Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 08:35 Elín Klara Þorkelsdóttir hefur átt algjöra draumadaga. Hún varð bikarmeistari um síðustu helgi og hefur nú skrifað undir samning við sænska félagið Sävehof. vísir/Hulda Margrét Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handbolta og ein helsta stjarna Olís-deildarinnar, hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sænsku meistarana í IK Sävehof. Elín Klara mun þó klára tímabilið með Haukum en heldur svo til Svíþjóðar í sumar. Sävehof er ríkjandi meistari og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á undan Skuru. Elín Klara kveður Hauka sem bikarmeistari, eftir að hafa unnið titilinn um helgina, og bætir mögulega við þann titil áður en leiktíðinni lýkur. Hún hefur í vetur skorað 129 mörk og átt 78 stoðsendingar fyrir Haukaliðið, í 16 leikjum, og skarað fram úr í báðum tölfræðiþáttum í allri deildinni sé horft til meðaltals. Hún er annar Íslendingurinn í þessari viku sem Sävehof tilkynnir um því Birgir Steinn Jónsson fer frá Aftureldingu til félagsins í sumar. „Ég er hæstánægð með þá ákvörðun að fara til félags eins og Sävehof. Þetta er sterkt lið og umhverfið hjá félaginu er virkilega gott. Þetta er stórt og gott skref fyrir mig til þess að verða enn betri leikmaður og ég hlakka til að verða hluti af Sävehof,“ segir Elín Klara sem þar með verður atvinnumaður líkt og Orri Freyr bróðir hennar sem spilar í Portúgal. Elín Klara lék sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Hauka í febrúar 2020, þá 15 ára að aldri. Tímabilið eftir varð hún stór hluti af liðinu og síðan var ekki aftur snúið og hefur Elín Klara verið valin besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Uppgangur hennar hefur verið samofin uppgangi Haukaliðsins sem um síðustu helgi vann bikarmeistaratitilinn í fyrsta skiptið síðan 2007. Þá er Elín Klara mikilvægur hlekkur í íslenska landsliðinu og fór á sitt fyrsta stórmót í desember síðastliðnum, þegar EM var haldið. Hún hefði farið á HM ári áður en missti af mótinu vegna meiðsla. Olís-deild kvenna Haukar Sænski handboltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Elín Klara mun þó klára tímabilið með Haukum en heldur svo til Svíþjóðar í sumar. Sävehof er ríkjandi meistari og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á undan Skuru. Elín Klara kveður Hauka sem bikarmeistari, eftir að hafa unnið titilinn um helgina, og bætir mögulega við þann titil áður en leiktíðinni lýkur. Hún hefur í vetur skorað 129 mörk og átt 78 stoðsendingar fyrir Haukaliðið, í 16 leikjum, og skarað fram úr í báðum tölfræðiþáttum í allri deildinni sé horft til meðaltals. Hún er annar Íslendingurinn í þessari viku sem Sävehof tilkynnir um því Birgir Steinn Jónsson fer frá Aftureldingu til félagsins í sumar. „Ég er hæstánægð með þá ákvörðun að fara til félags eins og Sävehof. Þetta er sterkt lið og umhverfið hjá félaginu er virkilega gott. Þetta er stórt og gott skref fyrir mig til þess að verða enn betri leikmaður og ég hlakka til að verða hluti af Sävehof,“ segir Elín Klara sem þar með verður atvinnumaður líkt og Orri Freyr bróðir hennar sem spilar í Portúgal. Elín Klara lék sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Hauka í febrúar 2020, þá 15 ára að aldri. Tímabilið eftir varð hún stór hluti af liðinu og síðan var ekki aftur snúið og hefur Elín Klara verið valin besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Uppgangur hennar hefur verið samofin uppgangi Haukaliðsins sem um síðustu helgi vann bikarmeistaratitilinn í fyrsta skiptið síðan 2007. Þá er Elín Klara mikilvægur hlekkur í íslenska landsliðinu og fór á sitt fyrsta stórmót í desember síðastliðnum, þegar EM var haldið. Hún hefði farið á HM ári áður en missti af mótinu vegna meiðsla.
Olís-deild kvenna Haukar Sænski handboltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira