Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 09:02 Pep Guardiola grípur um höfuð sér á leiknum gegn Plymouth um helgina. Getty/Justin Setterfield Boltarnir sem notaðir hafa verið í ensku bikarkeppnunum í vetur virðast ekki hafa slegið í gegn. Pep Guardiola, stjóri Manchester City, leyfði sér að kvarta undan boltanum í ljósi þess að liðið hafði unnið Plymouth í FA-bikarnum á laugardag. Fyrr í vetur kvartaði Mikel Arteta undan Puma-boltanum sem notaður er í enska deildabikarnum. Það var eftir tapleik gegn Newcastle og þótti sumum aumkunarvert af Arsenal-stjóranum að benda á boltann eftir það tap. Í FA bikarnum er notast við Mitre-bolta sem leikmenn City skutu tuttugu sinnum framhjá markinu, í 3-1 sigrinum gegn Plymouth á laugardaginn. „Boltinn í FA bikarnum er ekki almennilegur,“ fullyrti Guardiola á blaðamannafundi og er greinilega mun ánægaðari með Nike-boltana sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni og Adidas-boltana í Meistaradeild Evrópu. Hljómar eins og væl þegar maður tapar „Boltinn í Meistaradeildinni er framúrskarandi. Boltinn í úrvalsdeildinni er framúrskarandi. Þessi bolti er það ekki. Það er erfitt að stýra honum,“ sagði Guardiola. „Þegar maður tapar þá hljómar þetta eins og væl en þessi bolti er bara ekki í lagi. Þetta hefur margoft verið svona í FA bikarnum og deildabikarnum. Ég veit að þetta snýst um viðskipti og að menn hafa gert samninga,“ sagði Guardiola. „Vitið þið hvað það fóru mörg skot yfir markið? Skoðið aðra leiki. Vanalega fer boltinn inn úr svona skotum,“ bætti Spánverjinn við. Segjast viss um að boltinn sé nógu góður BBC kallaði eftir viðbrögðum frá enska knattspyrnusambandinu og fékk þau svör að Mitre Ultimax Pro boltinn hefði staðist öll próf hjá FIFA. „Við skiljum að skoðanir séu mismunandi en við erum viss um að boltinn sé góður. Það hafa yfir 350 mörk verið skoruð í keppninni hingað til og hann er spennandi hluti af þessari hörkukeppni,“ sagði fulltrúi enska sambandsins. Rétt er að taka fram að liðin fá öll keppnisbolta til að æfa með í aðdraganda leikja. City mætir næst Bournemouth í 8-liða úrslitum bikarsins en dregið var í gær, þrátt fyrir að 16-liða úrslitunum ljúki ekki fyrr en í kvöld þegar Nottingham Forest og Ipswich mætast. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira
Fyrr í vetur kvartaði Mikel Arteta undan Puma-boltanum sem notaður er í enska deildabikarnum. Það var eftir tapleik gegn Newcastle og þótti sumum aumkunarvert af Arsenal-stjóranum að benda á boltann eftir það tap. Í FA bikarnum er notast við Mitre-bolta sem leikmenn City skutu tuttugu sinnum framhjá markinu, í 3-1 sigrinum gegn Plymouth á laugardaginn. „Boltinn í FA bikarnum er ekki almennilegur,“ fullyrti Guardiola á blaðamannafundi og er greinilega mun ánægaðari með Nike-boltana sem notast er við í ensku úrvalsdeildinni og Adidas-boltana í Meistaradeild Evrópu. Hljómar eins og væl þegar maður tapar „Boltinn í Meistaradeildinni er framúrskarandi. Boltinn í úrvalsdeildinni er framúrskarandi. Þessi bolti er það ekki. Það er erfitt að stýra honum,“ sagði Guardiola. „Þegar maður tapar þá hljómar þetta eins og væl en þessi bolti er bara ekki í lagi. Þetta hefur margoft verið svona í FA bikarnum og deildabikarnum. Ég veit að þetta snýst um viðskipti og að menn hafa gert samninga,“ sagði Guardiola. „Vitið þið hvað það fóru mörg skot yfir markið? Skoðið aðra leiki. Vanalega fer boltinn inn úr svona skotum,“ bætti Spánverjinn við. Segjast viss um að boltinn sé nógu góður BBC kallaði eftir viðbrögðum frá enska knattspyrnusambandinu og fékk þau svör að Mitre Ultimax Pro boltinn hefði staðist öll próf hjá FIFA. „Við skiljum að skoðanir séu mismunandi en við erum viss um að boltinn sé góður. Það hafa yfir 350 mörk verið skoruð í keppninni hingað til og hann er spennandi hluti af þessari hörkukeppni,“ sagði fulltrúi enska sambandsins. Rétt er að taka fram að liðin fá öll keppnisbolta til að æfa með í aðdraganda leikja. City mætir næst Bournemouth í 8-liða úrslitum bikarsins en dregið var í gær, þrátt fyrir að 16-liða úrslitunum ljúki ekki fyrr en í kvöld þegar Nottingham Forest og Ipswich mætast.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira