Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2025 06:32 Sir Jim Ratcliffe, hluteigandi í Manchester United, sést hér fyrir framan líkan af nýja Manchester United leikvanginum og umhverfi hans. @ManUtd Omar Berrada, framkvæmdastjóri Manchester United, fer ekkert í felur með það að sú ákvörðun félagsins að byggja nýjan stórglæsilegan leikvang gæti haft talsverð áhrif á rekstur félagsins á næstu árum. Manchester United tilkynnti í gær um að félagið ætli að byggja nýjan hundrað þúsund manna leikvang við hlið Old Trafford. Það er búist við því að þessi nýi leikvangur muni kosta meira en tvo milljarða punda eða meira en 353 milljarða íslenskra króna. Old Trafford tekur 74 þúsund manns í dag en hann er kominn til ára sinna og lítið hefur verið gert fyrir hann undanfarin ár. Hann hefur engu að síður verið heimavöllur félagsins frá árinu 1910. „Það er auðvitað áhætta í þessu og við gætum þurft að minnka peninginn sem við höfum til að eyða í nýja leikmenn. Það er samt eitthvað sem við munum samt reyna að forðast,“ sagði Omar Berrada við Reuters. "Game changer for our club, city and region" 💫Manchester United CEO Omar Berrada explains how and why they plan to build the 'most iconic' stadium 🏟️ pic.twitter.com/miXL9feg9I— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2025 Manchester United er aðeins í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þarf svo sannarlega á liðstyrk að halda í sumar ekki síst til að nýi þjálfarinn, Ruben Amorim, fá réttu leikmennina fyrir leikkerfið sem hann er harður á að spila. „Við viljum alls ekki hætta að fjárfesta í leikmannahópnum og við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæfir á meðan við byggjum nýja leikvanginn,“ sagði Berrada. „Allt sem við höfum verið að gera undanfarna mánuði er bara að bregðast við ástandinu í félaginu í dag sem var það að félagið var að blæða peningum. Þetta eru auðvitað mjög erfiðar ákvarðanir og við hötum það að sjá fólk missa vinnuna,“ sagði Berrada. „Um leið og við hættum að tapa peningum þá getum við farið að koma okkur á betri stað fjárhagslega. Þá höldum við áfram að fjárfesta í liðinu og svo auðvitað að geta hafa það metnaðarfulla markmið að byggja nýjan leikvang,“ sagði Berrada. Hann hefur líka mikla trú á portúgalska þjálfaranum Ruben Amorim eins og eigandinn Sir Jim Ratcliffe. „Ég myndi elska það að opna nýjan leikvang með Ruben enn sem þjálfara liðsins,“ sagði Berrada. Our house. Your home 🏡🥰Omar Berrada explains how our new stadium will keep fans at its heart ❤️#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 11, 2025 Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Manchester United tilkynnti í gær um að félagið ætli að byggja nýjan hundrað þúsund manna leikvang við hlið Old Trafford. Það er búist við því að þessi nýi leikvangur muni kosta meira en tvo milljarða punda eða meira en 353 milljarða íslenskra króna. Old Trafford tekur 74 þúsund manns í dag en hann er kominn til ára sinna og lítið hefur verið gert fyrir hann undanfarin ár. Hann hefur engu að síður verið heimavöllur félagsins frá árinu 1910. „Það er auðvitað áhætta í þessu og við gætum þurft að minnka peninginn sem við höfum til að eyða í nýja leikmenn. Það er samt eitthvað sem við munum samt reyna að forðast,“ sagði Omar Berrada við Reuters. "Game changer for our club, city and region" 💫Manchester United CEO Omar Berrada explains how and why they plan to build the 'most iconic' stadium 🏟️ pic.twitter.com/miXL9feg9I— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 11, 2025 Manchester United er aðeins í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og þarf svo sannarlega á liðstyrk að halda í sumar ekki síst til að nýi þjálfarinn, Ruben Amorim, fá réttu leikmennina fyrir leikkerfið sem hann er harður á að spila. „Við viljum alls ekki hætta að fjárfesta í leikmannahópnum og við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæfir á meðan við byggjum nýja leikvanginn,“ sagði Berrada. „Allt sem við höfum verið að gera undanfarna mánuði er bara að bregðast við ástandinu í félaginu í dag sem var það að félagið var að blæða peningum. Þetta eru auðvitað mjög erfiðar ákvarðanir og við hötum það að sjá fólk missa vinnuna,“ sagði Berrada. „Um leið og við hættum að tapa peningum þá getum við farið að koma okkur á betri stað fjárhagslega. Þá höldum við áfram að fjárfesta í liðinu og svo auðvitað að geta hafa það metnaðarfulla markmið að byggja nýjan leikvang,“ sagði Berrada. Hann hefur líka mikla trú á portúgalska þjálfaranum Ruben Amorim eins og eigandinn Sir Jim Ratcliffe. „Ég myndi elska það að opna nýjan leikvang með Ruben enn sem þjálfara liðsins,“ sagði Berrada. Our house. Your home 🏡🥰Omar Berrada explains how our new stadium will keep fans at its heart ❤️#MUFC— Manchester United (@ManUtd) March 11, 2025
Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira