Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2025 14:50 Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/skjáskot Dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, hefur verið skipuð formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu næstu fjögur árin. Lögmennirnir Flosi Hrafn Sigurðsson og Kristín Edwald lögmaður verða með Margréti í nefndinni. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Skúli Þór Gunnsteinsson lætur af störfum sem formaður nefndarinnar og Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður sömuleiðis. Kristín Edwald heldur áfram störfum fyrir nefndina. Margrét og Flosi, sem koma inn í nefndina, hafa verið varamenn í nefndinni undanfarin fjögur ár. Ábendingar frá almennum borgurum Nefndin hefur það hlutverk að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Nefndin tekur við kærum á hendur starfsmönnum lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans og tekur til meðferðar kvartanir vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Þá hefur nefndin heimild til að taka atvik og verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði þegar hún telur tilefni til. Samkvæmt 2. mgr. 35. gr. lögreglulaga skal nefnd um eftirlit með störfum lögreglu skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara og skulu nefndarmenn hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar en hinir tveir skulu tilnefndir, annars vegar af Mannréttindaskrifstofu Íslands og hins vegar af Lögmannafélagi Íslands. Varamenn eru tilnefndir og skipaðir á sama hátt. Nefndarmenn skulu skipaðir til fjögurra ára í senn. Flosi Hrafn er tilnefndur af Mannréttindaskrifstofu Íslands en Kristín af Lögmannafélaginu. Varamaður Margrétar verður dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, og aðrir varamenn verða Þorbjörg Inga, lögmaður, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands og Elimar Hauksson, lögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands. Vistaskipti Lögmennska Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Skúli Þór Gunnsteinsson lætur af störfum sem formaður nefndarinnar og Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður sömuleiðis. Kristín Edwald heldur áfram störfum fyrir nefndina. Margrét og Flosi, sem koma inn í nefndina, hafa verið varamenn í nefndinni undanfarin fjögur ár. Ábendingar frá almennum borgurum Nefndin hefur það hlutverk að taka við tilkynningum frá borgurum sem varða ætlaða refsiverða háttsemi starfsmanns lögreglu, starfsaðferðir lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Nefndin tekur við kærum á hendur starfsmönnum lögreglu fyrir ætlað refsivert brot við framkvæmd starfa hans og tekur til meðferðar kvartanir vegna starfsaðferða lögreglu eða framkomu starfsmanns lögreglu. Þá hefur nefndin heimild til að taka atvik og verklag lögreglu til skoðunar að eigin frumkvæði þegar hún telur tilefni til. Samkvæmt 2. mgr. 35. gr. lögreglulaga skal nefnd um eftirlit með störfum lögreglu skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara og skulu nefndarmenn hafa lokið embættis- eða meistaraprófi í lögfræði. Ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar en hinir tveir skulu tilnefndir, annars vegar af Mannréttindaskrifstofu Íslands og hins vegar af Lögmannafélagi Íslands. Varamenn eru tilnefndir og skipaðir á sama hátt. Nefndarmenn skulu skipaðir til fjögurra ára í senn. Flosi Hrafn er tilnefndur af Mannréttindaskrifstofu Íslands en Kristín af Lögmannafélaginu. Varamaður Margrétar verður dr. Hafsteinn Dan Kristjánsson, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, og aðrir varamenn verða Þorbjörg Inga, lögmaður, tilnefnd af Mannréttindaskrifstofu Íslands og Elimar Hauksson, lögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands.
Vistaskipti Lögmennska Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira