„Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 20:00 Bylgja Hrönn Baldursdóttir er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Þeim málum fer fjölgandi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem gervigreind kemur við sögu. Nær ómögulegt getur verið að greina á milli hvað er raunverulegt og hvað ekki að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Einn var handtekinn hér á landi í vikunni í tengslum við alþjóðlega aðgerð sem varðar barnaníðsefni búið til með gervigreind. Meintur höfuðpaur í málinu er 29 ára gamall Dani, sem hlaut dóm í janúar fyrir framleiðslu og dreifingu barnaníðsefnis. Hann hafi nýtt gervigreind til að búa til efnið og síðan selt aðgang að því á netinu. Samkvæmt dönskum fjölmiðlum hefur maðurinn áfrýað dómnum en hann hlaut eins árs og þriggja mánaða fangelsisdóm vegna hátt í 40 þúsund barnaníðsmynda. Í framhaldi af málinu hafa dönsk lögregluyfirvöld verið leiðandi í rannsókn Europol sem nær til 19 landa og hafa verið borin kennsl á 273 sakborninga, farið í 33 húsleitir og 173 munir haldlagðir. 25 hafa verið handteknir, þar af einn á Íslandi. „Í þessu tiltekna tilfelli þá er það þannig að viðkomandi er að kaupa efni,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald en unnið er að því að fara yfir tölvugögn sem voru haldlögð. Aðspurð segist Bylgja ekki geta tjáð sig um það hvort viðkomandi hafi áður komið til kasta lögreglunnar í tengslum við sambærileg mál. Efnið virðist afar raunverulegt Til þessa hefur ekki verið algengt að gervigreind komi við sögu að sögn Bylgju. „Inn í myndskoðun hjá okkur hafa dottið inn myndir sem að við teljum vera gervigreindarmyndir. En það er tiltölulega nýtilkomið þannig séð, en þeim fer fjölgandi þeim tilfellum,“ segir Bylgja. Rannsókn mála af þessum toga getur reynst flókin. „Það getur verið erfitt að greina á milli, hvort um er að ræða gervigreind eða raunverulega mynd. Þróunin er svo hröð og við sjáum það núna að sumar af þessum myndum sem við teljum vera gervigreindarmyndir, að fyrir óæft auga þá myndi fólk bara halda að þetta væri eitthvað venjulegt barn í þessu tilfelli,“ segir Bylgja. Erfitt geti verið að halda í við hraða þróun gervigreindartækninnar. „Það sem er nýtt í dag er orðið gamalt á morgun. En ég held að það væri rosalega mikilvægt fyrir foreldra bara almennt að fylgjast með snjallsímanotkun barnanna sinna, hverju þau eru að deila og hverjum þau eru að deila því með. Það er bara lykilatriði,“ segir Bylgja. Símanotkun barna Gervigreind Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Meintur höfuðpaur í málinu er 29 ára gamall Dani, sem hlaut dóm í janúar fyrir framleiðslu og dreifingu barnaníðsefnis. Hann hafi nýtt gervigreind til að búa til efnið og síðan selt aðgang að því á netinu. Samkvæmt dönskum fjölmiðlum hefur maðurinn áfrýað dómnum en hann hlaut eins árs og þriggja mánaða fangelsisdóm vegna hátt í 40 þúsund barnaníðsmynda. Í framhaldi af málinu hafa dönsk lögregluyfirvöld verið leiðandi í rannsókn Europol sem nær til 19 landa og hafa verið borin kennsl á 273 sakborninga, farið í 33 húsleitir og 173 munir haldlagðir. 25 hafa verið handteknir, þar af einn á Íslandi. „Í þessu tiltekna tilfelli þá er það þannig að viðkomandi er að kaupa efni,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald en unnið er að því að fara yfir tölvugögn sem voru haldlögð. Aðspurð segist Bylgja ekki geta tjáð sig um það hvort viðkomandi hafi áður komið til kasta lögreglunnar í tengslum við sambærileg mál. Efnið virðist afar raunverulegt Til þessa hefur ekki verið algengt að gervigreind komi við sögu að sögn Bylgju. „Inn í myndskoðun hjá okkur hafa dottið inn myndir sem að við teljum vera gervigreindarmyndir. En það er tiltölulega nýtilkomið þannig séð, en þeim fer fjölgandi þeim tilfellum,“ segir Bylgja. Rannsókn mála af þessum toga getur reynst flókin. „Það getur verið erfitt að greina á milli, hvort um er að ræða gervigreind eða raunverulega mynd. Þróunin er svo hröð og við sjáum það núna að sumar af þessum myndum sem við teljum vera gervigreindarmyndir, að fyrir óæft auga þá myndi fólk bara halda að þetta væri eitthvað venjulegt barn í þessu tilfelli,“ segir Bylgja. Erfitt geti verið að halda í við hraða þróun gervigreindartækninnar. „Það sem er nýtt í dag er orðið gamalt á morgun. En ég held að það væri rosalega mikilvægt fyrir foreldra bara almennt að fylgjast með snjallsímanotkun barnanna sinna, hverju þau eru að deila og hverjum þau eru að deila því með. Það er bara lykilatriði,“ segir Bylgja.
Símanotkun barna Gervigreind Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira