Götunöfnin geti ógnað öryggi fólks Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. mars 2025 12:02 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og formaður örnefnanefndar. Örnefnanefnd hefur gert Reykjavíkurborg að nefna bæði Bjargargötu og Fífilsgötu á nýjan leik vegna líkinda við önnur götunöfn í grenndinni. Formaður nefndarinnar segir að um öryggisatriði sé að ræða og lumar á hugmyndum. Bjargargata sem er nýlega skráð gata í Vatnsmýri í Reykjavík er of líkt Bjarkargötu sem er hinum megin við Hringbraut. Sömuleiðis þarf að breyta um nafn á hinni nýju Fífilsgötu sem liggur við nýja Landspítalann hjá Hringbraut vegna Vífilsgötu steinsnar frá, í Norðurmýri. Þetta er samkvæmt úrskurði örnefnanefndar. Götunafnanefnd Reykjavíkurborgar hefur ekki verið kölluð saman vegna málsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og formaður örnefnanefndar, segir að um öryggisatriði sé að ræða enda geti þetta valdið ruglingi þegar óskað er eftir aðstoð lögreglu, slökkviliðs eða sjúkrabíl. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt. Við höfum verið að benda Reykjavíkurborg á þetta að þetta sé óheppilegt og það sé hægt að standa betur að þessum málum og við höfum fjölmörg dæmi um alls kyns rugling sem hefur orðið af þessu og veldur í raun og veru bara vandræðum.“ Nefndin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt.“ Bjargargata er nefnd eftir fyrstu konunni á Íslandi sem varð doktor Björgu C Þorláksson á meðan að Fífilsgata er nefnd eftir lækningajurt líkt og flestar götur við nýjan Landspítala. Samkvæmt Einari er ekki ástæða til að syrgja þessi viðurnefni strax og lumar hann á hugmyndum til að halda í Björgu og fífil. „Það má alveg setja aðra endingu eins og Bjargarstræti, Bjargartröð eða Bjargarstígur eða eitthvað slíkt.“ Það myndi alveg virka? „Bjargarstígur er reyndar til annars staðar.“ Við viljum ekki lenda í veseni aftur. „Að sjálfsögðu ekki.“ Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Bjargargata sem er nýlega skráð gata í Vatnsmýri í Reykjavík er of líkt Bjarkargötu sem er hinum megin við Hringbraut. Sömuleiðis þarf að breyta um nafn á hinni nýju Fífilsgötu sem liggur við nýja Landspítalann hjá Hringbraut vegna Vífilsgötu steinsnar frá, í Norðurmýri. Þetta er samkvæmt úrskurði örnefnanefndar. Götunafnanefnd Reykjavíkurborgar hefur ekki verið kölluð saman vegna málsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og formaður örnefnanefndar, segir að um öryggisatriði sé að ræða enda geti þetta valdið ruglingi þegar óskað er eftir aðstoð lögreglu, slökkviliðs eða sjúkrabíl. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt. Við höfum verið að benda Reykjavíkurborg á þetta að þetta sé óheppilegt og það sé hægt að standa betur að þessum málum og við höfum fjölmörg dæmi um alls kyns rugling sem hefur orðið af þessu og veldur í raun og veru bara vandræðum.“ Nefndin hafi tekið málið upp að eigin frumkvæði. „Við í raun og veru fylgjumst með því sem er verið að gera og það er klárt í lögunum að þetta eigi að vera innan ramma þess sem getur talist skynsamlegt.“ Bjargargata er nefnd eftir fyrstu konunni á Íslandi sem varð doktor Björgu C Þorláksson á meðan að Fífilsgata er nefnd eftir lækningajurt líkt og flestar götur við nýjan Landspítala. Samkvæmt Einari er ekki ástæða til að syrgja þessi viðurnefni strax og lumar hann á hugmyndum til að halda í Björgu og fífil. „Það má alveg setja aðra endingu eins og Bjargarstræti, Bjargartröð eða Bjargarstígur eða eitthvað slíkt.“ Það myndi alveg virka? „Bjargarstígur er reyndar til annars staðar.“ Við viljum ekki lenda í veseni aftur. „Að sjálfsögðu ekki.“
Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira