Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar 3. mars 2025 07:30 Hitler hóf heimsstyrjöldina til að auka lífsrými Þjóðverja. Í ágúst 1939 hittust fulltrúar Hitlers og Stalíns, tveggja helstu glæpamanna heimsins. Tilgangur fundarins var gagnkvæmt samþykki um að innlima sjálstæð ríki í Evrópu. Skiptingin var þannig tilgreind í samningi þeirra, að Hitler fékk hálft Pólland og Rússar hálft. Hersveitir þeirra réðust svo saman inn í Pólland og mættust þar í sigurgleði - og skáluðu. Stalín og hans fólk fékk Eistland, Lettland og Litháen. Stalín fékk að auki Finnland og gerði strax innrás þar. Sú innrás er kölluð vetrarstríðið. Þessu til viðbótar mátti svo hvor þeirra sem nennti fá Bessarabíu, sem að hluta til er núverandi Moldavía. Þessi svívirða er kölluð griðasáttmáli Hitlers og Stalíns, Kommúnistar á Íslandi sögðu samninginn sýna snilli Stalíns, hann hefði gert sáttmálann við Hitler til að fá aukið svigrúm til að efla rússneska herinn. Stalín kollvarpaði sjálfur þeirri kenningu þegar hann réðist án tafa inn í Finnland og eyddi dýrmætum vopnum og tíma í árás á friðsama þjóð sem engum stóð ógn af. Er sagan að endurtaka sig? Forseti Bandaríkjanna tönnlast nú á því, að hann ætli að gera Ameríku mikla aftur. Hann boðar að hann ætli að innlima Panama. Hann heldur því fram að Kanada eigi að tilheyra Bandaríkjunum. Hann ógnar Grænlendingum og fullyrðir að land þeirra tilheyri Ameríku. Bandaríkjamenn reistu herstöð í Grænlandi til að bæta hernaðarstöðu sína ganvart Rússlandi. Því er eðlilegt að spyrja: Hafa Trump og Pútin samið? Td. „Ef þú sættir þig við að ég taki Grænland þá skal ég sætta mig við að þú takir Úkraínu og önnur fyrrum Sovét-lýðveldi.“ Trump hefur lýst yfir að vilja eignast Gasaströndina. Með því geta Bandaríkjamenn tryggt sér sjálfir nægan hernaðarstyrk til að gæta olíuhagsmuna í Mið-Austurlöndum. Þá losna þeir við að hervæða barnadráp og ákærða stríðsglæpamenn síonista í Ísrael. Eftir að sjónvarp sýndi samtal forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu þá er eðlilegt að spyrja: Dreymir Pútín og Trump eins og Hitler og Stalín, að skipta ríkjum á milli sín? Þetta ætti að vera galin spurning, en þegar hún varðar þessa veruleikafirrtu menn er hún því miður ekki galin. Höfundur er rafiðnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Hitler hóf heimsstyrjöldina til að auka lífsrými Þjóðverja. Í ágúst 1939 hittust fulltrúar Hitlers og Stalíns, tveggja helstu glæpamanna heimsins. Tilgangur fundarins var gagnkvæmt samþykki um að innlima sjálstæð ríki í Evrópu. Skiptingin var þannig tilgreind í samningi þeirra, að Hitler fékk hálft Pólland og Rússar hálft. Hersveitir þeirra réðust svo saman inn í Pólland og mættust þar í sigurgleði - og skáluðu. Stalín og hans fólk fékk Eistland, Lettland og Litháen. Stalín fékk að auki Finnland og gerði strax innrás þar. Sú innrás er kölluð vetrarstríðið. Þessu til viðbótar mátti svo hvor þeirra sem nennti fá Bessarabíu, sem að hluta til er núverandi Moldavía. Þessi svívirða er kölluð griðasáttmáli Hitlers og Stalíns, Kommúnistar á Íslandi sögðu samninginn sýna snilli Stalíns, hann hefði gert sáttmálann við Hitler til að fá aukið svigrúm til að efla rússneska herinn. Stalín kollvarpaði sjálfur þeirri kenningu þegar hann réðist án tafa inn í Finnland og eyddi dýrmætum vopnum og tíma í árás á friðsama þjóð sem engum stóð ógn af. Er sagan að endurtaka sig? Forseti Bandaríkjanna tönnlast nú á því, að hann ætli að gera Ameríku mikla aftur. Hann boðar að hann ætli að innlima Panama. Hann heldur því fram að Kanada eigi að tilheyra Bandaríkjunum. Hann ógnar Grænlendingum og fullyrðir að land þeirra tilheyri Ameríku. Bandaríkjamenn reistu herstöð í Grænlandi til að bæta hernaðarstöðu sína ganvart Rússlandi. Því er eðlilegt að spyrja: Hafa Trump og Pútin samið? Td. „Ef þú sættir þig við að ég taki Grænland þá skal ég sætta mig við að þú takir Úkraínu og önnur fyrrum Sovét-lýðveldi.“ Trump hefur lýst yfir að vilja eignast Gasaströndina. Með því geta Bandaríkjamenn tryggt sér sjálfir nægan hernaðarstyrk til að gæta olíuhagsmuna í Mið-Austurlöndum. Þá losna þeir við að hervæða barnadráp og ákærða stríðsglæpamenn síonista í Ísrael. Eftir að sjónvarp sýndi samtal forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu þá er eðlilegt að spyrja: Dreymir Pútín og Trump eins og Hitler og Stalín, að skipta ríkjum á milli sín? Þetta ætti að vera galin spurning, en þegar hún varðar þessa veruleikafirrtu menn er hún því miður ekki galin. Höfundur er rafiðnaðarmaður.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar