Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2025 13:46 Spænski miðjumaðurinn Mikel Merino hefur leyst stöðu framherja hjá Arsenal í síðustu leikjum. afp/Paul ELLIS Jamie Carragher segir að stærsta vandamál Arsenal sé ekki skorturinn á hreinræktuðum framherja. Liðið þurfi fleiri skapandi leikmenn sem geti búið til betri færi. Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn. Liðið er án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum og hefur aðeins skorað eitt mark í þeim. Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 55 stig, fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Nokkrir sóknarmenn eru á meiðslalistanum hjá Arsenal, þar á meðal Bukayo Saka, Kai Havertz og Gabriel Jesus. Bent hefur verið á að Arsenal vanti hreinræktaðan framherja til að taka næsta skref. Carragher segir að skortur á slíkum leikmanni sé ekki aðalveikleiki Arsenal. „Gleymdu því að fá inn framherja. Það fyrsta sem þeir þurfa að gera er að fá fleiri skapandi leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef Arsenal hefði haft framherja, til dæmis Erling Haaland, hefðu þeir skorað fleiri mörk? Auðvitað, því hann er afburða framherji og frábær í að klára færin sín. En miðað við síðustu þrjá leiki Arsenal og færin sem þeir fengu breytir Erling Haaland engu.“ Þótt Arsenal hafi gengið illa að skora í undanförnum leikjum í ensku úrvalsdeildinni skoraði liðið sjö mörk gegn PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Liðin mætast öðru sinni annað kvöld. Ef Arsenal kemst áfram, sem allar líkur eru á eftir 1-7 sigur í fyrri leiknum, mætir liðið sigurvegaranum úr rimmu Real Madrid og Atlético Madrid. Enski boltinn Tengdar fréttir Arteta gekk út úr viðtali Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports. 10. mars 2025 09:02 Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn. Liðið er án sigurs í síðustu þremur deildarleikjum og hefur aðeins skorað eitt mark í þeim. Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 55 stig, fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool. Nokkrir sóknarmenn eru á meiðslalistanum hjá Arsenal, þar á meðal Bukayo Saka, Kai Havertz og Gabriel Jesus. Bent hefur verið á að Arsenal vanti hreinræktaðan framherja til að taka næsta skref. Carragher segir að skortur á slíkum leikmanni sé ekki aðalveikleiki Arsenal. „Gleymdu því að fá inn framherja. Það fyrsta sem þeir þurfa að gera er að fá fleiri skapandi leikmenn,“ sagði Carragher. „Ef Arsenal hefði haft framherja, til dæmis Erling Haaland, hefðu þeir skorað fleiri mörk? Auðvitað, því hann er afburða framherji og frábær í að klára færin sín. En miðað við síðustu þrjá leiki Arsenal og færin sem þeir fengu breytir Erling Haaland engu.“ Þótt Arsenal hafi gengið illa að skora í undanförnum leikjum í ensku úrvalsdeildinni skoraði liðið sjö mörk gegn PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Liðin mætast öðru sinni annað kvöld. Ef Arsenal kemst áfram, sem allar líkur eru á eftir 1-7 sigur í fyrri leiknum, mætir liðið sigurvegaranum úr rimmu Real Madrid og Atlético Madrid.
Enski boltinn Tengdar fréttir Arteta gekk út úr viðtali Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports. 10. mars 2025 09:02 Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31 „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Arteta gekk út úr viðtali Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports. 10. mars 2025 09:02
Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 9. mars 2025 22:31
„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. 9. mars 2025 19:32