Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller og Drífa Jónasdóttir skrifa 8. mars 2025 16:31 Heimilisofbeldi er kynbundið ofbeldi og þar eru konur í flestum tilfellum þolendurnir. Sá staður sem er líklegast að konur verði fyrir líkamsárás af hálfu maka er heimilið. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og þá er ástæða til að minna á þessa staðreynd. Það er mikilvægt að varpa ljósi á vandann og ræða hvað hægt er að gera til að takast á við þetta alvarlega samfélagsmein og helst að útrýma því. Birtingarmynd heimilisofbeldis er ekki einungis líkamlegir áverkar heldur eru einnig auknar á að þolendur ofbeldisins á glími við þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og sjálfsvígshugsanir. Ofbeldið hefur neikvæð áhrif á félagslega stöðu þolenda, þeir einangrast, loka gjarnan á vini og fjölskyldu og detta út af vinnumarkaði. Heimilisofbeldi er ekki bundið við einn atburð, heldur er það ítrekað og verður vítahringur ef ekkert er gert. Það sýna tölur Landspítala svart á hvítu þar sem tæp 40% kvenna sem leituðu á bráðamóttökuna vegna heimilisofbeldis á tíu ára tímabili, höfðu komið þangað ítrekað af þeirri ástæðu. Þannig er eðli heimilisofbeldis, það stigmagnast og endirinn getur reynst banvænn. Árið 2023 voru 85.000 konur í heiminum drepnar af körlum, 60% voru drepnar af hendi maka eða fölskyldumeðlimi. Samtals 51.000 konur. Raunar er kynbundið ofbeldi útbreiddasta mannréttindabrot í garð kvenna í heiminum og ein mesta ógn við lýðheilsu þeirra. Hlutverk heilbrigðiskerfisins og samræmt verklag Heilbrigðisstarfsmenn eru lykilaðilar við að greina og bregðast við heimilisofbeldi. Þau eru oft þeir fagaðilar sem eru fyrstir til að fá vitneskju um ofbeldið og oft þeir einu. Ábyrgð þeirra er því mikil, þ.e. að koma þolendum til aðstoðar og málum þeirra í réttan farveg. Þessi mál eru alltaf flókin og mjög margir aðilar sem þurfa að koma að þeim til að bregðast við, veita þolendum nauðsynlega aðstoð og þjónustu og rjúfa vítahring ofbeldisins. Með þetta að leiðarljósi ákvað fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir að setja af stað vinnu til að móta og innleiða samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Drífa Jónasdóttir var ráðin til að leiða verkefnið og árið 2021 var skipaður starfshópur í því skyni. Hópurinn vann afar góða vinnu, lagði til skýrt verklag og ferla sem þegar var ráðist í að innleiða. Landspítali fékk þar forystuhlutverk og forveri minn, Willum Þór Þórsson studdi vel við verkefnið. Með auknu fjármagni var spítalanum gert kleift ráða í sex stöðugildi sérfræðinga í heimilisofbeldi sem saman mynda Heimilisofbeldisteymið (HOF). Teymið ber ábyrgð á að fylgja málum þolenda eftir og koma þeim í viðeigandi úrræði innan og utan heilbrigðiskerfisins, svo sem að bjóða aðkomu lögreglu og lögfræðings. Teymið veitir þjónustu á landsvísu því miklu skiptir að þolendur eigi greiðan aðgang að aðstoð og stuðningi, óháð búsetu eða efnahag. Landspítali vinnur nú að innleiðingu verklagsins á öðrum heilbrigðisstofnunum landsins. Með breytingum á lögum um heilbrigðisstarfsmenn vorið 2023 var heimild heilbrigðisstarfsmanna til að hafa samband við lögreglu skýrð. Ef komuástæða á heilbrigðisstofnun er heimilisofbeldi þá hefur heilbrigðisstarfsmaður heimild til að bjóða aðstoð lögreglunnar og miðla upplýsingum um áverka ásamt upplýsingum sem varða ofbeldið og aðstæður sjúklings. Þjónustan í heimilisofbeldisteyminu er gjaldfrjáls og á forsendum þolandans sem gefur samþykki sitt fyrir aðkomu lögreglu og ræður hvaða aðra þjónustu hann vill þiggja. Samræmt verklag vekur áhuga WHO Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur sýnt áhuga á aðkomu heilbrigðisráðuneytisins að átaki stofnunarinnar til að sporna gegn ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Er þá horft til þess samræmda verklags fyrir þolendur heimilisofbeldis sem við höfum fjallað um hér. Þessi áhugi WHO felur í sér viðurkenningu á þeim árangri sem hér hefur náðst og er hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. Þetta er afar mikilvægt verkefni og allir þeir sem að því hafa unnið eiga miklar þakkir skildar. Upplýsingar um hvert er hægt að leita vegna heimilisofbeldis eru birtar á vef Neyðarlínunnar: https://www.112.is/leita-adstodar-vegna-ofbeldis Höfundar eru heilbrigðisráðherra og sérfræðingur á sviði heimilisofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Heimilisofbeldi Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Heimilisofbeldi er kynbundið ofbeldi og þar eru konur í flestum tilfellum þolendurnir. Sá staður sem er líklegast að konur verði fyrir líkamsárás af hálfu maka er heimilið. Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og þá er ástæða til að minna á þessa staðreynd. Það er mikilvægt að varpa ljósi á vandann og ræða hvað hægt er að gera til að takast á við þetta alvarlega samfélagsmein og helst að útrýma því. Birtingarmynd heimilisofbeldis er ekki einungis líkamlegir áverkar heldur eru einnig auknar á að þolendur ofbeldisins á glími við þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og sjálfsvígshugsanir. Ofbeldið hefur neikvæð áhrif á félagslega stöðu þolenda, þeir einangrast, loka gjarnan á vini og fjölskyldu og detta út af vinnumarkaði. Heimilisofbeldi er ekki bundið við einn atburð, heldur er það ítrekað og verður vítahringur ef ekkert er gert. Það sýna tölur Landspítala svart á hvítu þar sem tæp 40% kvenna sem leituðu á bráðamóttökuna vegna heimilisofbeldis á tíu ára tímabili, höfðu komið þangað ítrekað af þeirri ástæðu. Þannig er eðli heimilisofbeldis, það stigmagnast og endirinn getur reynst banvænn. Árið 2023 voru 85.000 konur í heiminum drepnar af körlum, 60% voru drepnar af hendi maka eða fölskyldumeðlimi. Samtals 51.000 konur. Raunar er kynbundið ofbeldi útbreiddasta mannréttindabrot í garð kvenna í heiminum og ein mesta ógn við lýðheilsu þeirra. Hlutverk heilbrigðiskerfisins og samræmt verklag Heilbrigðisstarfsmenn eru lykilaðilar við að greina og bregðast við heimilisofbeldi. Þau eru oft þeir fagaðilar sem eru fyrstir til að fá vitneskju um ofbeldið og oft þeir einu. Ábyrgð þeirra er því mikil, þ.e. að koma þolendum til aðstoðar og málum þeirra í réttan farveg. Þessi mál eru alltaf flókin og mjög margir aðilar sem þurfa að koma að þeim til að bregðast við, veita þolendum nauðsynlega aðstoð og þjónustu og rjúfa vítahring ofbeldisins. Með þetta að leiðarljósi ákvað fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir að setja af stað vinnu til að móta og innleiða samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis. Drífa Jónasdóttir var ráðin til að leiða verkefnið og árið 2021 var skipaður starfshópur í því skyni. Hópurinn vann afar góða vinnu, lagði til skýrt verklag og ferla sem þegar var ráðist í að innleiða. Landspítali fékk þar forystuhlutverk og forveri minn, Willum Þór Þórsson studdi vel við verkefnið. Með auknu fjármagni var spítalanum gert kleift ráða í sex stöðugildi sérfræðinga í heimilisofbeldi sem saman mynda Heimilisofbeldisteymið (HOF). Teymið ber ábyrgð á að fylgja málum þolenda eftir og koma þeim í viðeigandi úrræði innan og utan heilbrigðiskerfisins, svo sem að bjóða aðkomu lögreglu og lögfræðings. Teymið veitir þjónustu á landsvísu því miklu skiptir að þolendur eigi greiðan aðgang að aðstoð og stuðningi, óháð búsetu eða efnahag. Landspítali vinnur nú að innleiðingu verklagsins á öðrum heilbrigðisstofnunum landsins. Með breytingum á lögum um heilbrigðisstarfsmenn vorið 2023 var heimild heilbrigðisstarfsmanna til að hafa samband við lögreglu skýrð. Ef komuástæða á heilbrigðisstofnun er heimilisofbeldi þá hefur heilbrigðisstarfsmaður heimild til að bjóða aðstoð lögreglunnar og miðla upplýsingum um áverka ásamt upplýsingum sem varða ofbeldið og aðstæður sjúklings. Þjónustan í heimilisofbeldisteyminu er gjaldfrjáls og á forsendum þolandans sem gefur samþykki sitt fyrir aðkomu lögreglu og ræður hvaða aðra þjónustu hann vill þiggja. Samræmt verklag vekur áhuga WHO Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur sýnt áhuga á aðkomu heilbrigðisráðuneytisins að átaki stofnunarinnar til að sporna gegn ofbeldi í garð kvenna og stúlkna. Er þá horft til þess samræmda verklags fyrir þolendur heimilisofbeldis sem við höfum fjallað um hér. Þessi áhugi WHO felur í sér viðurkenningu á þeim árangri sem hér hefur náðst og er hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. Þetta er afar mikilvægt verkefni og allir þeir sem að því hafa unnið eiga miklar þakkir skildar. Upplýsingar um hvert er hægt að leita vegna heimilisofbeldis eru birtar á vef Neyðarlínunnar: https://www.112.is/leita-adstodar-vegna-ofbeldis Höfundar eru heilbrigðisráðherra og sérfræðingur á sviði heimilisofbeldis.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun