Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar 4. mars 2025 15:00 Bandaríkin hafa notið þeirra forréttinda að gjaldmiðillinn þeirra USD hefur verið notaður sem alþjóðlegur gjaldmiðill í marga áratugi. Þetta hefur veitt þeim gífurlegar tekjur og möguleika. Það að geta nánast dælt eigin gjaldmiðli út án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að standa raunverulega skil á honum aftur, er mjög verðmætt. Það má segja að Bandaríkin hafi misst sig í þessum lúksus og peningaausturinn að mörgu leyti orðið að peningaþvottavél og búið til gífurlegan auð fárra og í stuttu máli gert þau óþolandi í augum stórs hluta heimsins. Þess ber að geta að okkar aðstaða til að setja peninga í stríðsrekstur er gerólík, þar sem við verðum að greiða fyrir það með öðrum gjaldmiðlum (og þá helst dollurum) en okkar eigin. Mistökin sem hafa verið gerð á undanförnum árum eru þessi m.a.: Í fyrsta lagi að dollarinn hefur verið í of miklum mæli gerður að vopni. Endalausar viðskiptaþvinganir og hömlur, til að reyna að stjórna heimsmálum eru að grafa hratt undan þolinmæði annarra stórvelda og smærri ríkja sem fylgja með. BRICS samtökin eru að blása út og stefna leynt og ljóst að því að minnka vægi dollarans því að í raun sjá þessi ríki að vegna þessarar vopnavæðingar eru þau ekki lengur nægilega frjáls. Þau höfðu ekki stórar athugasemdir við þetta kerfi áður, en núna blasir vandinn við. Þetta verður ekki stöðvað, en Trump er að reyna að hægja á þróuninni og kaupa tíma. Í örðu lagi hefur hernaðarbröltið um allan heim og mest núna í Úkraínu rekið Rússa í fangið á Kínverjum, nokkuð sem ekki var planið, og einnig aðrar stórþjóðir eins og Indland og Asíulöndin í auknum mæli. En þessi svæði eru vaxtarsvæði framtíðarinnar. Ef þau mynda nógu sterka heild verður vestræni heimurinn undir með óbreyttri stefnu. Og reyndar líklega hvort sem er. Það sem Trump og hans lið eru að reyna að gera er að draga eins hratt og hægt er úr peningaaustri í allar óþarfa áttir til að dollarinn falli síður eða falli ekki eins mikið og hratt. Það gera þeir m.a. með því að draga úr hernaðarumsvifum. En 800 herstöðvar þeirra hafa verið ,,ókeypis" hingað til vegna þess sem áður sagði. Aðferðin er númer 1. Draga úr stríðsrekstri og styrjaldarvafstri og öðrum afskiptum. Númer 2. Auka framleiðslugetu heima fyrir eins og hægt er og verða eins sjálfbær og hægt er (sem er m.a. ástæðan fyrir öllu tollatalinu). Númer 3. Hætta allri óþarfa starfssemi ríkisins, reka gagnslausa ríkisstarfsmenn og beina vinnuaflinu inn í framleiðslu og tæknivæðingu (og innviðauppbyggingu) Með þessu er hægt að undirbúa Bandaríkin undir það að þurfa að greiða fyrir dollarana sem munu vilja koma heim. Þar sem þetta er þeirra eigin gjaldmiðill, munu þeir aldrei verða gjaldþrota, en gjaldmiðillinn getur fallið mjög mikið. Sjálfbærni og stöðvun umframeyðslu eru lykilatriði. Þess vegna er ekki lengur málið að vera í stríði um allar koppa grundir, heldur þarf að hafa sem best samskipti við allar þjóðir, kaupa tíma og vinna heimavinnuna. Þetta er mikill léttir fyrir jarðarbúa, sem ættu að geta vænst vitrænni samskipta á milli þjóða í framtíðinni. Höfundur er bóndi og áhugamaður um alþjóðastjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Bandaríkin hafa notið þeirra forréttinda að gjaldmiðillinn þeirra USD hefur verið notaður sem alþjóðlegur gjaldmiðill í marga áratugi. Þetta hefur veitt þeim gífurlegar tekjur og möguleika. Það að geta nánast dælt eigin gjaldmiðli út án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að standa raunverulega skil á honum aftur, er mjög verðmætt. Það má segja að Bandaríkin hafi misst sig í þessum lúksus og peningaausturinn að mörgu leyti orðið að peningaþvottavél og búið til gífurlegan auð fárra og í stuttu máli gert þau óþolandi í augum stórs hluta heimsins. Þess ber að geta að okkar aðstaða til að setja peninga í stríðsrekstur er gerólík, þar sem við verðum að greiða fyrir það með öðrum gjaldmiðlum (og þá helst dollurum) en okkar eigin. Mistökin sem hafa verið gerð á undanförnum árum eru þessi m.a.: Í fyrsta lagi að dollarinn hefur verið í of miklum mæli gerður að vopni. Endalausar viðskiptaþvinganir og hömlur, til að reyna að stjórna heimsmálum eru að grafa hratt undan þolinmæði annarra stórvelda og smærri ríkja sem fylgja með. BRICS samtökin eru að blása út og stefna leynt og ljóst að því að minnka vægi dollarans því að í raun sjá þessi ríki að vegna þessarar vopnavæðingar eru þau ekki lengur nægilega frjáls. Þau höfðu ekki stórar athugasemdir við þetta kerfi áður, en núna blasir vandinn við. Þetta verður ekki stöðvað, en Trump er að reyna að hægja á þróuninni og kaupa tíma. Í örðu lagi hefur hernaðarbröltið um allan heim og mest núna í Úkraínu rekið Rússa í fangið á Kínverjum, nokkuð sem ekki var planið, og einnig aðrar stórþjóðir eins og Indland og Asíulöndin í auknum mæli. En þessi svæði eru vaxtarsvæði framtíðarinnar. Ef þau mynda nógu sterka heild verður vestræni heimurinn undir með óbreyttri stefnu. Og reyndar líklega hvort sem er. Það sem Trump og hans lið eru að reyna að gera er að draga eins hratt og hægt er úr peningaaustri í allar óþarfa áttir til að dollarinn falli síður eða falli ekki eins mikið og hratt. Það gera þeir m.a. með því að draga úr hernaðarumsvifum. En 800 herstöðvar þeirra hafa verið ,,ókeypis" hingað til vegna þess sem áður sagði. Aðferðin er númer 1. Draga úr stríðsrekstri og styrjaldarvafstri og öðrum afskiptum. Númer 2. Auka framleiðslugetu heima fyrir eins og hægt er og verða eins sjálfbær og hægt er (sem er m.a. ástæðan fyrir öllu tollatalinu). Númer 3. Hætta allri óþarfa starfssemi ríkisins, reka gagnslausa ríkisstarfsmenn og beina vinnuaflinu inn í framleiðslu og tæknivæðingu (og innviðauppbyggingu) Með þessu er hægt að undirbúa Bandaríkin undir það að þurfa að greiða fyrir dollarana sem munu vilja koma heim. Þar sem þetta er þeirra eigin gjaldmiðill, munu þeir aldrei verða gjaldþrota, en gjaldmiðillinn getur fallið mjög mikið. Sjálfbærni og stöðvun umframeyðslu eru lykilatriði. Þess vegna er ekki lengur málið að vera í stríði um allar koppa grundir, heldur þarf að hafa sem best samskipti við allar þjóðir, kaupa tíma og vinna heimavinnuna. Þetta er mikill léttir fyrir jarðarbúa, sem ættu að geta vænst vitrænni samskipta á milli þjóða í framtíðinni. Höfundur er bóndi og áhugamaður um alþjóðastjórnmál.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun