Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2025 08:11 Róbert Wessman leiðir Aztic sem á stóran hlut í Alvogen. Vísir/Vilhelm Alvogen Pharma US, Inc. hefur lokið endurfjármögnun allra langtímalána félagsins. Lánstíminn er þar lengdur og skuldsetning lækkuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alvogen. Þar segir að nýju lánin samanstandi af 553 milljóna veðláni með gjalddaga á árinu 2028 og 116 milljóna dollara veðláni með gjalddaga á árinu 2029. „Með nýju lántökunni er búið að endurfjármagna öll langtímalán félagsins, sem voru með gjalddaga síðar á þessu ári. Heildarskuldsetning lækkar um 60 milljónir dollara og jafngildir um 1,4 sinnum EBITDA framlegð síðastliðins árs. Þá tilkynnti Alvogen einnig að lokið væri framlengingu á 240 milljóna dollara lánalínu (e. ABL revolving credit facility). Alvogen gerir ráð fyrir því að Standard & Poors („S&P“) muni á næstu dögum gefa út nýtt lánshæfismat fyrir félagið, sem endurspegli bætta lausafjárstöðu, sterka rekstrarstöðu, lengingu lánstíma á langtímaskuldum og lækkun skuldsetningar félagsins. Þar til nýja lánshæfismatið verður gefið út, kveða reglur S&P á um að gefa þurfi út lánshæfismat til skamms tíma. Þetta skammtíma lánshæfismat endurspeglar ekki áhrif endurfjármögnunarinnar eða sterka stöðu félagsins, sem skilaði um 480 milljónum dala í framlegð á síðasta ári fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Lisu Graver, forstjóra Alvogen, að félagið sé mjög ánægt að hafa lokið þessari mikilvægu fjármögnun fyrir Alvogen, sem undirstriki „fjárhagslegan styrk félagsins, hóflega skuldsetningu til langs tíma og góða lausafjárstöðu, og viðheldur einnig nauðsynlegum sveigjanleika til að geta útfært langtímastefnu félagsins“. Fjárfestingabankarnir Goldman Sachs og Jefferies voru fjárhagslegir ráðgjafar Alvogen við viðskiptin en lögfræðistofan White & Case veitti lögfræðilega ráðgjöf. Um Aqtic Aztiq fjárfestir í verkefnum á heilbrigðissviði til að stuðla að nýsköpun og framförum í lyfjaframleiðslu og líftækni. Aztiq kemur auga á og fjárfestir í lausnum sem geta hrundið af stað jákvæðum breytingum í heilbrigðisþjónustu. Róbert Wessman leiðir félagið og hjá því starfar hópur reyndra frumkvöðla og sérfræðinga. Um Alvogen Alvogen Pharma US („Alvogen“) sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu lyfja. Alvogen er með um 50 mismunandi tegundir lyfja á markaði og fjölmörg ný lyf í þróun. Helstu hluthafar Alvogen eru Aztiq, CVC Capital Partners og Temasek Holdings, í Singapore. Lyf Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alvogen. Þar segir að nýju lánin samanstandi af 553 milljóna veðláni með gjalddaga á árinu 2028 og 116 milljóna dollara veðláni með gjalddaga á árinu 2029. „Með nýju lántökunni er búið að endurfjármagna öll langtímalán félagsins, sem voru með gjalddaga síðar á þessu ári. Heildarskuldsetning lækkar um 60 milljónir dollara og jafngildir um 1,4 sinnum EBITDA framlegð síðastliðins árs. Þá tilkynnti Alvogen einnig að lokið væri framlengingu á 240 milljóna dollara lánalínu (e. ABL revolving credit facility). Alvogen gerir ráð fyrir því að Standard & Poors („S&P“) muni á næstu dögum gefa út nýtt lánshæfismat fyrir félagið, sem endurspegli bætta lausafjárstöðu, sterka rekstrarstöðu, lengingu lánstíma á langtímaskuldum og lækkun skuldsetningar félagsins. Þar til nýja lánshæfismatið verður gefið út, kveða reglur S&P á um að gefa þurfi út lánshæfismat til skamms tíma. Þetta skammtíma lánshæfismat endurspeglar ekki áhrif endurfjármögnunarinnar eða sterka stöðu félagsins, sem skilaði um 480 milljónum dala í framlegð á síðasta ári fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Lisu Graver, forstjóra Alvogen, að félagið sé mjög ánægt að hafa lokið þessari mikilvægu fjármögnun fyrir Alvogen, sem undirstriki „fjárhagslegan styrk félagsins, hóflega skuldsetningu til langs tíma og góða lausafjárstöðu, og viðheldur einnig nauðsynlegum sveigjanleika til að geta útfært langtímastefnu félagsins“. Fjárfestingabankarnir Goldman Sachs og Jefferies voru fjárhagslegir ráðgjafar Alvogen við viðskiptin en lögfræðistofan White & Case veitti lögfræðilega ráðgjöf. Um Aqtic Aztiq fjárfestir í verkefnum á heilbrigðissviði til að stuðla að nýsköpun og framförum í lyfjaframleiðslu og líftækni. Aztiq kemur auga á og fjárfestir í lausnum sem geta hrundið af stað jákvæðum breytingum í heilbrigðisþjónustu. Róbert Wessman leiðir félagið og hjá því starfar hópur reyndra frumkvöðla og sérfræðinga. Um Alvogen Alvogen Pharma US („Alvogen“) sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu lyfja. Alvogen er með um 50 mismunandi tegundir lyfja á markaði og fjölmörg ný lyf í þróun. Helstu hluthafar Alvogen eru Aztiq, CVC Capital Partners og Temasek Holdings, í Singapore.
Lyf Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira