Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 10:42 Lionel Messi skoraði úr vítinu og endaði kvöldið á því að lyfta heimsbikarnum eftirsótta í fyrsta sinn. AP/Petr David Josek/Ariel Schalit Besti dagurinn í lífi argentínska knattspyrnusnillingsins Lionel Messi hefði kannski endað allt öðruvísi ef sömu dómarar hefðu verið í VAR-herberginu og á Meistaradeildarleik Atlético Madrid og Real Madrid í vikunni. Real Madrid vann þá nágranna sína í Atlético í vítakeppni eftir að mark Julián Alvarez í vítakeppninni var dæmt ólöglegt fyrir tvísnertingu. Tvísnertingin var ekki mjög greinileg í sjónvarpsmyndum frá leiknum en myndbandsdómararnir notuðust við nýjustu tækni til að greina snertingu stöðufótarins. Myndband frá TNT Sports af hliðarlínunni sýndi síðan að Alvarez kom vissulega aðeins við boltann með vinstri fæti áður en hann skaut með þeim hægri. Vissulega lítil snerting og mjög hörð refsing fyrir algjörlega óviljandi snertingu. Þetta umdeilda atvik fékk menn til að skora aðrar vítaspyrnur í sögunni. Ein af þeim tók Lionel Messi í úrslitaleik HM í Katar 2022. Staðan var 0-0 í úrslitaleiknum þegar brotið var á Ángel Di María á 23. mínútu. Messi fór á punktinn og skoraði þetta mikilvæga fyrsta mark úrslitaleiksins. Þegar menn fóru að skoða betur vítið hans Messi þá má sjá að hann skaut boltanum í hinn fótinn sinn áður en hann fór í markið. Samkvæmt þeim ströngu reglum sem voru í gildi í leik Atlético Madrid og Real Madrid þá hefði þetta mark Messi einnig átt að vera dæmt ógilt. Leik Argentínu og Frakklands endaði með 3-3 jafntefli eftir að Argentínumenn misstu niður tveggja marka forskot en argentínska liðið vann svo í vítakeppni. Messi vann þá langþráðan heimsmeistaratitil og tók að flestra mati forystuna í umræðunni um besta fótboltamann sögunnar. Það var líka svo gaman á HM að Messi hélt áfram að spila fyrir argentínska landsliðið og hefur bætt við fjórtán landsliðsmörkum síðan. Leikurinn hefði hins vegar getað endað allt öðruvísi og líf Messi breyst á allt annan hátt hefði hann ekki fengið þetta mark sitt dæmt gilt. Vítið hans má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Just Football Innit (@justftblinnit) HM 2022 í Katar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
Real Madrid vann þá nágranna sína í Atlético í vítakeppni eftir að mark Julián Alvarez í vítakeppninni var dæmt ólöglegt fyrir tvísnertingu. Tvísnertingin var ekki mjög greinileg í sjónvarpsmyndum frá leiknum en myndbandsdómararnir notuðust við nýjustu tækni til að greina snertingu stöðufótarins. Myndband frá TNT Sports af hliðarlínunni sýndi síðan að Alvarez kom vissulega aðeins við boltann með vinstri fæti áður en hann skaut með þeim hægri. Vissulega lítil snerting og mjög hörð refsing fyrir algjörlega óviljandi snertingu. Þetta umdeilda atvik fékk menn til að skora aðrar vítaspyrnur í sögunni. Ein af þeim tók Lionel Messi í úrslitaleik HM í Katar 2022. Staðan var 0-0 í úrslitaleiknum þegar brotið var á Ángel Di María á 23. mínútu. Messi fór á punktinn og skoraði þetta mikilvæga fyrsta mark úrslitaleiksins. Þegar menn fóru að skoða betur vítið hans Messi þá má sjá að hann skaut boltanum í hinn fótinn sinn áður en hann fór í markið. Samkvæmt þeim ströngu reglum sem voru í gildi í leik Atlético Madrid og Real Madrid þá hefði þetta mark Messi einnig átt að vera dæmt ógilt. Leik Argentínu og Frakklands endaði með 3-3 jafntefli eftir að Argentínumenn misstu niður tveggja marka forskot en argentínska liðið vann svo í vítakeppni. Messi vann þá langþráðan heimsmeistaratitil og tók að flestra mati forystuna í umræðunni um besta fótboltamann sögunnar. Það var líka svo gaman á HM að Messi hélt áfram að spila fyrir argentínska landsliðið og hefur bætt við fjórtán landsliðsmörkum síðan. Leikurinn hefði hins vegar getað endað allt öðruvísi og líf Messi breyst á allt annan hátt hefði hann ekki fengið þetta mark sitt dæmt gilt. Vítið hans má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Just Football Innit (@justftblinnit)
HM 2022 í Katar Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira