Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Lovísa Arnardóttir skrifar 11. mars 2025 15:31 Næsta eldgos gæti orðið stærra eða sambærilegt eldgosinu sem varð í ágúst í fyrra. Vísir/Vilhelm Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli. Samhliða kvikusöfnuninni hefur jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni farið smám saman vaxandi og er svipuð og var fyrir eldgosið í nóvember. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftavirknin frá síðustu goslokum hafi verið aðeins austar en í aðdraganda gossins sem hófst 20. nóvember 2024. „Jarðskjálftarnir austan við Sundhnúksgígaröðina eru líklega gikkskjálftar af völdum vaxandi þrýstings vegna kvikusöfnunar, en ekki endilega vísbending um líklegan uppkomustað eldgoss þó að ekki sé hægt að útiloka það. Ítarlegri greining á jarðskjálftagögnunum sem er í gangi gæti varpað skýrara ljósi á orsök þessarar breytingar í staðsetningu jarðskjálftanna,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Myndin sýnir jarðskjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina frá 8. september 2024 til dagsins í dag 11. mars. Gögnin sýna því bæði jarðskjálftavirkni á milli eldgossins sem lauk 8. september og þess sem hófst 20. nóvember og tímabilið frá síðustu goslokum til dagsins í dag. Á kortinu eru grænir hringir staðsetningar skjálfta í aðdraganda eldgossins sem hófst 20. nóvember 2024 og rauðir hringir eru jarðskjálftar síðustu vikna. Hraunbreiða síðasta eldgoss er sýnd með gráu þekjunni og dökkrauðar línur sýna staðsetningu gossprungna í þeim eldgosum sem hafa orðið á svæðinu síðan í desember 2023. Veðurstofan Þar segir einnig að líklegasta sviðsmyndin sé að þetta kvikusöfnunartímabil endi með kvikuhlaupi og eldgosi. Gert er ráð fyrir því að eldgos hefjist með mjög skömmum fyrirvara. Það verður þá áttunda eldgosið sem hefst á Sundhnúksgígaröðinni frá því við lok árs 2023. Síðasta eldgos sem stóð í 18 daga lauk 8. desember og því eru liðnir rúmlega þrír mánuðir frá því að gosi lauk. Þetta er lengsta kvikusöfnunartímabil í þessari eldgosahrinu á Sundhnúksgígaröðinni en í dag eru 111 dagar frá því að síðasta eldgos hófst þar þann 20. nóvember 2024. Grafið sýnir lengd kvikusöfnunartímabila (bláar súlur) í aðdraganda eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni síðan desember 2023 og rúmmál hraunbreiðanna (appelsínugular súlur) sem mynduðust í þeim. Bláu súlurnar sýna að tíminn á milli eldgosanna hefur farið vaxandi síðan í mars 2024. Rúmmál eldgosanna fór einnig vaxandi þar til í ágúst 2024 en fyrir eldgosið í nóvember 2024 náði rúmmál kviku undir Svartsengi ekki fyrra magni áður en það kom til eldgoss eins og það hefur gert í dag.Veðurstofan Rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi á þessu tímabili er það mesta sem hefur verið áætlað í kvikuhólfinu frá upphafi þessarar goshrinu í desember 2023. Þess vegna er mögulegt að ef til eldgoss kemur á næstu dögum eða vikum geti það orðið sambærilegt eða stærra en eldgosið í ágúst 2024 sem er það stærsta hingað til að rúmmáli. Byggt á fyrri atburðum mun stærð mögulegs eldgoss þó ráðast af því hversu mikil kvika losnar úr kvikuhólfinu þegar eldgos byrjar. Að svo stöddu er erfitt að segja til um stærð næsta atburðar með vissu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Samhliða kvikusöfnuninni hefur jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni farið smám saman vaxandi og er svipuð og var fyrir eldgosið í nóvember. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftavirknin frá síðustu goslokum hafi verið aðeins austar en í aðdraganda gossins sem hófst 20. nóvember 2024. „Jarðskjálftarnir austan við Sundhnúksgígaröðina eru líklega gikkskjálftar af völdum vaxandi þrýstings vegna kvikusöfnunar, en ekki endilega vísbending um líklegan uppkomustað eldgoss þó að ekki sé hægt að útiloka það. Ítarlegri greining á jarðskjálftagögnunum sem er í gangi gæti varpað skýrara ljósi á orsök þessarar breytingar í staðsetningu jarðskjálftanna,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Myndin sýnir jarðskjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina frá 8. september 2024 til dagsins í dag 11. mars. Gögnin sýna því bæði jarðskjálftavirkni á milli eldgossins sem lauk 8. september og þess sem hófst 20. nóvember og tímabilið frá síðustu goslokum til dagsins í dag. Á kortinu eru grænir hringir staðsetningar skjálfta í aðdraganda eldgossins sem hófst 20. nóvember 2024 og rauðir hringir eru jarðskjálftar síðustu vikna. Hraunbreiða síðasta eldgoss er sýnd með gráu þekjunni og dökkrauðar línur sýna staðsetningu gossprungna í þeim eldgosum sem hafa orðið á svæðinu síðan í desember 2023. Veðurstofan Þar segir einnig að líklegasta sviðsmyndin sé að þetta kvikusöfnunartímabil endi með kvikuhlaupi og eldgosi. Gert er ráð fyrir því að eldgos hefjist með mjög skömmum fyrirvara. Það verður þá áttunda eldgosið sem hefst á Sundhnúksgígaröðinni frá því við lok árs 2023. Síðasta eldgos sem stóð í 18 daga lauk 8. desember og því eru liðnir rúmlega þrír mánuðir frá því að gosi lauk. Þetta er lengsta kvikusöfnunartímabil í þessari eldgosahrinu á Sundhnúksgígaröðinni en í dag eru 111 dagar frá því að síðasta eldgos hófst þar þann 20. nóvember 2024. Grafið sýnir lengd kvikusöfnunartímabila (bláar súlur) í aðdraganda eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni síðan desember 2023 og rúmmál hraunbreiðanna (appelsínugular súlur) sem mynduðust í þeim. Bláu súlurnar sýna að tíminn á milli eldgosanna hefur farið vaxandi síðan í mars 2024. Rúmmál eldgosanna fór einnig vaxandi þar til í ágúst 2024 en fyrir eldgosið í nóvember 2024 náði rúmmál kviku undir Svartsengi ekki fyrra magni áður en það kom til eldgoss eins og það hefur gert í dag.Veðurstofan Rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi á þessu tímabili er það mesta sem hefur verið áætlað í kvikuhólfinu frá upphafi þessarar goshrinu í desember 2023. Þess vegna er mögulegt að ef til eldgoss kemur á næstu dögum eða vikum geti það orðið sambærilegt eða stærra en eldgosið í ágúst 2024 sem er það stærsta hingað til að rúmmáli. Byggt á fyrri atburðum mun stærð mögulegs eldgoss þó ráðast af því hversu mikil kvika losnar úr kvikuhólfinu þegar eldgos byrjar. Að svo stöddu er erfitt að segja til um stærð næsta atburðar með vissu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira