Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar 3. mars 2025 14:32 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að leggja fram frumvarp, (Omnibus) sem felur í sér minni sjálfbærnikröfur á evrópsk fyrirtæki sem skyldug hafa verið til þess að vinna eftir nýrri sjálfbærinlöggjöf, CSRD. Markmið frumvarpsins er að draga úr skrifræði til þess að auka samkeppnishæfi evrópskra fyrirtækja. Drög að nýja frumvarpinu gera ráð fyrir léttingu á kröfum til fyrirtækja en eftir breytingar er áformað að kröfurnar nái til fyrirtækja sem hafa meira en 1.000 starfsmenn og velta meira en 450 milljónum evrum árlega. Þannig félög verði skyldug að útbúa, með reglulegu millibili, skýrslur sem útlista hvernig félögin gæta þess að draga úr neikvæðum áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Sjálfbærni er góður business Mörg stærri félög á Íslandi eru komin langt í innleiðingu sinni á CSRD, búin að gera sínar mikilvægisgreiningar og byrjuð að vinna með ESRS staðlana. Sú vinna gerir félögin samkeppnishæfari og þar með betri fjárfestingakosti. Sá kostnaður sem félögin hafa lagt í innleiðinguna skilar sér því fljótt tilbaka í betri rekstri og sterkari ímynd. Þessi félög eru hvött til þess að halda ótrauð áfram sinni sjálfbærnivinnu þrátt fyrir að kröfur séu mildaðar og staðlar einfaldaðir. Sú góða vinna sem farið hefur fram til þessa má alls ekki fara til spillis en einföldun á regluverki er ekki tækifæri til að hætta heldur tækifæri til að gera enn betur. Sjálfbærni er góður „business" og vinnan sem farið hefur í innleiðingu leiðir af sér betur rekið fyrirtæki, meiri yfirsýn og betra skipulag á rekstrinum auk mögulegrar hagræðingar og nýrra viðskiptatækifæra. Ekki má heldur gleyma þeim félagslegu stefnum og áherslum sem fjölmörg félög hafa sett á oddinn og sagt frá í sjálfbærniskýrslum sínum. Þegar á heildina er litið má ekki gleyma því að betur rekin fyrirtæki sem þekkja alla sína starfsemi og virðiskeðju verða á endanum samkeppnishæfari og betri fjárfestingakostir. Bakslag í réttindi Alþjóðlega erum við að berjast við margs konar félagslegt bakslag. Þar má nefna bakslag í réttindum kvenna víða um heim að ekki sé minnst á samkynhneigða og transfólk. Trumpáhrifin sjást víða. Á Íslandi, sem telst jafnréttasta land í heimi, þurfum við að standa vörð um þau réttindi sem hér hafa náðst og sækja fram. Við þurfum að hafna mannréttindabrotum, mansali og barnaþrælkun hvar sem við verðum þeirra vör. Sú vinna sem við höfum unnið á árinu m.a. með því að greina virðiskeðjur fyrirtækjanna, og rekja uppruna vara, hefur skilað okkur margfaldri þekkingu á því hvaðan vörurnar koma og hvernig umhverfi þeirra er. Þessa vinnu verðum við að varðveita. Frelsi til að líta undan Nýja frumvarpinu er einnig ætlað að milda reglur sem innleiða átti um birgja, CSDDD, sem í dag leggja þá skyldu á stærri fyrirtæki að skoða hvort birgjar hafi gerst sekir um mannréttindabrot eða illa meðferð á umhverfi. Þýðir aflagning kvaða að við höfum algjört frelsi? Skortur á ramma ætti ekki að breyta því að við viljum breyta vel og veljum að líta ekki undan þegar við sjáum brotið á fólki. Við höfum ekki frelsi til mannréttindabrota eða til þess að hneppa aðra í þrældóm eða barnaþrælkun, fara illa með starfsmenn og þar fram eftir götunum. Afléttar kvaðir ættu ekki að breyta neinu þar um. Ef við hugsum aðeins með hjartanu en ekki höfðinu, viljum við þá klæðast fatnaði sem börn hafa unnið við ómanneskjulegar aðstæður? Með því að halda áfram á beinu brautinni með góða stjórnarhætti, vönduð umhverfismál og félagsleg réttindi gerum við fyrirtækin okkar betri. Ég hvet því íslensk fyrirtæki til að kynna sér Omnibus vel og hef trú á því að á Íslandi vilji góðir stjórnendur gera sínar áhættugreiningar áfram og framkvæma tvöfaldar mikilvægisgreiningar til þess að vita hvar áhættuþættir og tækifæri þeirra til framtíðar liggja. Svo mikið höfum við lært af vegferð okkar í innleiðingu á CSRD að við viljum alls ekki aflæra það og aukin sjálfbærnivinna skilar samkeppnishæfara umhverfi. Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Podium. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að leggja fram frumvarp, (Omnibus) sem felur í sér minni sjálfbærnikröfur á evrópsk fyrirtæki sem skyldug hafa verið til þess að vinna eftir nýrri sjálfbærinlöggjöf, CSRD. Markmið frumvarpsins er að draga úr skrifræði til þess að auka samkeppnishæfi evrópskra fyrirtækja. Drög að nýja frumvarpinu gera ráð fyrir léttingu á kröfum til fyrirtækja en eftir breytingar er áformað að kröfurnar nái til fyrirtækja sem hafa meira en 1.000 starfsmenn og velta meira en 450 milljónum evrum árlega. Þannig félög verði skyldug að útbúa, með reglulegu millibili, skýrslur sem útlista hvernig félögin gæta þess að draga úr neikvæðum áhrifum sínum á umhverfi og samfélag. Sjálfbærni er góður business Mörg stærri félög á Íslandi eru komin langt í innleiðingu sinni á CSRD, búin að gera sínar mikilvægisgreiningar og byrjuð að vinna með ESRS staðlana. Sú vinna gerir félögin samkeppnishæfari og þar með betri fjárfestingakosti. Sá kostnaður sem félögin hafa lagt í innleiðinguna skilar sér því fljótt tilbaka í betri rekstri og sterkari ímynd. Þessi félög eru hvött til þess að halda ótrauð áfram sinni sjálfbærnivinnu þrátt fyrir að kröfur séu mildaðar og staðlar einfaldaðir. Sú góða vinna sem farið hefur fram til þessa má alls ekki fara til spillis en einföldun á regluverki er ekki tækifæri til að hætta heldur tækifæri til að gera enn betur. Sjálfbærni er góður „business" og vinnan sem farið hefur í innleiðingu leiðir af sér betur rekið fyrirtæki, meiri yfirsýn og betra skipulag á rekstrinum auk mögulegrar hagræðingar og nýrra viðskiptatækifæra. Ekki má heldur gleyma þeim félagslegu stefnum og áherslum sem fjölmörg félög hafa sett á oddinn og sagt frá í sjálfbærniskýrslum sínum. Þegar á heildina er litið má ekki gleyma því að betur rekin fyrirtæki sem þekkja alla sína starfsemi og virðiskeðju verða á endanum samkeppnishæfari og betri fjárfestingakostir. Bakslag í réttindi Alþjóðlega erum við að berjast við margs konar félagslegt bakslag. Þar má nefna bakslag í réttindum kvenna víða um heim að ekki sé minnst á samkynhneigða og transfólk. Trumpáhrifin sjást víða. Á Íslandi, sem telst jafnréttasta land í heimi, þurfum við að standa vörð um þau réttindi sem hér hafa náðst og sækja fram. Við þurfum að hafna mannréttindabrotum, mansali og barnaþrælkun hvar sem við verðum þeirra vör. Sú vinna sem við höfum unnið á árinu m.a. með því að greina virðiskeðjur fyrirtækjanna, og rekja uppruna vara, hefur skilað okkur margfaldri þekkingu á því hvaðan vörurnar koma og hvernig umhverfi þeirra er. Þessa vinnu verðum við að varðveita. Frelsi til að líta undan Nýja frumvarpinu er einnig ætlað að milda reglur sem innleiða átti um birgja, CSDDD, sem í dag leggja þá skyldu á stærri fyrirtæki að skoða hvort birgjar hafi gerst sekir um mannréttindabrot eða illa meðferð á umhverfi. Þýðir aflagning kvaða að við höfum algjört frelsi? Skortur á ramma ætti ekki að breyta því að við viljum breyta vel og veljum að líta ekki undan þegar við sjáum brotið á fólki. Við höfum ekki frelsi til mannréttindabrota eða til þess að hneppa aðra í þrældóm eða barnaþrælkun, fara illa með starfsmenn og þar fram eftir götunum. Afléttar kvaðir ættu ekki að breyta neinu þar um. Ef við hugsum aðeins með hjartanu en ekki höfðinu, viljum við þá klæðast fatnaði sem börn hafa unnið við ómanneskjulegar aðstæður? Með því að halda áfram á beinu brautinni með góða stjórnarhætti, vönduð umhverfismál og félagsleg réttindi gerum við fyrirtækin okkar betri. Ég hvet því íslensk fyrirtæki til að kynna sér Omnibus vel og hef trú á því að á Íslandi vilji góðir stjórnendur gera sínar áhættugreiningar áfram og framkvæma tvöfaldar mikilvægisgreiningar til þess að vita hvar áhættuþættir og tækifæri þeirra til framtíðar liggja. Svo mikið höfum við lært af vegferð okkar í innleiðingu á CSRD að við viljum alls ekki aflæra það og aukin sjálfbærnivinna skilar samkeppnishæfara umhverfi. Höfundur er stjórnendaráðgjafi og eigandi Podium.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun