Óttaðist að ánetjast svefntöflum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2025 23:32 Christian Nörgaard hefur hér fengið spark í leik með Brentford á móti Chelsea á Stamford Bridge AP/Ian Walton Liðsfélagi Hákonar Rafns Valdimarssonar landsliðsmarkvarðar og fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Brentford hefur rætt opinberlega notkun sína á svefntöflum. Hann segir að allir þurfi að passa sig. Christian Nörgaard er 31 árs gamall Dani sem hefur spilað með Brenford frá árinu 2019. Hann óttaðist að ánetjast svefntöflum eftir að hann fór að taka þær til að undirbúa sig sem best fyrir útileiki. Nörgaard segir að vandamálið hafi byrjað þegar hann lék enn með danska liðinu Bröndby. 🐝How Brentford helped midfielder Christian Norgaard avoid a sleeping pill addiction. Fascinating insight on @BBCSport https://t.co/4kz4GJbUS5— Nizaar Kinsella (@NizaarKinsella) March 13, 2025 „Ég mann vel eftir fyrsta skiptinu. Það var fyrir mikilvægan bikarleik í Danmörku og ég fór að hugsa: Ég svaf ekki vel og kem með þær hugsanir inn í leikinn: Hvað ef ég spila ekki vel vegna svefnleysisins,“ sagði Christian Nörgaard við breska ríkisútvarpið. „Ég fór að hugsa á sömu nótum fyrir næsta leik. Ég verð að sofa vel því annars verður þetta martraðarleikur fyrir mig. Ég þarf að komast í veg fyrir að lenda í sama veseni og síðast,“ sagði Nörgaard. Hann fór því að taka inn svefntöflur fyrir mikilvæga leiki til að ná að sofa nægilega vel. Nörgaard gerði sér á endanum grein fyrir vandamálinu og sótti sér aðstoð. Svefnlæknirinn Anna West kom honum til hjálpar og honum tókst að laga þetta án hjálpar svefnlyfjanna. Aaron Lennon, fyrrum leikmaður Tottenham Hotspur og Everton, kom fram árið 2023 og sagðist hafa farið í sex mánaða meðferð eftir að hafa ánetjast svefntöflum. Nörgaard hlustaði á sögu Lennon og fór þá að gera sér betur grein fyrir sínu vandamáli. „Það var erfitt að horfa á viðtalið við hann en það snerti mig líka. Þetta var tilfinningaríkt áhorf fyrir mann eins og mig sem var í vandræðum með þetta sjálfur. Ég hefði vel geta orðið háður þessum svefntöflum,“ sagði Nörgaard. „Þetta er vandamál sem fer oft undir radarinn. Ég held samt með því að vekja meiri athygli á þessu, ekki bara í fótboltanum heldur líka í lífinu sjálfur, þá sér fólk betur hversu mikilvægt er að passa sig á þessu,“ sagði Nörgaard. Brentford captain Christian Norgaard has said he feared becoming addicted to sleeping pills after taking the medication to prepare for away games. https://t.co/wBxCQ3s9hr https://t.co/wBxCQ3s9hr— Reuters Sports (@ReutersSports) March 13, 2025 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Christian Nörgaard er 31 árs gamall Dani sem hefur spilað með Brenford frá árinu 2019. Hann óttaðist að ánetjast svefntöflum eftir að hann fór að taka þær til að undirbúa sig sem best fyrir útileiki. Nörgaard segir að vandamálið hafi byrjað þegar hann lék enn með danska liðinu Bröndby. 🐝How Brentford helped midfielder Christian Norgaard avoid a sleeping pill addiction. Fascinating insight on @BBCSport https://t.co/4kz4GJbUS5— Nizaar Kinsella (@NizaarKinsella) March 13, 2025 „Ég mann vel eftir fyrsta skiptinu. Það var fyrir mikilvægan bikarleik í Danmörku og ég fór að hugsa: Ég svaf ekki vel og kem með þær hugsanir inn í leikinn: Hvað ef ég spila ekki vel vegna svefnleysisins,“ sagði Christian Nörgaard við breska ríkisútvarpið. „Ég fór að hugsa á sömu nótum fyrir næsta leik. Ég verð að sofa vel því annars verður þetta martraðarleikur fyrir mig. Ég þarf að komast í veg fyrir að lenda í sama veseni og síðast,“ sagði Nörgaard. Hann fór því að taka inn svefntöflur fyrir mikilvæga leiki til að ná að sofa nægilega vel. Nörgaard gerði sér á endanum grein fyrir vandamálinu og sótti sér aðstoð. Svefnlæknirinn Anna West kom honum til hjálpar og honum tókst að laga þetta án hjálpar svefnlyfjanna. Aaron Lennon, fyrrum leikmaður Tottenham Hotspur og Everton, kom fram árið 2023 og sagðist hafa farið í sex mánaða meðferð eftir að hafa ánetjast svefntöflum. Nörgaard hlustaði á sögu Lennon og fór þá að gera sér betur grein fyrir sínu vandamáli. „Það var erfitt að horfa á viðtalið við hann en það snerti mig líka. Þetta var tilfinningaríkt áhorf fyrir mann eins og mig sem var í vandræðum með þetta sjálfur. Ég hefði vel geta orðið háður þessum svefntöflum,“ sagði Nörgaard. „Þetta er vandamál sem fer oft undir radarinn. Ég held samt með því að vekja meiri athygli á þessu, ekki bara í fótboltanum heldur líka í lífinu sjálfur, þá sér fólk betur hversu mikilvægt er að passa sig á þessu,“ sagði Nörgaard. Brentford captain Christian Norgaard has said he feared becoming addicted to sleeping pills after taking the medication to prepare for away games. https://t.co/wBxCQ3s9hr https://t.co/wBxCQ3s9hr— Reuters Sports (@ReutersSports) March 13, 2025
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira