Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 12. mars 2025 17:30 Með nýju stjórnarfrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um sorgarleyfi er stigið mikilvægt skref til að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum. Hingað til hefur sorgarleyfi aðallega tekið til foreldra sem missa barn, meðal annars við andvana fæðingu eða fósturlát. Nýja frumvarpið stækkar hins vegar verulega þann hóp sem fær stuðning þegar harmur steðjar að og veitir einnig foreldri sem missir maka allt að sex mánaða sorgarleyfi. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir fjölskyldur þar sem börn eru á heimilinu, enda getur foreldri þurft mikinn tíma og rými til að styðja barnið sitt og vinna úr eigin sorg. Frumvarpið kveður einnig á um lengingu á leyfi eftir andvana fæðingu í sex mánuði, og eftir fósturlát lengist það í þrjá mánuði. Þessar breytingar endurspegla aukinn skilning á því hversu mikil áhrif barnsmissir getur haft á foreldra, bæði líkamlega og andlega. Sorgin tekur alfarið yfir, svo mikið að einstaklingurinn sem syrgir er ófær um að taka ákvarðanir og gera áætlanir. Í sorgarferli getur verið ótrúlega erfitt að gera einföldustu hluti. Tíminn er sagður lækna öll sár þótt hann geri það ekki, en sannarlega mildar tíminn sársauka. Þess vegna skiptir svo miklu máli fyrst eftir missi að fólk sem syrgir fái næði og tíma til að vera í sorginni á sínum forsendum. Samfélagið þarf að standa að baki einstaklingunum sem glíma við sorg og missi. Það er sýnt með því að leggja fram þetta frumvarp. Nú erum við, samfélagið, eins og vinurinn góði; sem sýnir skilning, þolinmæði og veit að það er engin ein rétt leið við að syrgja. Það getur tekið fólk mislangan tíma og hver gerir það á sinn hátt. Þetta frumvarp er afar mikilvægt skref og með því er samkennd og manneskjan í fyrirrúmi. Allir geta lent í þessum sporum. Andlát gera oft ekki nein boð á undan sér eins og við öll vitum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Sorg Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Með nýju stjórnarfrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra um sorgarleyfi er stigið mikilvægt skref til að styðja fjölskyldur í erfiðum aðstæðum. Hingað til hefur sorgarleyfi aðallega tekið til foreldra sem missa barn, meðal annars við andvana fæðingu eða fósturlát. Nýja frumvarpið stækkar hins vegar verulega þann hóp sem fær stuðning þegar harmur steðjar að og veitir einnig foreldri sem missir maka allt að sex mánaða sorgarleyfi. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir fjölskyldur þar sem börn eru á heimilinu, enda getur foreldri þurft mikinn tíma og rými til að styðja barnið sitt og vinna úr eigin sorg. Frumvarpið kveður einnig á um lengingu á leyfi eftir andvana fæðingu í sex mánuði, og eftir fósturlát lengist það í þrjá mánuði. Þessar breytingar endurspegla aukinn skilning á því hversu mikil áhrif barnsmissir getur haft á foreldra, bæði líkamlega og andlega. Sorgin tekur alfarið yfir, svo mikið að einstaklingurinn sem syrgir er ófær um að taka ákvarðanir og gera áætlanir. Í sorgarferli getur verið ótrúlega erfitt að gera einföldustu hluti. Tíminn er sagður lækna öll sár þótt hann geri það ekki, en sannarlega mildar tíminn sársauka. Þess vegna skiptir svo miklu máli fyrst eftir missi að fólk sem syrgir fái næði og tíma til að vera í sorginni á sínum forsendum. Samfélagið þarf að standa að baki einstaklingunum sem glíma við sorg og missi. Það er sýnt með því að leggja fram þetta frumvarp. Nú erum við, samfélagið, eins og vinurinn góði; sem sýnir skilning, þolinmæði og veit að það er engin ein rétt leið við að syrgja. Það getur tekið fólk mislangan tíma og hver gerir það á sinn hátt. Þetta frumvarp er afar mikilvægt skref og með því er samkennd og manneskjan í fyrirrúmi. Allir geta lent í þessum sporum. Andlát gera oft ekki nein boð á undan sér eins og við öll vitum. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar