Orri nýr fyrirliði Íslands Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 13:24 Orri Óskarsson tekur við fyrirliðabandinu af Jóhanni Berg Guðmundssyni. vísir/Hulda Margrét Orri Óskarsson, hinn tvítugi framherji Real Sociedad, er orðinn nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Þetta tilkynnti Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, í dag. Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið fyrirliði Íslands síðustu misseri en getur ekki tekið þátt í leikjunum í Kósovó vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson, sem er í hópnum núna, var landsliðsfyrirliði í mörg ár en nú eru aðrir teknir við bandinu. Arnar sagði að Hákon Arnar Haraldsson yrði varafyrirliði. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að nýr fyrirliði sé fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Að hann komi frá okkar gullkynslóð. Ég skynja að þeir eru tilbúnir að taka við keflinu. Þeir vilja fá rödd. Vera töffarar. Ég er að afhenda þeim þessa ábyrgð núna, að leiða okkur inn í framtíðina,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir“ Arnar viðurkenndi að eldri leikmenn liðsins væru ekkert allt of ánægðir með þessa niðurstöðu en benti á að að þeir yrðu áfram fyrirliðar í eðli sínu. „Aron er frábær karakter, eins og þið vitið öll. Aron, Jói, Sverrir og fleiri af þessum eldri leikmönnum þurfa ekkert fyrirliðabandið í mínum augum, til að vera leiðtogar þessa hóps. Þeir eru leiðtogar á annan hátt. Núna er kominn tími á þá að gefa af sér, miðla af sér, og styðja okkar ungu, nýju leiðtoga í þeirra krefjandi verkefnum,“ sagði Arnar og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir, það væri lygi, en menn sýndu skilning og þroska og stuðning. Það er það eina sem ég gat beðið um á þessari stundu, þegar ég tilkynnti þeim að ákveðið hefði verið að fara nýja braut.“ Orri lék sína fyrstu A-landsleiki í september 2023 og hefur nú spilað 14 leiki og skorað í þeim fimm mörk. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið fyrirliði Íslands síðustu misseri en getur ekki tekið þátt í leikjunum í Kósovó vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson, sem er í hópnum núna, var landsliðsfyrirliði í mörg ár en nú eru aðrir teknir við bandinu. Arnar sagði að Hákon Arnar Haraldsson yrði varafyrirliði. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að nýr fyrirliði sé fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Að hann komi frá okkar gullkynslóð. Ég skynja að þeir eru tilbúnir að taka við keflinu. Þeir vilja fá rödd. Vera töffarar. Ég er að afhenda þeim þessa ábyrgð núna, að leiða okkur inn í framtíðina,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir“ Arnar viðurkenndi að eldri leikmenn liðsins væru ekkert allt of ánægðir með þessa niðurstöðu en benti á að að þeir yrðu áfram fyrirliðar í eðli sínu. „Aron er frábær karakter, eins og þið vitið öll. Aron, Jói, Sverrir og fleiri af þessum eldri leikmönnum þurfa ekkert fyrirliðabandið í mínum augum, til að vera leiðtogar þessa hóps. Þeir eru leiðtogar á annan hátt. Núna er kominn tími á þá að gefa af sér, miðla af sér, og styðja okkar ungu, nýju leiðtoga í þeirra krefjandi verkefnum,“ sagði Arnar og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir, það væri lygi, en menn sýndu skilning og þroska og stuðning. Það er það eina sem ég gat beðið um á þessari stundu, þegar ég tilkynnti þeim að ákveðið hefði verið að fara nýja braut.“ Orri lék sína fyrstu A-landsleiki í september 2023 og hefur nú spilað 14 leiki og skorað í þeim fimm mörk.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06