Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar 10. mars 2025 11:00 Samtök áhugafólks um spilafíkn voru stofnuð árið 2019 af hópi fólks sem lætur sig málefni spilafíkla, spilakassa og fjárhættuspila varða. Eitt af fyrstu verkum samtakanna var að ráðast í skoðanakönnun sem kannaði viðhorf Íslendinga til spilakassa og hvort Íslendingar vildu almennt loka spilakössum til framtíðar. Niðurstöðurnar voru mjög afgerandi og 86% þjóðarinnar vildi að þeim yrði lokað. Auk þess er viðhorf almennings almennt mjög neikvætt gagnvart því að stofnanir sem gefa sig út fyrir að starfa í almannaþágu séu að fjármagna sig með spilakössum. Síðan þá hafa aðrir látið sig málaflokkinn varða og tekið afstöðu. Stúdentaráð vill burt með spilakassa Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi frá ályktun árið 2021 þar sem segir meðal annars; „Stúdentaráð hvetur Háskólann til að taka skýra afstöðu, segja skilið við umræddan rekstur og setja gott fordæmi fyrir aðrar stofnanir sem hafa aðkomu að samskonar starfsemi“. Nemendur skólans eru afgerandi og taka skýra afstöðu.Sama ár skilaði starfshópur á vegum skólans skýrslu sem tók af allan vafa og kom þar meðal annars fram að ef til „skaðaminnkandi aðgerða“ yrði grípið yrði tekjuhrun í rekstri spilakassa en þar með staðfestir starfshópurinn að meirihluti þess gríðarlega hagnaðar sem næst með rekstri spilakassa kemur úr vasa fólks sem hefur þróað með sér spilafíkn. Starfshópur HÍ bendir á neikvæðar afleiðingar spilakassa Auk þess segir „þá er það engum vafa undirorpið að þessi helsta menntastofnun þjóðarinnar getur ekki staðið að rekstrinum öðruvísi en að taka tillit til nýjustu rannsókna um áhrif spilakassa á tiltekna hópa samfélagsins og með því að taka upp allar mögulegar aðgerðir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild“. Brugðust í Covid! Í Covid-19 þegar fyrirtækjum, skólum og stofnunum var lokað til að vernda líf og heilsu almennings horfðum við í samtökunum upp á þá staðreynd að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg reyna með öllum mögulegum brögðum að hafa spilakassa sína opna, en fyrir tilstuðlan Samtaka áhugafólks um spilafíkn var spilakössum á endanum lokað – en aðeins tímabundið. Afvegaleiða með ósannindum Í hita þessarar baráttu var farið í árvekniverkefnið LOKUM.IS. Þar var lögð áhersla á persónulega reynslu fólks af spilakössum og leitast við að leiða samfélagið inn í heim spilakassa og afleiðingar þessarar starfsemi. Það hafði nefnilega verið svo í ár og áratugi að eigendur spilakassa höfðu ítrekað komið opinberlega fram og dregið upp saklausa mynd af þessari starfsemi og sumir jafnvel vísvitandi með ósannindum afvegaleitt fólk til þess að breiða yfir hversu ósiðleg og ógeðfeld starfsemi spilakassa er og hve margir eiga um sárt að binda vegna hennar. Í myrkrinu þar til við lokum Þessi starfsemi er flestum hulin og í myrkrinu. En fæstir þeirra sem telja peningana sem koma upp úr kössunum myndu nokkurn tíma sjálf/sjálfir fara og því síður væru þeir sömu til að í að fórna sínum nánustu í spilakassa. En hér erum við enn og ekkert hefur verið gert. En við erum ekki hætt og krafa okkar mun heyrast af vaxandi þunga: Lokum.is Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Fíkn Alma Hafsteinsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn voru stofnuð árið 2019 af hópi fólks sem lætur sig málefni spilafíkla, spilakassa og fjárhættuspila varða. Eitt af fyrstu verkum samtakanna var að ráðast í skoðanakönnun sem kannaði viðhorf Íslendinga til spilakassa og hvort Íslendingar vildu almennt loka spilakössum til framtíðar. Niðurstöðurnar voru mjög afgerandi og 86% þjóðarinnar vildi að þeim yrði lokað. Auk þess er viðhorf almennings almennt mjög neikvætt gagnvart því að stofnanir sem gefa sig út fyrir að starfa í almannaþágu séu að fjármagna sig með spilakössum. Síðan þá hafa aðrir látið sig málaflokkinn varða og tekið afstöðu. Stúdentaráð vill burt með spilakassa Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi frá ályktun árið 2021 þar sem segir meðal annars; „Stúdentaráð hvetur Háskólann til að taka skýra afstöðu, segja skilið við umræddan rekstur og setja gott fordæmi fyrir aðrar stofnanir sem hafa aðkomu að samskonar starfsemi“. Nemendur skólans eru afgerandi og taka skýra afstöðu.Sama ár skilaði starfshópur á vegum skólans skýrslu sem tók af allan vafa og kom þar meðal annars fram að ef til „skaðaminnkandi aðgerða“ yrði grípið yrði tekjuhrun í rekstri spilakassa en þar með staðfestir starfshópurinn að meirihluti þess gríðarlega hagnaðar sem næst með rekstri spilakassa kemur úr vasa fólks sem hefur þróað með sér spilafíkn. Starfshópur HÍ bendir á neikvæðar afleiðingar spilakassa Auk þess segir „þá er það engum vafa undirorpið að þessi helsta menntastofnun þjóðarinnar getur ekki staðið að rekstrinum öðruvísi en að taka tillit til nýjustu rannsókna um áhrif spilakassa á tiltekna hópa samfélagsins og með því að taka upp allar mögulegar aðgerðir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild“. Brugðust í Covid! Í Covid-19 þegar fyrirtækjum, skólum og stofnunum var lokað til að vernda líf og heilsu almennings horfðum við í samtökunum upp á þá staðreynd að Háskóli Íslands, Rauði krossinn og Landsbjörg reyna með öllum mögulegum brögðum að hafa spilakassa sína opna, en fyrir tilstuðlan Samtaka áhugafólks um spilafíkn var spilakössum á endanum lokað – en aðeins tímabundið. Afvegaleiða með ósannindum Í hita þessarar baráttu var farið í árvekniverkefnið LOKUM.IS. Þar var lögð áhersla á persónulega reynslu fólks af spilakössum og leitast við að leiða samfélagið inn í heim spilakassa og afleiðingar þessarar starfsemi. Það hafði nefnilega verið svo í ár og áratugi að eigendur spilakassa höfðu ítrekað komið opinberlega fram og dregið upp saklausa mynd af þessari starfsemi og sumir jafnvel vísvitandi með ósannindum afvegaleitt fólk til þess að breiða yfir hversu ósiðleg og ógeðfeld starfsemi spilakassa er og hve margir eiga um sárt að binda vegna hennar. Í myrkrinu þar til við lokum Þessi starfsemi er flestum hulin og í myrkrinu. En fæstir þeirra sem telja peningana sem koma upp úr kössunum myndu nokkurn tíma sjálf/sjálfir fara og því síður væru þeir sömu til að í að fórna sínum nánustu í spilakassa. En hér erum við enn og ekkert hefur verið gert. En við erum ekki hætt og krafa okkar mun heyrast af vaxandi þunga: Lokum.is Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun