Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 14:56 Glódís Perla Viggósdóttir á ferðinni gegn Arsenal í Meistaradeild Evrópu. Fyrir handan hornið er núna risaeinvígi við Lyon í þeirri keppni. AFP/Adrian Dennis Eftir að hafa aldrei á sínum ferli misst af deildarleik vegna meiðsla þá var fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir ekki með Bayern München í dag þegar liðið mætti Köln í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Glódís hefur á sínum atvinnumannaferli síðastliðinn áratug alltaf, eða því sem næst, verið til taks fyrir sitt félags- og landslið og spilað svo gott sem hverja einustu mínútu. Frá því í desember 2021 hefur hún spilað alla deildarleiki Bayern, og nánast alla frá upphafi til enda, fyrir utan þegar hún fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum í september og missti þá af einum leik vegna leikbanns. Svo merkilega vill til að sá leikur, líkt og leikurinn í dag, var gegn Köln. Óþægindi í hné Glódís segist í samtali við Vísi vera að glíma við óþægindi í hné en reiknar með því að verða mögulega klár í slaginn í komandi stórleikjum Bayern sem mætir Wolfsburg 14. mas og svo Lyon í Meistaradeild Evrópu 18. mars. Fjarvera Glódísar kom ekki að sök í dag því Bayern vann 3-0 sigur og er nú með þriggja stiga forskot á Frankfurt og Wolfsburg á toppi deildarinnar, eftir sextán umferðir. Afar sárt tap hjá Cecilíu í Róm Samherji Glódísar í íslenska landsliðinu, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, stóð í marki Inter í dag í 2-1 tapi á útivelli gegn Roma þar sem sigurmark heimakvenna kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Lucia Di Guglielmo skoraði sigurmarkið eftir að Manuela Giugliano hafði jafnað metin úr vítaspyrnu á 68. mínútu en Tessa Wullaert kom Inter yfir á 6. mínútu. Með sigrinum komst Roma upp að hlið Inter í 2.-3. sæti en Inter á þó leik til góða. Juventus er efst í deildinni með 48 stig og á leik við AC Milan í dag. Þýski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Glódís hefur á sínum atvinnumannaferli síðastliðinn áratug alltaf, eða því sem næst, verið til taks fyrir sitt félags- og landslið og spilað svo gott sem hverja einustu mínútu. Frá því í desember 2021 hefur hún spilað alla deildarleiki Bayern, og nánast alla frá upphafi til enda, fyrir utan þegar hún fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum í september og missti þá af einum leik vegna leikbanns. Svo merkilega vill til að sá leikur, líkt og leikurinn í dag, var gegn Köln. Óþægindi í hné Glódís segist í samtali við Vísi vera að glíma við óþægindi í hné en reiknar með því að verða mögulega klár í slaginn í komandi stórleikjum Bayern sem mætir Wolfsburg 14. mas og svo Lyon í Meistaradeild Evrópu 18. mars. Fjarvera Glódísar kom ekki að sök í dag því Bayern vann 3-0 sigur og er nú með þriggja stiga forskot á Frankfurt og Wolfsburg á toppi deildarinnar, eftir sextán umferðir. Afar sárt tap hjá Cecilíu í Róm Samherji Glódísar í íslenska landsliðinu, Cecilía Rán Rúnarsdóttir, stóð í marki Inter í dag í 2-1 tapi á útivelli gegn Roma þar sem sigurmark heimakvenna kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Lucia Di Guglielmo skoraði sigurmarkið eftir að Manuela Giugliano hafði jafnað metin úr vítaspyrnu á 68. mínútu en Tessa Wullaert kom Inter yfir á 6. mínútu. Með sigrinum komst Roma upp að hlið Inter í 2.-3. sæti en Inter á þó leik til góða. Juventus er efst í deildinni með 48 stig og á leik við AC Milan í dag.
Þýski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira