Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2025 12:08 Tony Wroten í leik með Philadelphia 76ers. ap/Matt Slocum Ekkert verður af því að bandaríski körfuboltamaðurinn Tony Wroten, sem spilaði 145 leiki í NBA-deildinni á sínum tíma, leiki með Selfossi í 1. deildinni á þessu tímabili. Útlendingastofnun synjaði umsókn hans um dvalarleyfi. Wroten samdi við Selfoss undir lok síðasta árs og æfði með liðinu í janúar. Hann hefur hins vegar ekki spilað með Selfossi þar sem umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað. Fyrir þremur árum fékk Wroten þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að umfangsmiklu svikamáli átján fyrrverandi leikmanna í NBA sem reyndu að svíkja fé út úr velferðarkerfi deildarinnar. Þeir fölsuðu reikninga fyrir læknisþjónustu sem var aldrei innt af hendi. Upphæðirnar í svikamálinu námu um fjórum milljónum Bandaríkjadala. „Hann kemur til landsins til að spila fyrir Selfoss og í desember er sótt um leyfi fyrir hann á grundvelli þess að hann sé íþróttamaður. En því var hafnað á þeim forsendum að hann hefði brotið gegn lögum er varða allt að sextán ára fangelsi á Íslandi,“ sagði Sverrir Sigurjónsson, lögmaður Selfoss, í samtali við Vísi í síðasta mánuði. Selfyssingar skiluðu inn rökstuðningi um að Wroten væri ekki hættulegur samfélaginu eða ógn við land og þjóð. En aftur fengu þeir neikvætt svar frá Útlendingastofnun. Samkvæmt heimildum Vísis íhuga Selfyssingar að áfrýja úrskurði Útlendingastofnunnar enda hefur Wroten sýnt áhuga á að spila með liðinu á næsta tímabili. Aðeins þrjár umferðir eru eftir af 1. deildinni þar sem Selfoss er í ellefta og næstneðsta sæti með tíu stig. Á morgun mætir liðið KFG í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Í viðtali við Vísi á dögunum sagðist Wroten hafa myndað sterk tengsl við Selfoss og Ísland þennan mánuð sem hann dvaldi hér. „Þessi mánuður var frábær. Ég elska Ísland og Selfoss. Og ég trúi því að þennan stutta tíma sem ég var þarna hafi ég breytt öllu liðinu, frá leikmönnum og þjálfara. Sýnt þeim hvað þarf til að vinna. Hvernig á að undirbúa sig og ekki vera sáttur með einn sigur heldur vilja meira,“ sagði Wroten. Wroten lék sem fyrr sagði 145 leiki í NBA á sínum tíma. Eftir að hafa spilað eitt ár með Washington háskólanum valdi Memphis Grizzlies Wroten með 25. valrétti í nýliðavalinu 2012. Hann lék með liðinu í eitt tímabil en var svo skipt til Philadelphia 76ers. Á sínu fyrsta tímabili með Sixers skoraði Wroten 13,0 stig, tók 3,2 fráköst og gaf 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Tímabilið 2014-15 lék Wroten þrjátíu leiki fyrir Sixers og skoraði í þeim að meðaltali 16,9 stig, tók 2,9 fráköst, gaf 5,2 stoðsendingar og stal boltanum 1,6 sinnum áður en hann sleit krossband í hné. Eftir að NBA-ferlinum lauk hefur Wroten farið víða og spilað í Eistlandi, Póllandi, á Spáni, í Egyptalandi, Grikklandi og Úrúgvæ. Körfubolti UMF Selfoss Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Wroten samdi við Selfoss undir lok síðasta árs og æfði með liðinu í janúar. Hann hefur hins vegar ekki spilað með Selfossi þar sem umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað. Fyrir þremur árum fékk Wroten þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að umfangsmiklu svikamáli átján fyrrverandi leikmanna í NBA sem reyndu að svíkja fé út úr velferðarkerfi deildarinnar. Þeir fölsuðu reikninga fyrir læknisþjónustu sem var aldrei innt af hendi. Upphæðirnar í svikamálinu námu um fjórum milljónum Bandaríkjadala. „Hann kemur til landsins til að spila fyrir Selfoss og í desember er sótt um leyfi fyrir hann á grundvelli þess að hann sé íþróttamaður. En því var hafnað á þeim forsendum að hann hefði brotið gegn lögum er varða allt að sextán ára fangelsi á Íslandi,“ sagði Sverrir Sigurjónsson, lögmaður Selfoss, í samtali við Vísi í síðasta mánuði. Selfyssingar skiluðu inn rökstuðningi um að Wroten væri ekki hættulegur samfélaginu eða ógn við land og þjóð. En aftur fengu þeir neikvætt svar frá Útlendingastofnun. Samkvæmt heimildum Vísis íhuga Selfyssingar að áfrýja úrskurði Útlendingastofnunnar enda hefur Wroten sýnt áhuga á að spila með liðinu á næsta tímabili. Aðeins þrjár umferðir eru eftir af 1. deildinni þar sem Selfoss er í ellefta og næstneðsta sæti með tíu stig. Á morgun mætir liðið KFG í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Í viðtali við Vísi á dögunum sagðist Wroten hafa myndað sterk tengsl við Selfoss og Ísland þennan mánuð sem hann dvaldi hér. „Þessi mánuður var frábær. Ég elska Ísland og Selfoss. Og ég trúi því að þennan stutta tíma sem ég var þarna hafi ég breytt öllu liðinu, frá leikmönnum og þjálfara. Sýnt þeim hvað þarf til að vinna. Hvernig á að undirbúa sig og ekki vera sáttur með einn sigur heldur vilja meira,“ sagði Wroten. Wroten lék sem fyrr sagði 145 leiki í NBA á sínum tíma. Eftir að hafa spilað eitt ár með Washington háskólanum valdi Memphis Grizzlies Wroten með 25. valrétti í nýliðavalinu 2012. Hann lék með liðinu í eitt tímabil en var svo skipt til Philadelphia 76ers. Á sínu fyrsta tímabili með Sixers skoraði Wroten 13,0 stig, tók 3,2 fráköst og gaf 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Tímabilið 2014-15 lék Wroten þrjátíu leiki fyrir Sixers og skoraði í þeim að meðaltali 16,9 stig, tók 2,9 fráköst, gaf 5,2 stoðsendingar og stal boltanum 1,6 sinnum áður en hann sleit krossband í hné. Eftir að NBA-ferlinum lauk hefur Wroten farið víða og spilað í Eistlandi, Póllandi, á Spáni, í Egyptalandi, Grikklandi og Úrúgvæ.
Körfubolti UMF Selfoss Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira