfari sem hefur tvisvar sinnum farið til geimstöðvarinnar því og benti á að löngu væri ákveðið að þau myndu snúa aftur með geimfarinu sem sent var í september og að þó Trump hefði verið við völd í meira en mánuð hefðu þeir ekki sent geimfar til að sækja þau. Því svaraði Musk með því að kalla Andreas Mogensen, danska geimfarann, „þroskaheftan“. Geimfararnir fjórir sem lögðu af stað til geimstöðvarinnar í gær.AFP/Gregg Newton Eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar hafa þau Wilmore og Williams ávallt sagt að þau styðji þær ákvarðanir sem hafa verið teknar um veru þeirra í geimnum. Þau hafa bæði búið áður í geimstöðinni og hafa á undanförnum mánuðum unnið við viðgerðir og vísindastörf, svo eitthvað sé nefnt. Williams fór í geimgöngu og varð þar með sú kona sem farið hefur í flestar geimgöngur, alls níu. Bandaríkin Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Donald Trump Elon Musk Boeing SpaceX Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Geimfararnir fjórir sem sendir voru út í geim í gær, þau Anne McClain og Nichole Ayers frá Bandaríkjunum, Takuya Onishi frá Japan og Kirill Peskov, frá Rússlandi, eru nú á braut um jörðu um borð í Dragon geimfari SpaceX og eiga að tengjast geimstöðinni í kvöld. Have a great time in space, y'all! #Crew10 lifted off from @NASAKennedy at 7:03pm ET (2303 UTC) on Friday, March 14. pic.twitter.com/9Vf7VVeGev— NASA (@NASA) March 14, 2025 Það mun gera þeim Butch Wilmore og Suni Williams kleift að snúa aftur til jarðar á næstunni og stendur til að það gerist á miðvikudaginn. Wilmore og Williams hafa verið strandaglópar í geimstöðinni í um níu mánuði en upprunalega átti geimferð þeirra einungis að taka átta daga. Þeim var skotið til geimstöðvarinnar um borð í Starliner geimfarið Boeing í júní en nokkrar bilanir áttu sér stað um borð í geimfarinu og var það því sent tómt aftur til jarðarinnar í september. Tæknilega séð hefur enginn verið fastur um borð í geimstöðinni þar sem þar hefur alltaf verið geimfar fyrir geimfarana til að nota í neyðartilfellum. Í september voru svo sendir tveir geimfarar til geimstöðvarinnar og eiga þeir að snúa aftur með Wilmore og Williams í næstu viku. Crew-10 on-orbit pic.twitter.com/PlHtPi4Dzh— SpaceX (@SpaceX) March 14, 2025 Kallaði danskan geimfara „þroskaheftan“ Donald Trump, forseti, og Elon Musk, eigandi SpaceX, hafa notað ævintýri Wilmore og Williams í pólitískum tilgangi og skammast yfir því að þeim hafi ekki verið komið heim fyrr. Þegar Musk hélt því fram í síðasta mánuði að ríkisstjórn Joes Biden hefði haldið þeim í geimnum af pólitískum ástæðum mótmælti danskur geimfari sem hefur tvisvar sinnum farið til geimstöðvarinnar því og benti á að löngu væri ákveðið að þau myndu snúa aftur með geimfarinu sem sent var í september og að þó Trump hefði verið við völd í meira en mánuð hefðu þeir ekki sent geimfar til að sækja þau. Því svaraði Musk með því að kalla Andreas Mogensen, danska geimfarann, „þroskaheftan“. Geimfararnir fjórir sem lögðu af stað til geimstöðvarinnar í gær.AFP/Gregg Newton Eins og fram kemur í grein AP fréttaveitunnar hafa þau Wilmore og Williams ávallt sagt að þau styðji þær ákvarðanir sem hafa verið teknar um veru þeirra í geimnum. Þau hafa bæði búið áður í geimstöðinni og hafa á undanförnum mánuðum unnið við viðgerðir og vísindastörf, svo eitthvað sé nefnt. Williams fór í geimgöngu og varð þar með sú kona sem farið hefur í flestar geimgöngur, alls níu.
Bandaríkin Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Donald Trump Elon Musk Boeing SpaceX Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira