Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar 3. mars 2025 07:30 Ég var fjögurra ára þegar ég greindist með heyrnarskerðingu. Þó að foreldrar mínir segðu mér að það hefði verið eins og önnur tilvera hefði orðið til hjá mér, þá breyttist það fljótlega eftir því sem ég varð meðvitaðri um mig. Ég skildi ekkert í því hvers vegna ég ætti að ganga með þessi skrítnu heyrnartæki í eyrunum. Foreldrar mínir sögðu að tækin myndu hjálpa mér að heyra betur, að þau væru lykillinn að því að taka fullan þátt í heiminum. En mér var sama. Ég vildi ekki vera öðruvísi. Mér fannst ég nógu utangátta fyrir. Ég var mikið ein með sjálfri mér að lesa allar þær bækur sem ég komst yfir. Því bækurnar kröfðust þess ekki að ég væri að hlusta. Kröfðust þess ekki að ég væri að eyða orku í að fylgjast með, vera með. Í bókalestrinum gat ég verið hver sem ég vildi, hvernig sem ég vildi. Í barnæsku var ég því stöðugt að taka tækin úr eyrunum og fela þau, eða jafnvel, foreldrum mínum til armæðu, skemma þau. Ég vildi ekki að önnur börn sæju þau. Jafnvel ekki fullorðna fólkið sem átti það til að hækka röddina töluvert þegar ég var með heyrnartækin, tækin sem gerðu mér jú kleyft að heyra í venjulegri raddhæð. Fullorðið fólk átti það líka til að tala til mín eins og ég væri yngri en ég væri í raun, þó ég ætti í engum vandræðum með að skilja þau. Ég var eina heyrnarskerta barnið í mínu umhverfi og skar mig því úr. Öll sem þekktu mig, vissu að ég væri heyrnarskert og fyrir vikið varð ég fyrir stríðni og slæmum athugasemdum. Þegar kennarar eða foreldrar sögðu mér að setja tækin á mig aftur, fann ég fyrir gremju. Af hverju þurfti ég að vera sú sem heyrði ekki vel? Af hverju gat ég ekki bara verið eins og allir aðrir krakkar? Á unglingsárunum varð þetta enn flóknara. Unglingar vilja ekki vera öðruvísi. Ég var svo meðvituð um heyrnartækin mín að mér fannst þau nánast öskra á alla í kringum mig. Þau voru áberandi, þau gerðu mig að einhverri sem ég vildi ekki vera. Ég komst upp með að sleppa þeim stundum í skólanum, jafnvel þó það gerði það að verkum að ég missti af samtölum og var sífellt að biðja um að fólk endurtæki sig. Þótt ég vissi að ég var að skaða sjálfa mig með því að hafna þeim, var tilhugsunin um að viðurkenna að ég þyrfti þau óbærileg. Það var ekki fyrr en ég var komin á háskólaaldur að ég tók heyrnartækin í sátt. Ég hitti fólk sem var líka heyrnarskert og höfðu sömu sögu að segja og ég um ferlið við að taka heyrnarskerðinguna í sátt, fólk sem bar tækin sín með stolti. Ég fór að átta mig á því að heyrnartækin skilgreina mig ekki. Þau eru ekki galli, heldur hluti af því sem gerir mig að mér. Ég fór að líta á þau sem tæki sem gefa mér aðgang að heiminum frekar en eitthvað sem gerir mig öðruvísi. Ég sá hvernig þau gerðu líf mitt auðveldara, hvernig þau hjálpuðu mér að tengjast öðrum og taka þátt án þess að þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af því sem ég missti af. Jafnvel þótt að samfélagið búi ennþá til gjá milli þess og heyrnarskertra einstaklinga vegna skorts á aðgengi, þá tek ég þeim hindrunum sem ég mæti með mun meira öryggi en ég gerði áður. Ég er órög við að biðja um aukið aðgengi. Í dag eru heyrnartækin órjúfanlegur hluti af mér. Ég vakna og set þau í áður en ég geri nokkuð annað. Þau eru hluti af minni sjálfsmynd og ég er ekki lengur feimin við þau. Ef eitthvað, þá er ég stolt af því að vera sú sem ég er, með eða án tækninnar sem styður við mig. Það tók mig langan tíma að sættast við þetta en í dag er ég þakklát fyrir að hafa farið í gegnum þessa vegferð. Því loks hef ég lært að vera sátt í eigin skinni. Elín Ýr Arnar, kona með skerta heyrn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Ég var fjögurra ára þegar ég greindist með heyrnarskerðingu. Þó að foreldrar mínir segðu mér að það hefði verið eins og önnur tilvera hefði orðið til hjá mér, þá breyttist það fljótlega eftir því sem ég varð meðvitaðri um mig. Ég skildi ekkert í því hvers vegna ég ætti að ganga með þessi skrítnu heyrnartæki í eyrunum. Foreldrar mínir sögðu að tækin myndu hjálpa mér að heyra betur, að þau væru lykillinn að því að taka fullan þátt í heiminum. En mér var sama. Ég vildi ekki vera öðruvísi. Mér fannst ég nógu utangátta fyrir. Ég var mikið ein með sjálfri mér að lesa allar þær bækur sem ég komst yfir. Því bækurnar kröfðust þess ekki að ég væri að hlusta. Kröfðust þess ekki að ég væri að eyða orku í að fylgjast með, vera með. Í bókalestrinum gat ég verið hver sem ég vildi, hvernig sem ég vildi. Í barnæsku var ég því stöðugt að taka tækin úr eyrunum og fela þau, eða jafnvel, foreldrum mínum til armæðu, skemma þau. Ég vildi ekki að önnur börn sæju þau. Jafnvel ekki fullorðna fólkið sem átti það til að hækka röddina töluvert þegar ég var með heyrnartækin, tækin sem gerðu mér jú kleyft að heyra í venjulegri raddhæð. Fullorðið fólk átti það líka til að tala til mín eins og ég væri yngri en ég væri í raun, þó ég ætti í engum vandræðum með að skilja þau. Ég var eina heyrnarskerta barnið í mínu umhverfi og skar mig því úr. Öll sem þekktu mig, vissu að ég væri heyrnarskert og fyrir vikið varð ég fyrir stríðni og slæmum athugasemdum. Þegar kennarar eða foreldrar sögðu mér að setja tækin á mig aftur, fann ég fyrir gremju. Af hverju þurfti ég að vera sú sem heyrði ekki vel? Af hverju gat ég ekki bara verið eins og allir aðrir krakkar? Á unglingsárunum varð þetta enn flóknara. Unglingar vilja ekki vera öðruvísi. Ég var svo meðvituð um heyrnartækin mín að mér fannst þau nánast öskra á alla í kringum mig. Þau voru áberandi, þau gerðu mig að einhverri sem ég vildi ekki vera. Ég komst upp með að sleppa þeim stundum í skólanum, jafnvel þó það gerði það að verkum að ég missti af samtölum og var sífellt að biðja um að fólk endurtæki sig. Þótt ég vissi að ég var að skaða sjálfa mig með því að hafna þeim, var tilhugsunin um að viðurkenna að ég þyrfti þau óbærileg. Það var ekki fyrr en ég var komin á háskólaaldur að ég tók heyrnartækin í sátt. Ég hitti fólk sem var líka heyrnarskert og höfðu sömu sögu að segja og ég um ferlið við að taka heyrnarskerðinguna í sátt, fólk sem bar tækin sín með stolti. Ég fór að átta mig á því að heyrnartækin skilgreina mig ekki. Þau eru ekki galli, heldur hluti af því sem gerir mig að mér. Ég fór að líta á þau sem tæki sem gefa mér aðgang að heiminum frekar en eitthvað sem gerir mig öðruvísi. Ég sá hvernig þau gerðu líf mitt auðveldara, hvernig þau hjálpuðu mér að tengjast öðrum og taka þátt án þess að þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af því sem ég missti af. Jafnvel þótt að samfélagið búi ennþá til gjá milli þess og heyrnarskertra einstaklinga vegna skorts á aðgengi, þá tek ég þeim hindrunum sem ég mæti með mun meira öryggi en ég gerði áður. Ég er órög við að biðja um aukið aðgengi. Í dag eru heyrnartækin órjúfanlegur hluti af mér. Ég vakna og set þau í áður en ég geri nokkuð annað. Þau eru hluti af minni sjálfsmynd og ég er ekki lengur feimin við þau. Ef eitthvað, þá er ég stolt af því að vera sú sem ég er, með eða án tækninnar sem styður við mig. Það tók mig langan tíma að sættast við þetta en í dag er ég þakklát fyrir að hafa farið í gegnum þessa vegferð. Því loks hef ég lært að vera sátt í eigin skinni. Elín Ýr Arnar, kona með skerta heyrn.
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar