Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. mars 2025 17:18 Guðni hóf störf sem prófessor við Háskóla Íslands eftir að hann lauk embættissetu sinni sem forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Rektor Háskóla Íslands hefur ákveðið, að höfðu samráði við forseta Hugvísindasviðs, að Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands og prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, verði prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar við háskólann. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands, þar sem segir að Guðni taki við starfinu þann 1. júlí. Starfið byggi á grunni þingsályktunartillögu frá Alþingi árið 2011, á 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar og aldarafmæli Háskóla Íslands, en meðal lykilverkefna prófessorsins er að standa að árlegum ráðstefnum og námskeiðum í sumarháskóla á Hrafnseyri. „Mér þykir vænt um að taka við þessu merka prófessorsstarfi og vonast til að geta haldið áfram því góða starfi sem Guðmundur Hálfdanarson hefur sinnt. Ég hlakka til samstarfs við heimafólk vestra, ekki síst á vettvangi Háskólaseturs Vestfjarða,“ er haft eftir Guðna Th. Jóhannessyni í fréttatilkynningu. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur gegnt starfinu frá 1. apríl 2012. Í tilkynningu segir að á síðustu þrettán árum hafi hann komið að og styrkt ýmis verkefni í samstarfi við stofnanir og einstaklinga á Vestfjörðum, svo sem fornleifarannsóknir og sumarnámskeið á Hrafnseyri, ráðstefnur á Ísafirði, m.a. í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða, og starfsemi Tungumálatöfra á Ísafirði. „Það er afar mikill fengur fyrir Háskóla Íslands að fá fyrrverandi forseta, Guðna Th. Jóhannesson, til að taka að sér þetta hlutverk enda býr hann yfir einstakri þekkingu og reynslu sem mun nýtast afar vel í þessu starfi, ekki síst með tilliti til starfseminnar á Vestfjörðum. Ég vil jafnframt þakka Guðmundi Hálfdanarsyni fyrir hans frábæra starf á undanförnum árum sem Jóns Sigurðssonar prófessor,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni rektor HÍ í fréttatilkynningu. Háskólar Forseti Íslands Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Háskóla Íslands, þar sem segir að Guðni taki við starfinu þann 1. júlí. Starfið byggi á grunni þingsályktunartillögu frá Alþingi árið 2011, á 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar og aldarafmæli Háskóla Íslands, en meðal lykilverkefna prófessorsins er að standa að árlegum ráðstefnum og námskeiðum í sumarháskóla á Hrafnseyri. „Mér þykir vænt um að taka við þessu merka prófessorsstarfi og vonast til að geta haldið áfram því góða starfi sem Guðmundur Hálfdanarson hefur sinnt. Ég hlakka til samstarfs við heimafólk vestra, ekki síst á vettvangi Háskólaseturs Vestfjarða,“ er haft eftir Guðna Th. Jóhannessyni í fréttatilkynningu. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, hefur gegnt starfinu frá 1. apríl 2012. Í tilkynningu segir að á síðustu þrettán árum hafi hann komið að og styrkt ýmis verkefni í samstarfi við stofnanir og einstaklinga á Vestfjörðum, svo sem fornleifarannsóknir og sumarnámskeið á Hrafnseyri, ráðstefnur á Ísafirði, m.a. í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða, og starfsemi Tungumálatöfra á Ísafirði. „Það er afar mikill fengur fyrir Háskóla Íslands að fá fyrrverandi forseta, Guðna Th. Jóhannesson, til að taka að sér þetta hlutverk enda býr hann yfir einstakri þekkingu og reynslu sem mun nýtast afar vel í þessu starfi, ekki síst með tilliti til starfseminnar á Vestfjörðum. Ég vil jafnframt þakka Guðmundi Hálfdanarsyni fyrir hans frábæra starf á undanförnum árum sem Jóns Sigurðssonar prófessor,“ er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni rektor HÍ í fréttatilkynningu.
Háskólar Forseti Íslands Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Sjá meira