Aukið fjármagn til að stytta bið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. mars 2025 12:06 Alma Möller heilbrigðisráðherra ætlar að setja meiri pening í þau úrræði sem eru til staðar meðal annars til að tyggja að ekki þurfi að loka þeim í sumar. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra ætlar að setja auka þrjú hundruð og fimmtíu milljónir króna í baráttuna við vímuefnavanda. Með því vonast ráðherrann til að hægt verði að stytta bið eftir úrræðum og koma í veg fyrir sumarlokanir. Sérstök umræða var á Alþingi fyrir hádegi um áfengis- og vímuefnavandann. Málshefjandi var Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sem vildi með umræðunni heyra sýn ríkisstjórnarinnar á þessi mál. Sigmar telur mikilvægt að endurskipuleggja meðferðarkerfið, koma í veg fyrir lokanir stofnana yfir sumartímann og stytta biðlista. „Það eru tvö þúsund manns sem að biðja um pláss á Vogi á hverju einasta ári, tvö þúsund og sjö hundruð manns, stór hópur til viðbótar leitar beint í önnur úrræði eða reynir að sækja sér bata með öðrum hætti. Það getur gerst á Landspítalanum. Við erum líka með Hlaðgerðarkot og Krýsuvík. Þarna alls staðar eru langir biðlistar. Fólk sem kemst í þjónustu fær að mörgu leyti mjög góða þjónustu hérna á Íslandi en biðlistarnir eru allt of langir. Ábyrgðin á þessu liggur í áratuga vanmati stjórnvalda á afleiðingum þessa sjúkdóms. Hún liggur hjá okkur stjórnmálamönnunum og hún liggur hjá fjárveitingarvaldinu en ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Það vinna allir af hugsjón í þessum málaflokki en við þurfum ofureinfaldlega að gera betur.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra sagði fíknivandann fyrst og fremst heilbrigðisvanda en starfshópur vinni nú að heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá ætli hún að setja meira fjármagn í málaflokkinn. „Ég mun því leggja til að í fjáraukalögum í þessu þingi verði að auki veitt þrjú hundruð og fimmtíu milljónum til að styrkja og auka fyrirliggjandi úrræði, til að stytta bið og tryggja að ekki þurfi að koma til sumarlokanna og er ríkisstjórnin einhuga um þetta.“ Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Sérstök umræða var á Alþingi fyrir hádegi um áfengis- og vímuefnavandann. Málshefjandi var Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sem vildi með umræðunni heyra sýn ríkisstjórnarinnar á þessi mál. Sigmar telur mikilvægt að endurskipuleggja meðferðarkerfið, koma í veg fyrir lokanir stofnana yfir sumartímann og stytta biðlista. „Það eru tvö þúsund manns sem að biðja um pláss á Vogi á hverju einasta ári, tvö þúsund og sjö hundruð manns, stór hópur til viðbótar leitar beint í önnur úrræði eða reynir að sækja sér bata með öðrum hætti. Það getur gerst á Landspítalanum. Við erum líka með Hlaðgerðarkot og Krýsuvík. Þarna alls staðar eru langir biðlistar. Fólk sem kemst í þjónustu fær að mörgu leyti mjög góða þjónustu hérna á Íslandi en biðlistarnir eru allt of langir. Ábyrgðin á þessu liggur í áratuga vanmati stjórnvalda á afleiðingum þessa sjúkdóms. Hún liggur hjá okkur stjórnmálamönnunum og hún liggur hjá fjárveitingarvaldinu en ekki fagfólkinu og meðferðarstöðvunum. Það vinna allir af hugsjón í þessum málaflokki en við þurfum ofureinfaldlega að gera betur.“ Alma Möller heilbrigðisráðherra sagði fíknivandann fyrst og fremst heilbrigðisvanda en starfshópur vinni nú að heildarstefnu í áfengis- og vímuvörnum. Þá ætli hún að setja meira fjármagn í málaflokkinn. „Ég mun því leggja til að í fjáraukalögum í þessu þingi verði að auki veitt þrjú hundruð og fimmtíu milljónum til að styrkja og auka fyrirliggjandi úrræði, til að stytta bið og tryggja að ekki þurfi að koma til sumarlokanna og er ríkisstjórnin einhuga um þetta.“
Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira