Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2025 20:49 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ítrekar stuðning Íslands við Úkraínu eftir erfiðan fund Úkraínuforseta í Washington. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hefur gefið út yfirlýsingu vegna spennuþrungins fundar Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Á fundinum sem fram fór í Hvíta húsinu síðdegis í dag voru orðaskipti forsetanna tveggja kuldaleg og fór Donald Trump Bandaríkjaforseti mikinn í yfirlýsingagleði sinni ásamt varaforseta sínum J.D. Vance. Þeir sögðu Selenskí meðal annars vera vanþakklátan og sýna Bandaríkjunum vanvirðingu. Jafnframt sögðu þeir Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni. „Þið eruð ekki ein“ Þorgerður Katrín segir í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum að Úkraínumenn standi ekki einir. „Ísland stendur með Úkraínu. Þið eruð ekki ein. Við styðjum Úkraínu af öllu hjarta í baráttu þeirra fyrir réttlátum og varanlegum friði gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands,“ segir hún. Fjöldi evrópskra ráðamanna hefur einnig tjáð Úkraínu stuðning sinn með yfirlýsingum víða enda hafa fréttir af hitafundinum í Washington vakið mikla og verðskuldaða athygli. Spennan á milli Bandaríkja- og Úkraínuforseta er áþreifanleg og fordæmalaus og segja má að Selenskí eigi margt undir að samband hans við Trump sé farsælt. Leiðtogar heimsins tjá hug sinn Meðal þeirra sem hafa tjáð Selenskí stuðning sinn síðan fundinum lauk eru Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Sjá einnig: Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Annar tónn heyrðist í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta sem tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann. Utanríkismál Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Á fundinum sem fram fór í Hvíta húsinu síðdegis í dag voru orðaskipti forsetanna tveggja kuldaleg og fór Donald Trump Bandaríkjaforseti mikinn í yfirlýsingagleði sinni ásamt varaforseta sínum J.D. Vance. Þeir sögðu Selenskí meðal annars vera vanþakklátan og sýna Bandaríkjunum vanvirðingu. Jafnframt sögðu þeir Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni. „Þið eruð ekki ein“ Þorgerður Katrín segir í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum að Úkraínumenn standi ekki einir. „Ísland stendur með Úkraínu. Þið eruð ekki ein. Við styðjum Úkraínu af öllu hjarta í baráttu þeirra fyrir réttlátum og varanlegum friði gegn tilefnislausri og ólöglegri innrás Rússlands,“ segir hún. Fjöldi evrópskra ráðamanna hefur einnig tjáð Úkraínu stuðning sinn með yfirlýsingum víða enda hafa fréttir af hitafundinum í Washington vakið mikla og verðskuldaða athygli. Spennan á milli Bandaríkja- og Úkraínuforseta er áþreifanleg og fordæmalaus og segja má að Selenskí eigi margt undir að samband hans við Trump sé farsælt. Leiðtogar heimsins tjá hug sinn Meðal þeirra sem hafa tjáð Selenskí stuðning sinn síðan fundinum lauk eru Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og Emmanuel Macron, forseti Frakklands. Sjá einnig: Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Annar tónn heyrðist í Dmítríj Medvedev fyrrverandi Rússlandsforseta sem tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum. Hann vitnaði til orða Trumps um háskaleik Selenskís. „Loksins fékk ósvífna svínið alvöru skell á skrifstofu forseta. Og Donald Trump hefur rétt fyrir sér: stjórnin í Kænugarði er að leika sér að þriðju heimsstyrjöldinni,“ skrifaði hann.
Utanríkismál Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira