„Engin draumastaða“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2025 09:32 Gunnar Magnússon tekur við Haukum í sumar. Hann mun að líkindum mæta þeim í úrslitakeppninni með Aftureldingu í vor. Vísir/Lýður Gunnar Magnússon mun taka við sem þjálfari handboltaliðs Hauka öðru sinni í sumar þegar hann lýkur störfum hjá Aftureldingu. Vera má að liðin mætist í úrslitakeppninni áður en að þjálfaraskiptunum verður. Haukar tilkynntu í dag að Gunnar myndi taka við liðinu í sumar af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin ár. Gunnar tekur við í annað sinn en hann stýrði Haukum frá 2015 til 2020 en skipti það ár til Aftureldingar þar sem hann hefur verið árin fimm síðan. „Ferlið tekur alltaf sinn tíma og þetta ferli var bara flott og faglegt eins og Haukum sæmir. Ákvörðunin á endanum hjá mér var ekkert mjög erfið. Ég var þarna í fimm ár og átti frábært samstarf við fólkið þarna. Það er sama fólk í stjórn og voru þá, ég bara hlakka til að vinna með þeim aftur á næsta tímabili,“ segir Gunnar. Fimm ár virðist þá vera vitjunartími Gunnars í starfi, hann segir rétt að breyta til í sumar. „Ég hef aldrei farið í sjötta árið. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég hætti núna með Aftureldingu. Ég veit ekki hvað gerist á sjötta árinu. Ég skildi við Hauka í góðu og það var þá hugmynd að geta komið aftur. Ég get komið inn ferskur aftur núna,“ segir Gunnar. Mætast líklega í úrslitakeppninni Haukar og Afturelding eru sem stendur í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir. Líklegt er að liðin endi þar og mætist í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Gunnar muni því mæta verðandi liði sínu með allt undir. „Svona er því miður handboltinn. Leikmenn og þjálfarar gera samninga að vetri til fyrir næsta tímabil, þetta er svona bæði á Íslandi og erlendis. Það er engin draumastaða að mæta þeim í úrslitakeppninni en auðvitað er ég algjörlega á því að klára tímabilið með Aftureldingu á fullu. Það er einn titill í boði og við ætlum okkur að berjast um hann eins og alla hina,“ segir Gunnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Gunnar skiptir til Hauka í sumar Olís-deild karla Haukar Afturelding Handbolti Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Haukar tilkynntu í dag að Gunnar myndi taka við liðinu í sumar af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur stýrt liðinu undanfarin ár. Gunnar tekur við í annað sinn en hann stýrði Haukum frá 2015 til 2020 en skipti það ár til Aftureldingar þar sem hann hefur verið árin fimm síðan. „Ferlið tekur alltaf sinn tíma og þetta ferli var bara flott og faglegt eins og Haukum sæmir. Ákvörðunin á endanum hjá mér var ekkert mjög erfið. Ég var þarna í fimm ár og átti frábært samstarf við fólkið þarna. Það er sama fólk í stjórn og voru þá, ég bara hlakka til að vinna með þeim aftur á næsta tímabili,“ segir Gunnar. Fimm ár virðist þá vera vitjunartími Gunnars í starfi, hann segir rétt að breyta til í sumar. „Ég hef aldrei farið í sjötta árið. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ég hætti núna með Aftureldingu. Ég veit ekki hvað gerist á sjötta árinu. Ég skildi við Hauka í góðu og það var þá hugmynd að geta komið aftur. Ég get komið inn ferskur aftur núna,“ segir Gunnar. Mætast líklega í úrslitakeppninni Haukar og Afturelding eru sem stendur í fjórða og fimmta sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru eftir. Líklegt er að liðin endi þar og mætist í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Gunnar muni því mæta verðandi liði sínu með allt undir. „Svona er því miður handboltinn. Leikmenn og þjálfarar gera samninga að vetri til fyrir næsta tímabil, þetta er svona bæði á Íslandi og erlendis. Það er engin draumastaða að mæta þeim í úrslitakeppninni en auðvitað er ég algjörlega á því að klára tímabilið með Aftureldingu á fullu. Það er einn titill í boði og við ætlum okkur að berjast um hann eins og alla hina,“ segir Gunnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Gunnar skiptir til Hauka í sumar
Olís-deild karla Haukar Afturelding Handbolti Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira