Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar 6. mars 2025 09:33 Hvað kemur í hugann þegar þú heyrir talað um sálfélagslegt öryggi? Það getur verið gott að horfa þar til afstöðu okkar og viðhorfa áður en við höldum lengra en ég vona að lesturinn muni vekja þig til umhugsunar um andlega líðan og öryggi starfsfólks á þínum vinnustað. Byrjaðu á því að spyrja þig að þessum lykilspurningum: Er unnið eftir skýrum starfslýsingum á þínum vinnustað? Er til skýr viðbragðsáætlun við einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi (EKKO) á þínum vinnustað? Þykir það sjálfsagt að starfsfólk leiti í stuðning ef það þarf á því að halda? Er almenn vitneskja um einkenni streitu, kvíða og þunglyndis og er vinnustaðurinn meðvitaður um forvarnir gagnvart þessum þáttum? Ganga stjórnendur í takt varðandi ábyrgðardreifingu og skýr fyrirmæli? Sýna stjórnendur gott fordæmi í samskiptum og þegar kemur að vinnulagi? Þetta er sannarlega ekki tæmandi listi en ef einhverjum af þessum atriðum er ábótavant þá liggja fyrir spennandi sóknartækifæri. Sálfélagslegt öryggi skapast þegar starfsfólk upplifir að það geti verið opið og heiðarlegt án ótta við afleiðingar, ímynd eða stöðu sína á vinnustaðnum. Það að tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað getur bæði verið kostnaðarsamt og tímafrekt. En þá er vert að hafa í huga að kostnaðurinn sem hlýst af uppbyggingu á sálfélagslegu öryggi er mun minni en þegar vinnustaðir þurfa að fara í viðgerðarferli þegar áhættuþættir gera vart við sig. Það er nefnilega ekki hægt að tryggja öryggi og vellíðan eftir á. Sálfélagslegt öryggi er lykilþáttur í því að byggja upp heilbrigt, árangursríkt og sjálfbært vinnuumhverfi. Þegar starfsfólk upplifir öryggi, virðingu og sanngjarnt viðmót á vinnustað, hefur það jákvæð áhrif á bæði starfsfólkið og vinnustaðinn. Rannsóknir sýna að vinnustaðir sem leggja áherslu á heilbrigðan starfsanda og öflugar forvarnir gegn einelti, áreitni og streitu sjá minni starfsmannaveltu, færri veikindafjarvistir og aukna framleiðni. Starfsánægja eykst og samskipti verða betri sem eykur líkur á jákvæðum áhrifum á alla þætti starfseminnar. Á móti kemur þá sýna rannsóknir að streita, samskiptavandi og vanlíðan á vinnustað getur haft verulegan kostnað í för með sér vegna skertrar starfsgetu, tíðari mistaka, lakari frammistöðu starfsfólks og jafnvel veikindaleyfa. Með því að fjárfesta í sálfélagslegu öryggi og virkja þannig eftirlitskerfi aukast líkur á að koma auga á falinn kostnað sem fylgir langvinnri streitu, starfsmannaveltu, lögfræðilegum deilum og starfsóánægju. Heilbrigt og jákvætt vinnuumhverfi eykur tryggð starfsfólks, sem skilar sér í minni þjálfunarkostnaði og meiri skilvirkni. Að hlúa að öryggi er því ekki eingöngu siðferðilega rétt, það er líka arðbær fjárfesting. En hver er ávinningurinn? Minni starfsmannavelta og veikindafjarvistir Streita og vanlíðan á vinnustað eru algengar ástæður fyrir veikindaleyfum og uppsögnum. Öruggt starfsumhverfi eykur starfsánægju, sem dregur úr brotthvarfi og sparar kostnað við nýráðningar og þjálfun. Aukinn árangur og framleiðni Þegar starfsfólk finnur fyrir trausti og öryggi er það líklegra til að leggja sig fram og skila betri vinnu. Minni áhyggjur af samskiptum og árekstrum þýðir að starfsfólk getur einbeitt sér betur að verkefnum sínum og afköstin aukast. Betri samskipti og góð vinnustaðamenning Öryggi í samskiptum stuðlar að opinskárri og heiðarlegri umræðu. Þegar fólk þorir að tjá sig án ótta við neikvæðar afleiðingar skapast lausnamiðað vinnuumhverfi. Minni streita og minni líkur á kulnun Að vinna í umhverfi þar sem stjórnendur láta sig hugarfar, tilfinningar og samskipti varða, má draga úr líkum á skaðlegri streitu og mögulegri kulnun. Það að skapa jafnvægi milli vinnu og einkalífs, skilar sér í ánægðara og heilbrigðara starfsfólki. Skýrari ábyrgð og meira traust Þegar starfsfólk veit að á það er hlustað og að markvisst er unnið gegn neikvæðum samskiptum eykst traust gagnvart stjórnendum og vinnustaðnum. Skýrir verkferlar og ábyrgðarsvið draga úr óvissu og lágmarka árekstra. Fjárhagslegur ávinningur Minni starfsmannavelta, færri veikindaleyfi og aukin framleiðni spara fyrirtækjum háar upphæðir. Fyrirtæki með sterka vinnustaðamenningu eiga auðveldara með að laða að og halda í hæfileikaríkt starfsfólk. Eftir þessa yfirferð þá kann að hljóma flókið og yfirgripsmikið verkefni að tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Og raunin er að vissulega getur það verið það. Innan sálfélagslegra þátta eru mjög margar breytur sem erfitt getur verið að hafa stjórn á, hugsanir, hegðun og tilfinningar sem og ýmsar ytri breytur. En hugsanlega liggur svarið þar. Ef við þekkjum ytri breytur í starfsumhverfi erum við betur í stakk búin til að tryggja öryggi starfsfólks með réttum inngripum. Þekkingin kemur til með markvissum greiningum þar sem áhættuþættir sem kunna að leynast á vinnustaðnum eru metnir. Með þekkingu á ytri breytum, eða áhættuþáttum, verða inngrip markvissari og hægt er að mæta fólki og styðja það til vellíðunar. Það er því mikilvægt að efla sálfélagslegt öryggi með greiningum, til dæmis í formi áhættumats sem er til þess fallið að meta stöðu og bæta sálfélagslega þætti í vinnuumhverfinu. Áhættumat felur í sér ítarlega greiningu á samskiptum, stjórnun, vinnuskipulagi og öðrum þáttum sem hafa áhrif á andlega og félagslega líðan starfsfólks. Með því að kortleggja þessa þætti er ljósi varpað á mögulegar hættur og lausnir skoðaðar sem stuðla að betri vinnustaðamenningu. Þetta ferli er ekki aðeins nauðsynlegt til að uppfylla lagalegar kröfur, heldur einnig til að skapa umhverfi þar sem starfsfólki líður vel. Þegar starfsfólk upplifir sálfélagslegt öryggi á vinnustað og hefur þekkingu á sínum þörfum, þá hafi það jákvæð áhrif á árangur vinnustaðar og áhugahvöt og hamingju starfsfólks. Með okkar sérsniðna áhættumati og ráðgjöf hjálpum við fyrirtækjum að ná þessum markmiðum og tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Það er lykillinn að langtímaárangri í nútíma vinnuumhverfi. Eru þitt fyrirtæki tilbúið að taka næsta skref í átt að betri og öruggari vinnustað? Höfundur er sálfræðingur hjá Auðnast. Heimildir: Verkuil, B., Atasayi, S., & Molendijk, M. L. (2015). Workplace bullying and mental health: A meta-analysis on cross-sectional and longitudinal data. PLOS ONE, 10(8), e0135225. https://doi.org/10.1371/journal.pone.0135225 Chen, B., Wang, L., & Li, B. (2022). Work stress, mental health, and employee performance. Frontiers in Psychology, 13, 1006580. https://doi.org/10.3389/fpsyg.2022.1006580 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Hvað kemur í hugann þegar þú heyrir talað um sálfélagslegt öryggi? Það getur verið gott að horfa þar til afstöðu okkar og viðhorfa áður en við höldum lengra en ég vona að lesturinn muni vekja þig til umhugsunar um andlega líðan og öryggi starfsfólks á þínum vinnustað. Byrjaðu á því að spyrja þig að þessum lykilspurningum: Er unnið eftir skýrum starfslýsingum á þínum vinnustað? Er til skýr viðbragðsáætlun við einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi (EKKO) á þínum vinnustað? Þykir það sjálfsagt að starfsfólk leiti í stuðning ef það þarf á því að halda? Er almenn vitneskja um einkenni streitu, kvíða og þunglyndis og er vinnustaðurinn meðvitaður um forvarnir gagnvart þessum þáttum? Ganga stjórnendur í takt varðandi ábyrgðardreifingu og skýr fyrirmæli? Sýna stjórnendur gott fordæmi í samskiptum og þegar kemur að vinnulagi? Þetta er sannarlega ekki tæmandi listi en ef einhverjum af þessum atriðum er ábótavant þá liggja fyrir spennandi sóknartækifæri. Sálfélagslegt öryggi skapast þegar starfsfólk upplifir að það geti verið opið og heiðarlegt án ótta við afleiðingar, ímynd eða stöðu sína á vinnustaðnum. Það að tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað getur bæði verið kostnaðarsamt og tímafrekt. En þá er vert að hafa í huga að kostnaðurinn sem hlýst af uppbyggingu á sálfélagslegu öryggi er mun minni en þegar vinnustaðir þurfa að fara í viðgerðarferli þegar áhættuþættir gera vart við sig. Það er nefnilega ekki hægt að tryggja öryggi og vellíðan eftir á. Sálfélagslegt öryggi er lykilþáttur í því að byggja upp heilbrigt, árangursríkt og sjálfbært vinnuumhverfi. Þegar starfsfólk upplifir öryggi, virðingu og sanngjarnt viðmót á vinnustað, hefur það jákvæð áhrif á bæði starfsfólkið og vinnustaðinn. Rannsóknir sýna að vinnustaðir sem leggja áherslu á heilbrigðan starfsanda og öflugar forvarnir gegn einelti, áreitni og streitu sjá minni starfsmannaveltu, færri veikindafjarvistir og aukna framleiðni. Starfsánægja eykst og samskipti verða betri sem eykur líkur á jákvæðum áhrifum á alla þætti starfseminnar. Á móti kemur þá sýna rannsóknir að streita, samskiptavandi og vanlíðan á vinnustað getur haft verulegan kostnað í för með sér vegna skertrar starfsgetu, tíðari mistaka, lakari frammistöðu starfsfólks og jafnvel veikindaleyfa. Með því að fjárfesta í sálfélagslegu öryggi og virkja þannig eftirlitskerfi aukast líkur á að koma auga á falinn kostnað sem fylgir langvinnri streitu, starfsmannaveltu, lögfræðilegum deilum og starfsóánægju. Heilbrigt og jákvætt vinnuumhverfi eykur tryggð starfsfólks, sem skilar sér í minni þjálfunarkostnaði og meiri skilvirkni. Að hlúa að öryggi er því ekki eingöngu siðferðilega rétt, það er líka arðbær fjárfesting. En hver er ávinningurinn? Minni starfsmannavelta og veikindafjarvistir Streita og vanlíðan á vinnustað eru algengar ástæður fyrir veikindaleyfum og uppsögnum. Öruggt starfsumhverfi eykur starfsánægju, sem dregur úr brotthvarfi og sparar kostnað við nýráðningar og þjálfun. Aukinn árangur og framleiðni Þegar starfsfólk finnur fyrir trausti og öryggi er það líklegra til að leggja sig fram og skila betri vinnu. Minni áhyggjur af samskiptum og árekstrum þýðir að starfsfólk getur einbeitt sér betur að verkefnum sínum og afköstin aukast. Betri samskipti og góð vinnustaðamenning Öryggi í samskiptum stuðlar að opinskárri og heiðarlegri umræðu. Þegar fólk þorir að tjá sig án ótta við neikvæðar afleiðingar skapast lausnamiðað vinnuumhverfi. Minni streita og minni líkur á kulnun Að vinna í umhverfi þar sem stjórnendur láta sig hugarfar, tilfinningar og samskipti varða, má draga úr líkum á skaðlegri streitu og mögulegri kulnun. Það að skapa jafnvægi milli vinnu og einkalífs, skilar sér í ánægðara og heilbrigðara starfsfólki. Skýrari ábyrgð og meira traust Þegar starfsfólk veit að á það er hlustað og að markvisst er unnið gegn neikvæðum samskiptum eykst traust gagnvart stjórnendum og vinnustaðnum. Skýrir verkferlar og ábyrgðarsvið draga úr óvissu og lágmarka árekstra. Fjárhagslegur ávinningur Minni starfsmannavelta, færri veikindaleyfi og aukin framleiðni spara fyrirtækjum háar upphæðir. Fyrirtæki með sterka vinnustaðamenningu eiga auðveldara með að laða að og halda í hæfileikaríkt starfsfólk. Eftir þessa yfirferð þá kann að hljóma flókið og yfirgripsmikið verkefni að tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Og raunin er að vissulega getur það verið það. Innan sálfélagslegra þátta eru mjög margar breytur sem erfitt getur verið að hafa stjórn á, hugsanir, hegðun og tilfinningar sem og ýmsar ytri breytur. En hugsanlega liggur svarið þar. Ef við þekkjum ytri breytur í starfsumhverfi erum við betur í stakk búin til að tryggja öryggi starfsfólks með réttum inngripum. Þekkingin kemur til með markvissum greiningum þar sem áhættuþættir sem kunna að leynast á vinnustaðnum eru metnir. Með þekkingu á ytri breytum, eða áhættuþáttum, verða inngrip markvissari og hægt er að mæta fólki og styðja það til vellíðunar. Það er því mikilvægt að efla sálfélagslegt öryggi með greiningum, til dæmis í formi áhættumats sem er til þess fallið að meta stöðu og bæta sálfélagslega þætti í vinnuumhverfinu. Áhættumat felur í sér ítarlega greiningu á samskiptum, stjórnun, vinnuskipulagi og öðrum þáttum sem hafa áhrif á andlega og félagslega líðan starfsfólks. Með því að kortleggja þessa þætti er ljósi varpað á mögulegar hættur og lausnir skoðaðar sem stuðla að betri vinnustaðamenningu. Þetta ferli er ekki aðeins nauðsynlegt til að uppfylla lagalegar kröfur, heldur einnig til að skapa umhverfi þar sem starfsfólki líður vel. Þegar starfsfólk upplifir sálfélagslegt öryggi á vinnustað og hefur þekkingu á sínum þörfum, þá hafi það jákvæð áhrif á árangur vinnustaðar og áhugahvöt og hamingju starfsfólks. Með okkar sérsniðna áhættumati og ráðgjöf hjálpum við fyrirtækjum að ná þessum markmiðum og tryggja sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Það er lykillinn að langtímaárangri í nútíma vinnuumhverfi. Eru þitt fyrirtæki tilbúið að taka næsta skref í átt að betri og öruggari vinnustað? Höfundur er sálfræðingur hjá Auðnast. Heimildir: Verkuil, B., Atasayi, S., & Molendijk, M. L. (2015). Workplace bullying and mental health: A meta-analysis on cross-sectional and longitudinal data. PLOS ONE, 10(8), e0135225. https://doi.org/10.1371/journal.pone.0135225 Chen, B., Wang, L., & Li, B. (2022). Work stress, mental health, and employee performance. Frontiers in Psychology, 13, 1006580. https://doi.org/10.3389/fpsyg.2022.1006580
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar