Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar 3. mars 2025 15:03 Föstudaginn s.l. birtist grein á visir.is um föðurlausa drengi eftir Margréti Valdimarsdóttur(1). Greinin fjallaði um afbrot ungmenni m.a. út frá fjölskyldustöðu. Þar kom fram að börn einstæðra foreldra eru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa á heimili með báðum foreldrum sínum. Þar kom einnig fram að börn sem alast upp á einstæðum feðrum væru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa hjá einstæðum mæðrum. Þetta eru áhugaverð gögn en skoðum þetta aðeins. Börn einstæðra mæðra eru ekki föðurlaus Hugtök eins og „einstæðir feður“ og „einstæðar mæður“ lýsa fyrst og fremst sambandsstöðu foreldrisins og hvar barn hefur lögheimili. Hugtakið lýsir ekki þátttöku hins foreldrisins í uppeldi barnsins. Þar af leiðandi er rangt að álykta að börn „einstæðra mæðra“ séu „föðurlaus“. Ég sendi nýlega fyrirspurnir á bæði Félagsvísindasvið og Menntavísindasvið HÍ um hvort rannsóknir hefðu verið gerðar á stöðu barna „einstæðra foreldra“ en svörin voru að engar sérstakar rannsóknir hefðu verið gerðar á umönnunarbyrði einstæðra foreldra eða réttindum barna einstæðra foreldra. Umönnunarbyrði einstæðra foreldra er þung Grein Margrétar bendir á þá staðreynd að félagsleg staða barna sem búa hjá „einstæðu foreldri“ er erfiðari en annarra barna sem eykur líkur á andfélagslegri hegðun. Rannsóknir sýna að einstæðar mæður bera þungar byrðar. Hvað gera stjórnvöld til að létta þeim byrðarnar og koma börnunum til aðstoðar? Stefna stjórnvalda í málefnum barna einstæðra foreldra er ömurleg Stjórnvöld hafa enga stefnu í málefnum barna einstæðra foreldra. Í flestum öllum tilfellum snýst stuðningurinn um fjármagn en ekki félagsleg úrræði hjá sveitarfélögum eða leik-/grunnskólum. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð á Íslandi. Stjórnvöld eru þar af leiðandi stefnulaus, ráfandi um í myrkri. Árið 2019 gáfu bæði félagsmálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið út að stuðningur við börn ætti aðeins að vera veittur til þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Hitt foreldrið, óháð hæfni þess, vilja til að taka þátt, góðri samvinnu við hitt foreldrið og góðu sambandi við barnið hefði ekki lagalegan rétt á að vera með. Stuðningur við börn einstæðra foreldra er því minni en við önnur börn. Hálft stuðningsnet barns fær ekki að vera barninu til stuðnings. Það er augljóst að það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir barnið. Árið 2018 skrifaði Kristín Jónsdóttir doktorsritgerð um „Tengsl heimila og grunnskóla á Íslandi“(2) Þar kemur fram að einstæðar mæður teldu sig fá minni stuðning fyrir börnin en aðrir foreldrar. Stefna stjórnvalda, landslög og aðgerðir sveitarfélaga styðja við þessa niðurstöðu. Árin 2019 og 2020 reyndu Reykjavíkurborg og Kópavogsbær að setja enn meiri byrðar á einstæða foreldra(aðallega mæður) með því að vísa umgengisforeldrum út úr samskiptum við leik- og grunnskóla með upptöku nýs kerfis, Vala.is. Umboðsmaður Alþingis sagði bæði sveitarfélögin fara eftir lögum. Foreldrar náðu sem betur fer að standa af sér þessa afturhaldssinnuðu aðför sveitarfélaganna. Foreldrar hunsuðu einnig álit Umboðsmann Alþingis til þess að tryggja réttindi barnanna. Umboðsmaður Barna skilaði auðu, eins og hann gerir því miður of oft þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu. Árið 2021 sendi ég félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort farsældarlögin næðu utan um börn einstæðra foreldra og svarið var NEI en að þeim yrði mögulega bætt við á næstu árum. Ekkert hefur verið gert síðan. Árið 2024 sögðu bæði Reykjavíkurborg og Barna- og menntamálaráðuneytið að lög(grunnskólalög, leikskólalög, farsældarlögin og barnalög) tryggðu barni ekki stuðning beggja foreldra þrátt fyrir að vilji bæði barns og foreldra lægi fyrir. Þau vildu ekki segja hvað þyrfti til þess að tryggja barni fullan og ótakmarkaðan stuðning. Í handbók BOFS um innleiðingu farsældarlaganna á landsvísu(2024) er ekkert fjallað um börn einstæðra foreldra. Hugtakið er ekki einu sinni að finna í handbókinni. Þessi börn eru ekki með í farsældinni(3) Í stefnumótun stjórnvalda í COVID var ekki tekið tillit til barna einstæðra foreldra. Þau voru jaðarsett. Í skýrslum og rannsóknum um áhrif COVID þá var staða þeirra ekki skoðuð sérstaklega. Stjórnvöld virðast ekki vera að gera neitt í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Staðreyndir Það er lítið sem ekkert er að gerast í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Það eru engin lög eða úrræði grípa þessi börn eða foreldra þeirra. Staða barna einstæðra foreldra hefur nánast ekkert verið rannsökuð. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð. Lítil sem engin þekking er til um aðstæður þeirra. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við lagasetningu. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við stefnumótun. Stjórnvöld vinna markvisst að því að gera börn einstæðra foreldra föður- og mæðralaus. Það er löngu kominn tími til að Alþingi, stjórnvöld, taki ábyrgð á hlutverki sínu. Það er beinlínis fáránlegt á 21. öldinni að foreldrar sem vilja fá aðstoð, óska eftir aðstoð og eru í stöðu til að geta veitt börnum sínum stuðning, fái ekki stuðning og aðstoð stjórnvalda til þess, þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar stjórnvalda um annað. Kerfið er rotið og það þarf að laga tafarlaust! Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. (1) https://www.visir.is/g/20252694969d/haskoladagurinn-og-fodurlausir-drengir (2) https://hi.is/vidburdir/doktorsvorn_i_menntunarfraedi_kristin_jonsdottir (3) https://island.is/handbaekur/handbok-farsaeldar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Föstudaginn s.l. birtist grein á visir.is um föðurlausa drengi eftir Margréti Valdimarsdóttur(1). Greinin fjallaði um afbrot ungmenni m.a. út frá fjölskyldustöðu. Þar kom fram að börn einstæðra foreldra eru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa á heimili með báðum foreldrum sínum. Þar kom einnig fram að börn sem alast upp á einstæðum feðrum væru líklegri til að brjóta af sér en börn sem búa hjá einstæðum mæðrum. Þetta eru áhugaverð gögn en skoðum þetta aðeins. Börn einstæðra mæðra eru ekki föðurlaus Hugtök eins og „einstæðir feður“ og „einstæðar mæður“ lýsa fyrst og fremst sambandsstöðu foreldrisins og hvar barn hefur lögheimili. Hugtakið lýsir ekki þátttöku hins foreldrisins í uppeldi barnsins. Þar af leiðandi er rangt að álykta að börn „einstæðra mæðra“ séu „föðurlaus“. Ég sendi nýlega fyrirspurnir á bæði Félagsvísindasvið og Menntavísindasvið HÍ um hvort rannsóknir hefðu verið gerðar á stöðu barna „einstæðra foreldra“ en svörin voru að engar sérstakar rannsóknir hefðu verið gerðar á umönnunarbyrði einstæðra foreldra eða réttindum barna einstæðra foreldra. Umönnunarbyrði einstæðra foreldra er þung Grein Margrétar bendir á þá staðreynd að félagsleg staða barna sem búa hjá „einstæðu foreldri“ er erfiðari en annarra barna sem eykur líkur á andfélagslegri hegðun. Rannsóknir sýna að einstæðar mæður bera þungar byrðar. Hvað gera stjórnvöld til að létta þeim byrðarnar og koma börnunum til aðstoðar? Stefna stjórnvalda í málefnum barna einstæðra foreldra er ömurleg Stjórnvöld hafa enga stefnu í málefnum barna einstæðra foreldra. Í flestum öllum tilfellum snýst stuðningurinn um fjármagn en ekki félagsleg úrræði hjá sveitarfélögum eða leik-/grunnskólum. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð á Íslandi. Stjórnvöld eru þar af leiðandi stefnulaus, ráfandi um í myrkri. Árið 2019 gáfu bæði félagsmálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið út að stuðningur við börn ætti aðeins að vera veittur til þess foreldris sem hefur lögheimili barnsins. Hitt foreldrið, óháð hæfni þess, vilja til að taka þátt, góðri samvinnu við hitt foreldrið og góðu sambandi við barnið hefði ekki lagalegan rétt á að vera með. Stuðningur við börn einstæðra foreldra er því minni en við önnur börn. Hálft stuðningsnet barns fær ekki að vera barninu til stuðnings. Það er augljóst að það hefur neikvæðar afleiðingar fyrir barnið. Árið 2018 skrifaði Kristín Jónsdóttir doktorsritgerð um „Tengsl heimila og grunnskóla á Íslandi“(2) Þar kemur fram að einstæðar mæður teldu sig fá minni stuðning fyrir börnin en aðrir foreldrar. Stefna stjórnvalda, landslög og aðgerðir sveitarfélaga styðja við þessa niðurstöðu. Árin 2019 og 2020 reyndu Reykjavíkurborg og Kópavogsbær að setja enn meiri byrðar á einstæða foreldra(aðallega mæður) með því að vísa umgengisforeldrum út úr samskiptum við leik- og grunnskóla með upptöku nýs kerfis, Vala.is. Umboðsmaður Alþingis sagði bæði sveitarfélögin fara eftir lögum. Foreldrar náðu sem betur fer að standa af sér þessa afturhaldssinnuðu aðför sveitarfélaganna. Foreldrar hunsuðu einnig álit Umboðsmann Alþingis til þess að tryggja réttindi barnanna. Umboðsmaður Barna skilaði auðu, eins og hann gerir því miður of oft þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu. Árið 2021 sendi ég félagsmálaráðuneytinu fyrirspurn um hvort farsældarlögin næðu utan um börn einstæðra foreldra og svarið var NEI en að þeim yrði mögulega bætt við á næstu árum. Ekkert hefur verið gert síðan. Árið 2024 sögðu bæði Reykjavíkurborg og Barna- og menntamálaráðuneytið að lög(grunnskólalög, leikskólalög, farsældarlögin og barnalög) tryggðu barni ekki stuðning beggja foreldra þrátt fyrir að vilji bæði barns og foreldra lægi fyrir. Þau vildu ekki segja hvað þyrfti til þess að tryggja barni fullan og ótakmarkaðan stuðning. Í handbók BOFS um innleiðingu farsældarlaganna á landsvísu(2024) er ekkert fjallað um börn einstæðra foreldra. Hugtakið er ekki einu sinni að finna í handbókinni. Þessi börn eru ekki með í farsældinni(3) Í stefnumótun stjórnvalda í COVID var ekki tekið tillit til barna einstæðra foreldra. Þau voru jaðarsett. Í skýrslum og rannsóknum um áhrif COVID þá var staða þeirra ekki skoðuð sérstaklega. Stjórnvöld virðast ekki vera að gera neitt í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Staðreyndir Það er lítið sem ekkert er að gerast í málefnum barna í viðkvæmri stöðu. Það eru engin lög eða úrræði grípa þessi börn eða foreldra þeirra. Staða barna einstæðra foreldra hefur nánast ekkert verið rannsökuð. Staða barna einstæðra foreldra hefur aldrei verið kortlögð. Lítil sem engin þekking er til um aðstæður þeirra. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við lagasetningu. Ekki er hugað að stöðu einstæðra foreldra eða barna þeirra við stefnumótun. Stjórnvöld vinna markvisst að því að gera börn einstæðra foreldra föður- og mæðralaus. Það er löngu kominn tími til að Alþingi, stjórnvöld, taki ábyrgð á hlutverki sínu. Það er beinlínis fáránlegt á 21. öldinni að foreldrar sem vilja fá aðstoð, óska eftir aðstoð og eru í stöðu til að geta veitt börnum sínum stuðning, fái ekki stuðning og aðstoð stjórnvalda til þess, þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar stjórnvalda um annað. Kerfið er rotið og það þarf að laga tafarlaust! Höfundur er fjögurra barna faðir og viðskiptafræðingur. (1) https://www.visir.is/g/20252694969d/haskoladagurinn-og-fodurlausir-drengir (2) https://hi.is/vidburdir/doktorsvorn_i_menntunarfraedi_kristin_jonsdottir (3) https://island.is/handbaekur/handbok-farsaeldar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun