Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Valur Páll Eiríksson skrifar 10. mars 2025 15:30 Adams hefur fundið sér nýtt félag en Allen og Garrett fá metháar fjárhæðir. Samsett/Getty Gengið hefur á ýmsu síðustu daga á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar. Stærstu samningar sögunnar hafa verið undirritaðir sem og rándýr leikmannaskipti. Þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum við Buffalo Bills hefur leikstjórnandinn Josh Allen gengið frá nýjum sex ára samningi upp á 330 milljónir Bandaríkjadala. Þar af eru 250 milljónir tryggðar, og mun Allen því fá þá upphæð sama hvað. Þar með bæta Bills og Allen metið yfir hæstu tryggðu upphæð sem leikmaður fær í laun. Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns, átti fyrra met með 230 milljónir dala tryggðar. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys, er með 229,4 milljónir tryggðar og Joe Burrow í Cincinnati Bengals með 219 milljónir. Fái Allen allar 330 milljónirnar greiddar næstu sex árin fær hann að meðaltali 150 þúsund dali á dag. Það eru rúmlega 20 milljónir króna í dagslaun. Josh Allen fékk tveggja ára framlengingu þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum í Buffalo.Perry Knotts/Getty Images Alls hafa NFL-lið skuldbundið sig við launagreiðslur upp á 900 milljónir dala síðustu daga. Söguleg tíðindi urðu í Cleveland þar sem Myles Garrett, sem var orðaður við Buffalo Bills, fékk stærsta samning sem nokkur leikmaður, annar en leikstjórnandi, hefur fengið. Leit Bills að stóru nafni í varnarlínuna heldur áfram en Von Miller var látinn fara frá félaginu í gær. Bankabók Myles Garrett blæs út næstu ár. Það er alveg ljóst.vísir/getty Garrett leikur sem varnarmaður og er að öðrum ólöstuðum sá besti í NFL-deildinni. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Browns í gær, upp á 160 milljónir dala, þar af eru 123,5 tryggðar. Hlauparinn Aaron Jones skrifaði þá undir 20 milljón dala framlengingu við Minnesota Vikings eftir fínustu fyrstu leiktíð þar síðasta vetur. Adams og Rodgers gekk ekki vel í New York. Adams er kominn með nýtt lið, annað en sá síðarnefndi.Al Bello/Getty Images Útherjar eru þá á flakki. DK Metcalf hefur verið frábær hjá Seattle Seahawks undanfarin ár en hann er á leið til Pittsburgh Steelers, sem hefur lagt áherslu á að bæta útherjasveit liðsins. Hann gerir það ekki frítt. Metcalf skrifaði undir 150 milljón dala samning til fimm ára. Annar útherji, Davante Adams, er farinn frá New York Jets eftir martraðardvöl hans og félaga Aaron Rodgers í stóra eplinu. Adams er farinn á vesturströndina og mun leika með Los Angeles Rams næstu tvö árin og fá fyrir 24 milljónir dala. Það ýtir stoðum undir orðróma um brottför Cooper Kupp sem hefur verið á meðal betri útherja deildarinnar síðustu ár, en meiðsli hafa aðeins strítt honum. Adams taki við keflinu af Kupp sem Rams hyggist nú skipta burt. Adams mun deila útherjastöðunni með ungstirninu Puka Nacua. NFL Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Fleiri fréttir Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Sjá meira
Þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum við Buffalo Bills hefur leikstjórnandinn Josh Allen gengið frá nýjum sex ára samningi upp á 330 milljónir Bandaríkjadala. Þar af eru 250 milljónir tryggðar, og mun Allen því fá þá upphæð sama hvað. Þar með bæta Bills og Allen metið yfir hæstu tryggðu upphæð sem leikmaður fær í laun. Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns, átti fyrra met með 230 milljónir dala tryggðar. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys, er með 229,4 milljónir tryggðar og Joe Burrow í Cincinnati Bengals með 219 milljónir. Fái Allen allar 330 milljónirnar greiddar næstu sex árin fær hann að meðaltali 150 þúsund dali á dag. Það eru rúmlega 20 milljónir króna í dagslaun. Josh Allen fékk tveggja ára framlengingu þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum í Buffalo.Perry Knotts/Getty Images Alls hafa NFL-lið skuldbundið sig við launagreiðslur upp á 900 milljónir dala síðustu daga. Söguleg tíðindi urðu í Cleveland þar sem Myles Garrett, sem var orðaður við Buffalo Bills, fékk stærsta samning sem nokkur leikmaður, annar en leikstjórnandi, hefur fengið. Leit Bills að stóru nafni í varnarlínuna heldur áfram en Von Miller var látinn fara frá félaginu í gær. Bankabók Myles Garrett blæs út næstu ár. Það er alveg ljóst.vísir/getty Garrett leikur sem varnarmaður og er að öðrum ólöstuðum sá besti í NFL-deildinni. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Browns í gær, upp á 160 milljónir dala, þar af eru 123,5 tryggðar. Hlauparinn Aaron Jones skrifaði þá undir 20 milljón dala framlengingu við Minnesota Vikings eftir fínustu fyrstu leiktíð þar síðasta vetur. Adams og Rodgers gekk ekki vel í New York. Adams er kominn með nýtt lið, annað en sá síðarnefndi.Al Bello/Getty Images Útherjar eru þá á flakki. DK Metcalf hefur verið frábær hjá Seattle Seahawks undanfarin ár en hann er á leið til Pittsburgh Steelers, sem hefur lagt áherslu á að bæta útherjasveit liðsins. Hann gerir það ekki frítt. Metcalf skrifaði undir 150 milljón dala samning til fimm ára. Annar útherji, Davante Adams, er farinn frá New York Jets eftir martraðardvöl hans og félaga Aaron Rodgers í stóra eplinu. Adams er farinn á vesturströndina og mun leika með Los Angeles Rams næstu tvö árin og fá fyrir 24 milljónir dala. Það ýtir stoðum undir orðróma um brottför Cooper Kupp sem hefur verið á meðal betri útherja deildarinnar síðustu ár, en meiðsli hafa aðeins strítt honum. Adams taki við keflinu af Kupp sem Rams hyggist nú skipta burt. Adams mun deila útherjastöðunni með ungstirninu Puka Nacua.
NFL Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Handbolti Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Fleiri fréttir Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sjáðu stökkið: Þriðju verðlaun Halldórs á X-Games Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Sjá meira