Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2025 15:32 Ólafur var hissa á að heyra af því að hjólið sem átti að vera í bakgarðinum var komið í höfnina. Eigandi reiðhjóls sem sótt var í Reykjavíkurhöfn fyrr í vikunni af kafara er kominn í leitirnar. Eigandinn hafði ekki hugmynd um að hjólið væri horfið úr bakgarðinum fyrr en eiginkona hans rak augun í mynd af hjólinu á Facebook. Hann segir hjólið það eina sinnar tegundar hér á landi. „Konan mín rekur augun í þetta á Facebook og þá tók ég eftir því að h´ var horfið úr bakgarðinum. Ég mundi nefnilega ekki hvort það stóð læst fyrir aftan hús eða væri inni í geymslu. Þannig þess saga er greinilega meiri en ég hafði áttað mig á,“ segir Ólafur Ögmundarsson eigandi hjólsins léttur í bragði í samtali við Vísi. Vísir greindi frá því á mánudag að Héðinn Þorkelsson kafari hefði komið Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara með meiru til aðstoðar. Bjartmar er löngu landskunnur fyrir að leita uppi týnd hjól og honum hafði borist ábending um hjól í Reykjavíkurhöfn, á um tveggja metra dýpi. Hann auglýsti eftir aðstoð, gerði sér von um sjósundskappa en alvöru kafari í Héðni fékkst í verkið. Eina hjól sinnar tegundar á Íslandi Bjartmar greindi svo frá því á Facebook í dag að eigandi hjólsins væri kominn í leitirnar. Það er Ólafur Ögmundarson íbúi í Litla-Skerjafirði. „Eftir að konan spyr mig kíki ég út um útidyrnar og þar er ekkert hjól. Ég þekkti það strax, enda er þetta fjarska fallegt hjól og ég held alveg örugglega að þetta sé eina hjól sinnar tegundar hér á landi,“ útskýrir Ólafur. Hjólið var keypt í Danmörku fyrir tíu árum síðan og er af amerískri gerð úr smiðju Giant. En veit Ólafur hvenær hjólið gæti hafa horfið? „Örugglega á allra síðustu dögum. Ég veit að það var á bakvið hús þegar ég var úti í garði að grilla á afmælisdaginn minn 15. febrúar. Það var gott veður þann dag,“ segir Ólafur sem lætur það vera að hann sé mikill hjólreiðagarpur, þó hann eigi annað nýrra hjól sem hann segist nota mun meira en hið gamla. „En mér finnst gaman að fara út að hjóla endrum og eins. Nú býð ég bara eftir tækifæri til þess að fá að nálgast hjólið hjá lögreglunni, hver veit nema þeir séu með heimsendingu,“ segir Ólafur hlæjandi og bætir við: „Nú læt ég dynta að því og læt það ekki frá mér, þetta er víðfrægt hjól.“ Hjólreiðar Hafnarmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
„Konan mín rekur augun í þetta á Facebook og þá tók ég eftir því að h´ var horfið úr bakgarðinum. Ég mundi nefnilega ekki hvort það stóð læst fyrir aftan hús eða væri inni í geymslu. Þannig þess saga er greinilega meiri en ég hafði áttað mig á,“ segir Ólafur Ögmundarsson eigandi hjólsins léttur í bragði í samtali við Vísi. Vísir greindi frá því á mánudag að Héðinn Þorkelsson kafari hefði komið Bjartmari Leóssyni hjólahvíslara með meiru til aðstoðar. Bjartmar er löngu landskunnur fyrir að leita uppi týnd hjól og honum hafði borist ábending um hjól í Reykjavíkurhöfn, á um tveggja metra dýpi. Hann auglýsti eftir aðstoð, gerði sér von um sjósundskappa en alvöru kafari í Héðni fékkst í verkið. Eina hjól sinnar tegundar á Íslandi Bjartmar greindi svo frá því á Facebook í dag að eigandi hjólsins væri kominn í leitirnar. Það er Ólafur Ögmundarson íbúi í Litla-Skerjafirði. „Eftir að konan spyr mig kíki ég út um útidyrnar og þar er ekkert hjól. Ég þekkti það strax, enda er þetta fjarska fallegt hjól og ég held alveg örugglega að þetta sé eina hjól sinnar tegundar hér á landi,“ útskýrir Ólafur. Hjólið var keypt í Danmörku fyrir tíu árum síðan og er af amerískri gerð úr smiðju Giant. En veit Ólafur hvenær hjólið gæti hafa horfið? „Örugglega á allra síðustu dögum. Ég veit að það var á bakvið hús þegar ég var úti í garði að grilla á afmælisdaginn minn 15. febrúar. Það var gott veður þann dag,“ segir Ólafur sem lætur það vera að hann sé mikill hjólreiðagarpur, þó hann eigi annað nýrra hjól sem hann segist nota mun meira en hið gamla. „En mér finnst gaman að fara út að hjóla endrum og eins. Nú býð ég bara eftir tækifæri til þess að fá að nálgast hjólið hjá lögreglunni, hver veit nema þeir séu með heimsendingu,“ segir Ólafur hlæjandi og bætir við: „Nú læt ég dynta að því og læt það ekki frá mér, þetta er víðfrægt hjól.“
Hjólreiðar Hafnarmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning