Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 22:20 Virgil van Dijk faðmar markvörðinn sinn Alisson í leikslok en sá brasiíski var magnaður í markinu. AP/Christophe Ena Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. Frammistaðan Alisson var eins sú besta hjá markverði í Meistaradeildinni, hvort sem við tökum þetta tímabil eða alla söguna. Hann sjálfur var líka á því að hann hafi ekki oft spilað betur. Alisson varð alls níu skot í leiknum og mörg þeirra úr algjörum dauðafærum. París Saint Germain skoraði ekki hjá honum þrátt fyrir að vera með 1,82 í áætluðum mörkum (xG). „Knattspyrnustjórinn okkar var að segja okkur hvað þetta yrði erfitt og hversu góðir þeir eru með boltann. Við urðum að vera tilbúnir að þjást því það eru svo miklir hæfileikar í þeirra liði,“ sagði Alisson í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Við unnum vel í þessum leik en þeir fengu vissulega færin. Það var samt alltaf einhver hjá okkur mættur til að trufla þann hjá þeim sem var kominn í færi. Það gerði mitt starf auðveldara,“ sagði Alisson. „Liðið lagði gríðarlega mikið á sig í kvöld og svo kemur Harvey inn og skorar sigurmarkið. Þetta er falleg saga og frábært kvöld. Mjög erfitt kvöld en með góðum endi,“ sagði Alisson. Alisson var spurður um hvort að þetta hafi verið besta frammistaðan hans á tímabilinu. „Líklega besti leikur lífs míns,“ svaraði Alisson. Harvey Elliott var líka í viðtali og hrósaði brasilíska markverðinum. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta gæi er ótrúlegur og sá besti í heimi. Hann heldur okkur inni í svo mörgum leikjum. Í kvöld var tækifæri fyrir mig að launa þessum manni aðeins fyrir allt það sem hann hefur gert. Ég veit ekki hvar við værum án hans en þetta var samt frábær liðsframmistaða,“ sagði Harvey Elliott. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Frammistaðan Alisson var eins sú besta hjá markverði í Meistaradeildinni, hvort sem við tökum þetta tímabil eða alla söguna. Hann sjálfur var líka á því að hann hafi ekki oft spilað betur. Alisson varð alls níu skot í leiknum og mörg þeirra úr algjörum dauðafærum. París Saint Germain skoraði ekki hjá honum þrátt fyrir að vera með 1,82 í áætluðum mörkum (xG). „Knattspyrnustjórinn okkar var að segja okkur hvað þetta yrði erfitt og hversu góðir þeir eru með boltann. Við urðum að vera tilbúnir að þjást því það eru svo miklir hæfileikar í þeirra liði,“ sagði Alisson í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Við unnum vel í þessum leik en þeir fengu vissulega færin. Það var samt alltaf einhver hjá okkur mættur til að trufla þann hjá þeim sem var kominn í færi. Það gerði mitt starf auðveldara,“ sagði Alisson. „Liðið lagði gríðarlega mikið á sig í kvöld og svo kemur Harvey inn og skorar sigurmarkið. Þetta er falleg saga og frábært kvöld. Mjög erfitt kvöld en með góðum endi,“ sagði Alisson. Alisson var spurður um hvort að þetta hafi verið besta frammistaðan hans á tímabilinu. „Líklega besti leikur lífs míns,“ svaraði Alisson. Harvey Elliott var líka í viðtali og hrósaði brasilíska markverðinum. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta gæi er ótrúlegur og sá besti í heimi. Hann heldur okkur inni í svo mörgum leikjum. Í kvöld var tækifæri fyrir mig að launa þessum manni aðeins fyrir allt það sem hann hefur gert. Ég veit ekki hvar við værum án hans en þetta var samt frábær liðsframmistaða,“ sagði Harvey Elliott.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira