Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 23:33 Það hefur verið erfitt að vera stuðningmaður Manchester United síðustu mánuði. Getty/James Baylis Einn stærsti stuðningsmannaklúbbur Manchester United vill senda skýr skilaboð til eiganda félagsins á næsta heimaleik liðsins sem verður á móti Arsenal á Old Trafford. Stuðningsmannaklúbburinn „The 1958“ sendi frá sér yfirlýsingu í dag um að það yrði skipulögð hópganga fyrir leik en um leið að allir stuðningsmenn United ættu að sameinast í því að mæta í svörtu á leikinn. Það eru eiginlega bara slæmar fréttir af Manchester United þessa dagana. Félagið að skera niður á öllum stöðum, segja upp fólki og minnka fríðindi annarra. Þá gengur auðvitað ekkert inn á vellinum og það stefnir í versta tímabilið í sögu þess í ensku úrvalsdeildinni. Ruben Amorim tók við liðinu af Erik ten Hag í október en vont hefur bara orðið verra undir hans stjórn. Það kostaði 14,5 milljónir punda að reka Ten Hag eða meira en tvo og hálfan milljarð. United er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og féll úr enska bikarnum um síðustu helgi. „Félagið er hægt og rólega að deyja fyrir framan augu okkar, bæði innan sem utan vallar. Sökin skrifast algjörlega á núverandi eigandafyrikomulag,“ sagði Steve Crompton frá The 1958 í yfirlýsingu sem ESPN fjallaði um. „Það blasir við fjárhagslegt harmagedón hjá félaginu. Skuldir eru leiðin til glötunar. Sir Matt Busby myndi snúa sér í gröfinni yfir núverandi stjórnarháttum hjá stórkostlegasta fótboltafélagi heims. Það er verið að knésetja þetta félag og það er að verða að aðhlátursefni,“ sagði Crompton. „Félagið er á leiðinni afturábak og það er líklegt að þetta eigi bara eftir að verða verra. Við hverjum stuðningsmenn til að standa upp, sameinast og hittast klukkan þrjú á sunnudaginn þegar við ætlum að ganga saman og mótmæla Glazer bræðrum og meðvitaðri árás félagsins á menningu stuðningsfólks félagsins,“ sagði Crompton. United supporters urged to wear black against Arsenal ‘to symbolise how the club is slowly dying’ #mufc pic.twitter.com/YgZwDUYf4Y— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) March 4, 2025 Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Sjá meira
Stuðningsmannaklúbburinn „The 1958“ sendi frá sér yfirlýsingu í dag um að það yrði skipulögð hópganga fyrir leik en um leið að allir stuðningsmenn United ættu að sameinast í því að mæta í svörtu á leikinn. Það eru eiginlega bara slæmar fréttir af Manchester United þessa dagana. Félagið að skera niður á öllum stöðum, segja upp fólki og minnka fríðindi annarra. Þá gengur auðvitað ekkert inn á vellinum og það stefnir í versta tímabilið í sögu þess í ensku úrvalsdeildinni. Ruben Amorim tók við liðinu af Erik ten Hag í október en vont hefur bara orðið verra undir hans stjórn. Það kostaði 14,5 milljónir punda að reka Ten Hag eða meira en tvo og hálfan milljarð. United er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og féll úr enska bikarnum um síðustu helgi. „Félagið er hægt og rólega að deyja fyrir framan augu okkar, bæði innan sem utan vallar. Sökin skrifast algjörlega á núverandi eigandafyrikomulag,“ sagði Steve Crompton frá The 1958 í yfirlýsingu sem ESPN fjallaði um. „Það blasir við fjárhagslegt harmagedón hjá félaginu. Skuldir eru leiðin til glötunar. Sir Matt Busby myndi snúa sér í gröfinni yfir núverandi stjórnarháttum hjá stórkostlegasta fótboltafélagi heims. Það er verið að knésetja þetta félag og það er að verða að aðhlátursefni,“ sagði Crompton. „Félagið er á leiðinni afturábak og það er líklegt að þetta eigi bara eftir að verða verra. Við hverjum stuðningsmenn til að standa upp, sameinast og hittast klukkan þrjú á sunnudaginn þegar við ætlum að ganga saman og mótmæla Glazer bræðrum og meðvitaðri árás félagsins á menningu stuðningsfólks félagsins,“ sagði Crompton. United supporters urged to wear black against Arsenal ‘to symbolise how the club is slowly dying’ #mufc pic.twitter.com/YgZwDUYf4Y— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) March 4, 2025
Enski boltinn Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Sjá meira