Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2025 17:45 Hákon Arnar Haraldsson á ferðinni gegn Dortmund í vikunni, þegar Evrópuævintýri Lille lauk með 2-1 tapi. AP/Michel Euler Hákon Arnar Haraldsson, nýr varafyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er talinn þriðji verðmætasti leikmaður frönsku 1. deildarinnar, ef leikmenn PSG eru undanskildir. Eftir að hafa fótbrotnað í upphafi þessarar leiktíðar komst Hákon aftur á ferðina í lok nóvember og hefur síðan farið á kostum með liði sínu Lille, bæði í frönsku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann hefur því óhjákvæmilega hækkað í verði og samkvæmt rannsóknarhópnum CIES í Sviss, sem sérhæfir sig í tölfræðigreiningum í fótbolta, er Hákon nú metinn á 45,9 milljónir evra eða um 6,7 milljarða króna miðað við gengi dagsins. Top estimated transfer values, non-PSG 🇫🇷 #Ligue1 players 😎🥇 #EliesseBenSeghir 🇲🇦 €57.6m (#Transfermarkt €30m)🥈 #MasonGreenwood 🏴 €47.2m (TM €35m)🥉 #HakonArnarHaraldsson 🇮🇸 €45.9m (TM €9m)#Camara 🇸🇳 #Akliouche 🇫🇷 #Biereth 🇩🇰 #Andrey 🇧🇷 #Fofana 🇧🇪 #Vanderson 🇧🇷… pic.twitter.com/3M8VAvmSbu— CIES Football Obs (@CIES_Football) March 13, 2025 Það jafngildir í dag 38,6 milljónum punda sem er rétt undir verðinu sem Everton greiddi fyrir Gylfa Þór Sigurðsson 2017 en hann er dýrasti Íslendingur sögunnar eftir að hafa verið keyptur á 40 milljónir punda. Hákon, sem verður 22 ára í næsta mánuði, kom til Lille frá FC Kaupmannahöfn sumarið 2023 fyrir 15 milljónir evra. Samningur hans gildir til 2028. Hann er þó enn aðeins metinn á 9 milljónir evra hjá Transfermarkt, gagnabanka um fótboltamenn og samninga þeirra. Samkvæmt CIES eru aðeins tveir leikmenn utan PSG dýrari en Hákon í frönsku deildinni. Sá dýrasti er Eliesse Ben Seghir hjá Monaco, sem er 20 ára landsliðsmaður Marokkó, en næstur er Mason Greenwood, fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem nú er á mála hjá Marseille. Hákon hefur skorað fjögur mörk í sautján deildarleikjum með Lille sem er í 5. sæti frönsku deildarinnar, aðeins fjórum stigum frá 2. sætinu. Þá skoraði hann tvö mörk í tíu leikjum í Meistaradeild Evrópu þar sem Lille komst í 16-liða úrslit en féll úr keppni í gær eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Dortmund. Franski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. 13. mars 2025 10:31 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Eftir að hafa fótbrotnað í upphafi þessarar leiktíðar komst Hákon aftur á ferðina í lok nóvember og hefur síðan farið á kostum með liði sínu Lille, bæði í frönsku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann hefur því óhjákvæmilega hækkað í verði og samkvæmt rannsóknarhópnum CIES í Sviss, sem sérhæfir sig í tölfræðigreiningum í fótbolta, er Hákon nú metinn á 45,9 milljónir evra eða um 6,7 milljarða króna miðað við gengi dagsins. Top estimated transfer values, non-PSG 🇫🇷 #Ligue1 players 😎🥇 #EliesseBenSeghir 🇲🇦 €57.6m (#Transfermarkt €30m)🥈 #MasonGreenwood 🏴 €47.2m (TM €35m)🥉 #HakonArnarHaraldsson 🇮🇸 €45.9m (TM €9m)#Camara 🇸🇳 #Akliouche 🇫🇷 #Biereth 🇩🇰 #Andrey 🇧🇷 #Fofana 🇧🇪 #Vanderson 🇧🇷… pic.twitter.com/3M8VAvmSbu— CIES Football Obs (@CIES_Football) March 13, 2025 Það jafngildir í dag 38,6 milljónum punda sem er rétt undir verðinu sem Everton greiddi fyrir Gylfa Þór Sigurðsson 2017 en hann er dýrasti Íslendingur sögunnar eftir að hafa verið keyptur á 40 milljónir punda. Hákon, sem verður 22 ára í næsta mánuði, kom til Lille frá FC Kaupmannahöfn sumarið 2023 fyrir 15 milljónir evra. Samningur hans gildir til 2028. Hann er þó enn aðeins metinn á 9 milljónir evra hjá Transfermarkt, gagnabanka um fótboltamenn og samninga þeirra. Samkvæmt CIES eru aðeins tveir leikmenn utan PSG dýrari en Hákon í frönsku deildinni. Sá dýrasti er Eliesse Ben Seghir hjá Monaco, sem er 20 ára landsliðsmaður Marokkó, en næstur er Mason Greenwood, fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem nú er á mála hjá Marseille. Hákon hefur skorað fjögur mörk í sautján deildarleikjum með Lille sem er í 5. sæti frönsku deildarinnar, aðeins fjórum stigum frá 2. sætinu. Þá skoraði hann tvö mörk í tíu leikjum í Meistaradeild Evrópu þar sem Lille komst í 16-liða úrslit en féll úr keppni í gær eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Dortmund.
Franski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. 13. mars 2025 10:31 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. 13. mars 2025 10:31
Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35