Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2025 14:32 Hákon Arnar Haraldsson fagnar marki sínu gegn Borussia Dortmund ásamt Ngal'ayel Mukau. ap/Martin Meissner Þeir Albert Ingason og Ólafur Kristjánsson hrósuðu Hákoni Arnari Haraldssyni, leikmanni Lille, í hástert fyrir frammistöðu hans í leiknum gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. Þeir sögðu að Skagamaðurinn væri draumur þjálfarans. Hákon skoraði jöfnunarmark Lille á 68. mínútu. Hann slapp þá í gegnum vörn Dortmund eftir stungusendingu Jonathans David og kom boltanum framhjá Gregory Kobel, markverði heimamanna. Lokatölur 1-1. Hákon var valinn maður leiksins hjá UEFA og strákarnir í Meistaradeildarmörkunum jusu hann lofi í þætti gærkvöldsins. „Hann hleypur út um allt. Hann hreyfir við hafsentunum, við öftustu fjórum. Bruno Génésio [þjálfari Lille] talaði um Hákon fyrir leik, hvað hann gæti leyst margar stöður. Þú færð alltaf hundrað prósent framlag frá honum. Við sjáum það í dag að lið sem eru skoða leikmenn skoða ekki bara hæfileikana inni á vellinum heldur einnig hvaða karakter hann hefur. Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að,“ sagði Albert. Ólafur tók í kjölfarið við boltanum. „Við förum alltaf í þetta, að hann hleypur ofboðslega mikið, sem er hárrrétt og hann hleypur kraftmikið. En það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er hvernig hann spilar leikinn, hvernig hann skynjar rými, hvar hann getur búið sér til svæði, hagar sér í svæðum: Er að koma pressa á mig? Hvert tek ég boltann? Það finnst mér rosalega þroskað hjá honum. Hvenær set ég tempó í leikinn? Hvenær tek ég tempó úr leiknum,“ sagði Ólafur. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Hákon „Svo þetta misskiljist ekki; hann hengir ekki hatt sinn bara á snaga einhverrar líkamlegrar hlaupagetu. Hann er ekki mikill af manni en hann klárar sig rosalega vel með það sem hann hefur. Eins og ég sagði áðan: Hann er frábær fótboltamaður sem er á góðri leið upp á við.“ Seinni leikur Lille og Dortmund fer fram á heimavelli franska liðsins, Stade Pierre-Mauroy, miðvikudaginn 12. mars. Umræðuna um Hákon úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5. mars 2025 06:31 Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4. mars 2025 22:50 Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 4. mars 2025 21:56 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Hákon skoraði jöfnunarmark Lille á 68. mínútu. Hann slapp þá í gegnum vörn Dortmund eftir stungusendingu Jonathans David og kom boltanum framhjá Gregory Kobel, markverði heimamanna. Lokatölur 1-1. Hákon var valinn maður leiksins hjá UEFA og strákarnir í Meistaradeildarmörkunum jusu hann lofi í þætti gærkvöldsins. „Hann hleypur út um allt. Hann hreyfir við hafsentunum, við öftustu fjórum. Bruno Génésio [þjálfari Lille] talaði um Hákon fyrir leik, hvað hann gæti leyst margar stöður. Þú færð alltaf hundrað prósent framlag frá honum. Við sjáum það í dag að lið sem eru skoða leikmenn skoða ekki bara hæfileikana inni á vellinum heldur einnig hvaða karakter hann hefur. Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að,“ sagði Albert. Ólafur tók í kjölfarið við boltanum. „Við förum alltaf í þetta, að hann hleypur ofboðslega mikið, sem er hárrrétt og hann hleypur kraftmikið. En það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er hvernig hann spilar leikinn, hvernig hann skynjar rými, hvar hann getur búið sér til svæði, hagar sér í svæðum: Er að koma pressa á mig? Hvert tek ég boltann? Það finnst mér rosalega þroskað hjá honum. Hvenær set ég tempó í leikinn? Hvenær tek ég tempó úr leiknum,“ sagði Ólafur. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Hákon „Svo þetta misskiljist ekki; hann hengir ekki hatt sinn bara á snaga einhverrar líkamlegrar hlaupagetu. Hann er ekki mikill af manni en hann klárar sig rosalega vel með það sem hann hefur. Eins og ég sagði áðan: Hann er frábær fótboltamaður sem er á góðri leið upp á við.“ Seinni leikur Lille og Dortmund fer fram á heimavelli franska liðsins, Stade Pierre-Mauroy, miðvikudaginn 12. mars. Umræðuna um Hákon úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5. mars 2025 06:31 Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4. mars 2025 22:50 Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 4. mars 2025 21:56 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hákon Arnar Haraldsson tryggði Lille 1-1 jafntefli á móti Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 5. mars 2025 06:31
Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Hákon Arnar Haraldsson var kátur í viðtali í leikslok í kvöld en hann átti mjög góðan leik í 1-1 jafntefli Lille á útivelli á móti Borussia Dortmund. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 4. mars 2025 22:50
Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. 4. mars 2025 21:56