Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar 4. mars 2025 10:30 Nú er ég búinn að verja undanförnum vikum í Tansaníu nærri fólki sem lifir talsvert öðruvísi lífi en við erum vön í borgarlífi vesturlandabúans. Því lengri tíma sem ég ver hérna, því skýrara verður það fyrir mér hve langt við höfum villst af leið í nútíma samfélagi. Þegar ég fer í lítil þorp án áreita þar sem fólk hefur lifað í takt við náttúruna í árhundruðir sé ég visku í andlitunum sem minnir mig harkalega á mína eigin aftengingu og streitu. Fólkið þarf ekki að gera neitt eða segja neitt við mig. Maður finnur bara einhvern staðfastan kjarna, beintengingu og innri ró sem verður varla komið í orð. Ég skrifa þetta ekki til þess að upphefja allt hér úti, heldur til þess að lýsa því sem ég sé með eigin augum og finn í öllum frumum líkamans. Náttúran er fullkomin sköpun, þar sem hönnunin er svo nákvæm að það er eiginlega ekki hægt að koma því í orð. Því lengra sem við færumst náttúrunni og lögmálum hennar því stærri verður skekkjan. Í borgarlífi vesturlandabúans er aftengingin oft á tíðum orðin algjör. Við borðum mat sem er að megninu til framleiddur í verksmiðjum. Við erum stærstan hluta dagsins sósuð í gervibirtu og umhverfi uppfullu af eiturefnum. Ofan á það tökum við inn stanslaust misgáfulegt áreiti af upplýsingum í gegnum augun og eyrun. Í raun erum við upp til hópa daginn inn og út að setja rusl inn í munninn á okkur, rusl í augun á okkur, rusl í eyrun á okkur og rusl á húðina okkar (látum nefið liggja á milli hluta).Eðlileg niðurstaða alls þessa er að við höfum aldrei verið veikari og aldrei aftengdari innsæi okkar. Svo tökum við inn pillur til þess að laga vandann, sem skekkir okkur enn meira og aftengir okkur enn meira frá innsæinu og greindinni sem býr í frumum líkamans. Í allri þessarri aftengingu og veikindum er svo enn auðveldara að dáleiða okkur í að láta selja okkur hluti sem eru ekki góðir fyrir okkur. Matvælaiðnaðurinn er að stórum hluta orðinn að græðgismaskínu og lyfjaiðnaðurinn sömuleiðis. Svo er kominn upp heilsuiðnaður þar sem margt er gott, en allir þykjast vera með hina einu sönnu lausn sem virkar fyrir alla. Þó að auðvitað séu ákveðnir hlutir almennt góðir fyrir alla, en aðrir almennt slæmir má ekki gleymast að það hefur enginn verið í þínum líkama með þína sögu. Þess vegna veit þinn eigin líkami betur en allir sérfræðingar hvað virkar fyrir þig. Verkefnið fyrir okkur öll er að tengjast eigin líkamsgreind og innsæinu til þess að sækja bestu sérfræðiupplýsingar sem til eru. Þær sem búa nú þegar innra með þér. Ég hef sjálfur farið í gegnum löng tímabil af veikindum einmitt vegna þessarrar aftengingar og þarf stöðugt að vinna gegn henni til að vera heilbrigður. Í raun er ég mjög langt frá því að vera barnanna bestur í þessum efnum, en í hvert einasta skipti sem ég byrja að minnka ruslið sem ég tek inn í gegnum skynfærin, þá kikkar inn náttúruleg greind líkamans sem var þarna allan tímann, en ég gat bara ekki hlustað fyrir hávaðanum frá öllu ruslinu. Við vorum ekki hönnuð til þess að vera veik og líða illa og líkamar okkar eru virkilega góðir í að laga það sem aflaga hefur farið. En til þess að það geti gerst verðum við draga úr öllum óheilbrigðu áreitunum sem fara inn í kerfið, hvort sem það er í gegnum munninn, augun, húðina, eyrun eða nefið. Gleðin og léttirinn sem fylgir því þegar maður finnur náttúrulögmálin byrja að kikka inn í eigin líkama er eitthvað sem er erfitt að útskýra. Ef við erum í vafa um hvort eitthvað sé gott fyrir okkur er gott að spyrja sig hvort það sé í takt við lögmál náttúrunnar eða ekki. Leiðin áfram er að fara aftur til upprunans. Og leiðin til að breyta einhverju er að byrja að taka ábyrgð á sjálfum sér áður en maður gerir nokkuð annað. Þá byrjar að glitta í hina nýju jörð, sem kannski var þarna allan tímann áður en við villtumst af leið. Megum við öll eiga góðan dag og taka lítil skref til að tengjast innsæinu. Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Sölvi Tryggvason Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Nú er ég búinn að verja undanförnum vikum í Tansaníu nærri fólki sem lifir talsvert öðruvísi lífi en við erum vön í borgarlífi vesturlandabúans. Því lengri tíma sem ég ver hérna, því skýrara verður það fyrir mér hve langt við höfum villst af leið í nútíma samfélagi. Þegar ég fer í lítil þorp án áreita þar sem fólk hefur lifað í takt við náttúruna í árhundruðir sé ég visku í andlitunum sem minnir mig harkalega á mína eigin aftengingu og streitu. Fólkið þarf ekki að gera neitt eða segja neitt við mig. Maður finnur bara einhvern staðfastan kjarna, beintengingu og innri ró sem verður varla komið í orð. Ég skrifa þetta ekki til þess að upphefja allt hér úti, heldur til þess að lýsa því sem ég sé með eigin augum og finn í öllum frumum líkamans. Náttúran er fullkomin sköpun, þar sem hönnunin er svo nákvæm að það er eiginlega ekki hægt að koma því í orð. Því lengra sem við færumst náttúrunni og lögmálum hennar því stærri verður skekkjan. Í borgarlífi vesturlandabúans er aftengingin oft á tíðum orðin algjör. Við borðum mat sem er að megninu til framleiddur í verksmiðjum. Við erum stærstan hluta dagsins sósuð í gervibirtu og umhverfi uppfullu af eiturefnum. Ofan á það tökum við inn stanslaust misgáfulegt áreiti af upplýsingum í gegnum augun og eyrun. Í raun erum við upp til hópa daginn inn og út að setja rusl inn í munninn á okkur, rusl í augun á okkur, rusl í eyrun á okkur og rusl á húðina okkar (látum nefið liggja á milli hluta).Eðlileg niðurstaða alls þessa er að við höfum aldrei verið veikari og aldrei aftengdari innsæi okkar. Svo tökum við inn pillur til þess að laga vandann, sem skekkir okkur enn meira og aftengir okkur enn meira frá innsæinu og greindinni sem býr í frumum líkamans. Í allri þessarri aftengingu og veikindum er svo enn auðveldara að dáleiða okkur í að láta selja okkur hluti sem eru ekki góðir fyrir okkur. Matvælaiðnaðurinn er að stórum hluta orðinn að græðgismaskínu og lyfjaiðnaðurinn sömuleiðis. Svo er kominn upp heilsuiðnaður þar sem margt er gott, en allir þykjast vera með hina einu sönnu lausn sem virkar fyrir alla. Þó að auðvitað séu ákveðnir hlutir almennt góðir fyrir alla, en aðrir almennt slæmir má ekki gleymast að það hefur enginn verið í þínum líkama með þína sögu. Þess vegna veit þinn eigin líkami betur en allir sérfræðingar hvað virkar fyrir þig. Verkefnið fyrir okkur öll er að tengjast eigin líkamsgreind og innsæinu til þess að sækja bestu sérfræðiupplýsingar sem til eru. Þær sem búa nú þegar innra með þér. Ég hef sjálfur farið í gegnum löng tímabil af veikindum einmitt vegna þessarrar aftengingar og þarf stöðugt að vinna gegn henni til að vera heilbrigður. Í raun er ég mjög langt frá því að vera barnanna bestur í þessum efnum, en í hvert einasta skipti sem ég byrja að minnka ruslið sem ég tek inn í gegnum skynfærin, þá kikkar inn náttúruleg greind líkamans sem var þarna allan tímann, en ég gat bara ekki hlustað fyrir hávaðanum frá öllu ruslinu. Við vorum ekki hönnuð til þess að vera veik og líða illa og líkamar okkar eru virkilega góðir í að laga það sem aflaga hefur farið. En til þess að það geti gerst verðum við draga úr öllum óheilbrigðu áreitunum sem fara inn í kerfið, hvort sem það er í gegnum munninn, augun, húðina, eyrun eða nefið. Gleðin og léttirinn sem fylgir því þegar maður finnur náttúrulögmálin byrja að kikka inn í eigin líkama er eitthvað sem er erfitt að útskýra. Ef við erum í vafa um hvort eitthvað sé gott fyrir okkur er gott að spyrja sig hvort það sé í takt við lögmál náttúrunnar eða ekki. Leiðin áfram er að fara aftur til upprunans. Og leiðin til að breyta einhverju er að byrja að taka ábyrgð á sjálfum sér áður en maður gerir nokkuð annað. Þá byrjar að glitta í hina nýju jörð, sem kannski var þarna allan tímann áður en við villtumst af leið. Megum við öll eiga góðan dag og taka lítil skref til að tengjast innsæinu. Höfundur er háskólamenntaður, en hefur lært mest af skóla lífsins.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun