Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2025 10:31 Marco Asensio hefur skorað sjö mörk í síðustu fimm leikjum sínum fyrir Aston Villa. ap/Darren Staples Ensku liðin Arsenal og Aston Villa flugu inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær. Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru hins vegar úr leik. Lítil sem engin spenna var fyrir seinni leik Arsenal og PSV Eindhoven enda unnu Skytturnar fyrri leikinn, 1-7. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, gerði þó nokkrar breytingar á liði sínu en það kom ekki að sök. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og Arsenal vann því einvígið, 9-3 samanlagt. Oleksandr Zinchenko kom Arsenal yfir á 6. mínútu en Ivan Perisic jafnaði fyrir PSV á 18. mínútu. Heimamenn náðu aftur forystunni á 37. mínútu þegar Declan Rice skoraði. Couhaib Driouech jafnaði svo fyrir PSV þegar tuttugu mínútur voru eftir og þar við sat. Líkt og Arsenal var Villa í afar góðri stöðu í rimmunni gegn Club Brugge eftir 1-3 sigur í fyrri leiknum í Belgíu. Hagur Villa vænkaðist enn frekar á 17. mínútu í leiknum í gær þegar Kyriani Sabbe, leikmaður Club Brugge, fékk rauða spjaldið. Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik skoraði Marco Asensio tvö mörk og Ian Maatsen eitt og Villa vann leikinn, 3-0, og einvígið, 6-1 samanlagt. Lille var yfir í hálfleik í leiknum gegn Borussia Dortmund eftir að Jonathan David skoraði strax á 5. mínútu. Emre Can jafnaði fyrir Dortmund á 54. mínútu og Maximilian Beier skoraði svo sigurmark liðsins ellefu mínútum síðar. Dortmund vann leikinn, 2-1, og einvígið, 3-2 samanlagt. Hákon lék fyrstu 83 mínúturnar í liði Lille. Hann skoraði mark Frakkanna í fyrri leiknum. Mörkin úr leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Arsenal 2-2 PSV og Aston Villa 3-0 Club Brugge Klippa: Lille 1-2 Dortmund Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Real Madrid sló Atlético Madrid úr leik á dramatískan hátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Um fátt var meira rætt eftir leik en spyrnu Juliáns Alvarez í vítakeppninni. 13. mars 2025 07:33 Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verða einu ensku liðin þar. 12. mars 2025 21:50 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Lítil sem engin spenna var fyrir seinni leik Arsenal og PSV Eindhoven enda unnu Skytturnar fyrri leikinn, 1-7. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, gerði þó nokkrar breytingar á liði sínu en það kom ekki að sök. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli og Arsenal vann því einvígið, 9-3 samanlagt. Oleksandr Zinchenko kom Arsenal yfir á 6. mínútu en Ivan Perisic jafnaði fyrir PSV á 18. mínútu. Heimamenn náðu aftur forystunni á 37. mínútu þegar Declan Rice skoraði. Couhaib Driouech jafnaði svo fyrir PSV þegar tuttugu mínútur voru eftir og þar við sat. Líkt og Arsenal var Villa í afar góðri stöðu í rimmunni gegn Club Brugge eftir 1-3 sigur í fyrri leiknum í Belgíu. Hagur Villa vænkaðist enn frekar á 17. mínútu í leiknum í gær þegar Kyriani Sabbe, leikmaður Club Brugge, fékk rauða spjaldið. Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik skoraði Marco Asensio tvö mörk og Ian Maatsen eitt og Villa vann leikinn, 3-0, og einvígið, 6-1 samanlagt. Lille var yfir í hálfleik í leiknum gegn Borussia Dortmund eftir að Jonathan David skoraði strax á 5. mínútu. Emre Can jafnaði fyrir Dortmund á 54. mínútu og Maximilian Beier skoraði svo sigurmark liðsins ellefu mínútum síðar. Dortmund vann leikinn, 2-1, og einvígið, 3-2 samanlagt. Hákon lék fyrstu 83 mínúturnar í liði Lille. Hann skoraði mark Frakkanna í fyrri leiknum. Mörkin úr leikjum gærdagsins í Meistaradeildinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Arsenal 2-2 PSV og Aston Villa 3-0 Club Brugge Klippa: Lille 1-2 Dortmund
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Real Madrid sló Atlético Madrid úr leik á dramatískan hátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Um fátt var meira rætt eftir leik en spyrnu Juliáns Alvarez í vítakeppninni. 13. mars 2025 07:33 Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verða einu ensku liðin þar. 12. mars 2025 21:50 Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Real Madrid sló Atlético Madrid úr leik á dramatískan hátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Um fátt var meira rætt eftir leik en spyrnu Juliáns Alvarez í vítakeppninni. 13. mars 2025 07:33
Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Ensku úrvalsdeildarliðin Aston Villa og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og verða einu ensku liðin þar. 12. mars 2025 21:50
Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Meistaradeildarævintýri Hákonar Arnars Haraldssonar og félagar hans í franska liðinu Lille lauk í kvöld eftir tap á heimavelli. 12. mars 2025 19:35