Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2025 23:22 Steven Gerrard komst aldrei nær því að vinna titilinn en vorið 2014. Þá rann hann á hausinn og gaf Chelsea mark í tapi á Anfield. Tapið kostaði Liverpool titilinn. Getty/Andrew Powell Steven Gerrard er einn dáðasti leikmaðurinn í sögu Liverpool en hann náði því aldrei að verða enskur meistari eins og stuðningsmenn hinna liðanna eru duglegir að minna Liverpool stuðningsmenn á. Gerrard spilaði með aðalliði Liverpool í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann vann Meistaradeildina einu sinni, enska bikarinn tvisvar, UEFA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn þrisvar. Það komu því nóg af stórum titlum í hús og hann var lykilleikmaður í þeim öllum. Gerrard skoraði 185 mörk í 710 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool. Honum tókst hins vegar aldrei að verða enskur meistari en Liverpool vann ekki titilinn í þrjátíu ár eða frá 1990 til 2020. Gerrard var vissulega margra manna maki inn á miðju Liverpool liðsins en besti árangur hans í deildinni varð annað sætið sem hann náði í þrígang. Sárast var það tímabilið 2013-14 þegar hann gerði stór mistök sem kostaði tap á heimavelli á móti Chelsea. Fyrir vikið missti Liverpool af enska meistaratitlinum til Manchester City. Í dag er Liverpool svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn 2025 enda með fimmtán stiga forystu á toppi deildarinnar þegar níu leikir eru eftir. Stuðningsmenn Liverpool er auðvitað sigurvissir en um leið svolítið sárir yfir stríðninni sem Gerrard (og kannski þeir líka) hafa þurft að þola þegar kemur að umræðunni um besta leikmanninn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þegar þeir hafa nefnt nafn Gerrard þá var svarið alltaf það sama: En hann varð aldrei enskur meistari. Það má sjá þá á samfélagsmiðlum reyna að koma því í eitthvað ferli að Gerrard fái að taka þátt í þessu titlatímabili með Liverpool. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja fá Gerrard inn í þjálfarateymið en aðrir ganga enn lengra og vilja hreinlega skipta honum inn á í fimm leikjum til að hann fá loksins verðlaunapeninginn um hálsinn. Hvort þetta séu fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna þá segir hún margt um hugarfar þeirra til einnar stærstu goðsagnar í sögu félagsins. Það er mjög sárt fyrir marga að Gerrard hafi aldrei orðið meistari ekki síst hann sjálfan. Það er jafnframt ljóst að enginn vill fá enska meistaratitilinn gefins. Þú vilt vinna fyrir honum inn á vellinum eins og núverandi leikmenn Liverpool hafa gert í allan vetur. Líkurnar eru því afar litlar að umræddum stuðningsmönnum Liverpool verði að ósk sinni. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__) Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira
Gerrard spilaði með aðalliði Liverpool í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann vann Meistaradeildina einu sinni, enska bikarinn tvisvar, UEFA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn þrisvar. Það komu því nóg af stórum titlum í hús og hann var lykilleikmaður í þeim öllum. Gerrard skoraði 185 mörk í 710 leikjum í öllum keppnum fyrir Liverpool. Honum tókst hins vegar aldrei að verða enskur meistari en Liverpool vann ekki titilinn í þrjátíu ár eða frá 1990 til 2020. Gerrard var vissulega margra manna maki inn á miðju Liverpool liðsins en besti árangur hans í deildinni varð annað sætið sem hann náði í þrígang. Sárast var það tímabilið 2013-14 þegar hann gerði stór mistök sem kostaði tap á heimavelli á móti Chelsea. Fyrir vikið missti Liverpool af enska meistaratitlinum til Manchester City. Í dag er Liverpool svo gott sem búið að tryggja sér enska meistaratitilinn 2025 enda með fimmtán stiga forystu á toppi deildarinnar þegar níu leikir eru eftir. Stuðningsmenn Liverpool er auðvitað sigurvissir en um leið svolítið sárir yfir stríðninni sem Gerrard (og kannski þeir líka) hafa þurft að þola þegar kemur að umræðunni um besta leikmanninn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Þegar þeir hafa nefnt nafn Gerrard þá var svarið alltaf það sama: En hann varð aldrei enskur meistari. Það má sjá þá á samfélagsmiðlum reyna að koma því í eitthvað ferli að Gerrard fái að taka þátt í þessu titlatímabili með Liverpool. Sumir stuðningsmenn Liverpool vilja fá Gerrard inn í þjálfarateymið en aðrir ganga enn lengra og vilja hreinlega skipta honum inn á í fimm leikjum til að hann fá loksins verðlaunapeninginn um hálsinn. Hvort þetta séu fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna þá segir hún margt um hugarfar þeirra til einnar stærstu goðsagnar í sögu félagsins. Það er mjög sárt fyrir marga að Gerrard hafi aldrei orðið meistari ekki síst hann sjálfan. Það er jafnframt ljóst að enginn vill fá enska meistaratitilinn gefins. Þú vilt vinna fyrir honum inn á vellinum eins og núverandi leikmenn Liverpool hafa gert í allan vetur. Líkurnar eru því afar litlar að umræddum stuðningsmönnum Liverpool verði að ósk sinni. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__)
Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira