Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar 3. mars 2025 07:30 Ég var fjögurra ára þegar ég greindist með heyrnarskerðingu. Þó að foreldrar mínir segðu mér að það hefði verið eins og önnur tilvera hefði orðið til hjá mér, þá breyttist það fljótlega eftir því sem ég varð meðvitaðri um mig. Ég skildi ekkert í því hvers vegna ég ætti að ganga með þessi skrítnu heyrnartæki í eyrunum. Foreldrar mínir sögðu að tækin myndu hjálpa mér að heyra betur, að þau væru lykillinn að því að taka fullan þátt í heiminum. En mér var sama. Ég vildi ekki vera öðruvísi. Mér fannst ég nógu utangátta fyrir. Ég var mikið ein með sjálfri mér að lesa allar þær bækur sem ég komst yfir. Því bækurnar kröfðust þess ekki að ég væri að hlusta. Kröfðust þess ekki að ég væri að eyða orku í að fylgjast með, vera með. Í bókalestrinum gat ég verið hver sem ég vildi, hvernig sem ég vildi. Í barnæsku var ég því stöðugt að taka tækin úr eyrunum og fela þau, eða jafnvel, foreldrum mínum til armæðu, skemma þau. Ég vildi ekki að önnur börn sæju þau. Jafnvel ekki fullorðna fólkið sem átti það til að hækka röddina töluvert þegar ég var með heyrnartækin, tækin sem gerðu mér jú kleyft að heyra í venjulegri raddhæð. Fullorðið fólk átti það líka til að tala til mín eins og ég væri yngri en ég væri í raun, þó ég ætti í engum vandræðum með að skilja þau. Ég var eina heyrnarskerta barnið í mínu umhverfi og skar mig því úr. Öll sem þekktu mig, vissu að ég væri heyrnarskert og fyrir vikið varð ég fyrir stríðni og slæmum athugasemdum. Þegar kennarar eða foreldrar sögðu mér að setja tækin á mig aftur, fann ég fyrir gremju. Af hverju þurfti ég að vera sú sem heyrði ekki vel? Af hverju gat ég ekki bara verið eins og allir aðrir krakkar? Á unglingsárunum varð þetta enn flóknara. Unglingar vilja ekki vera öðruvísi. Ég var svo meðvituð um heyrnartækin mín að mér fannst þau nánast öskra á alla í kringum mig. Þau voru áberandi, þau gerðu mig að einhverri sem ég vildi ekki vera. Ég komst upp með að sleppa þeim stundum í skólanum, jafnvel þó það gerði það að verkum að ég missti af samtölum og var sífellt að biðja um að fólk endurtæki sig. Þótt ég vissi að ég var að skaða sjálfa mig með því að hafna þeim, var tilhugsunin um að viðurkenna að ég þyrfti þau óbærileg. Það var ekki fyrr en ég var komin á háskólaaldur að ég tók heyrnartækin í sátt. Ég hitti fólk sem var líka heyrnarskert og höfðu sömu sögu að segja og ég um ferlið við að taka heyrnarskerðinguna í sátt, fólk sem bar tækin sín með stolti. Ég fór að átta mig á því að heyrnartækin skilgreina mig ekki. Þau eru ekki galli, heldur hluti af því sem gerir mig að mér. Ég fór að líta á þau sem tæki sem gefa mér aðgang að heiminum frekar en eitthvað sem gerir mig öðruvísi. Ég sá hvernig þau gerðu líf mitt auðveldara, hvernig þau hjálpuðu mér að tengjast öðrum og taka þátt án þess að þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af því sem ég missti af. Jafnvel þótt að samfélagið búi ennþá til gjá milli þess og heyrnarskertra einstaklinga vegna skorts á aðgengi, þá tek ég þeim hindrunum sem ég mæti með mun meira öryggi en ég gerði áður. Ég er órög við að biðja um aukið aðgengi. Í dag eru heyrnartækin órjúfanlegur hluti af mér. Ég vakna og set þau í áður en ég geri nokkuð annað. Þau eru hluti af minni sjálfsmynd og ég er ekki lengur feimin við þau. Ef eitthvað, þá er ég stolt af því að vera sú sem ég er, með eða án tækninnar sem styður við mig. Það tók mig langan tíma að sættast við þetta en í dag er ég þakklát fyrir að hafa farið í gegnum þessa vegferð. Því loks hef ég lært að vera sátt í eigin skinni. Elín Ýr Arnar, kona með skerta heyrn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ég var fjögurra ára þegar ég greindist með heyrnarskerðingu. Þó að foreldrar mínir segðu mér að það hefði verið eins og önnur tilvera hefði orðið til hjá mér, þá breyttist það fljótlega eftir því sem ég varð meðvitaðri um mig. Ég skildi ekkert í því hvers vegna ég ætti að ganga með þessi skrítnu heyrnartæki í eyrunum. Foreldrar mínir sögðu að tækin myndu hjálpa mér að heyra betur, að þau væru lykillinn að því að taka fullan þátt í heiminum. En mér var sama. Ég vildi ekki vera öðruvísi. Mér fannst ég nógu utangátta fyrir. Ég var mikið ein með sjálfri mér að lesa allar þær bækur sem ég komst yfir. Því bækurnar kröfðust þess ekki að ég væri að hlusta. Kröfðust þess ekki að ég væri að eyða orku í að fylgjast með, vera með. Í bókalestrinum gat ég verið hver sem ég vildi, hvernig sem ég vildi. Í barnæsku var ég því stöðugt að taka tækin úr eyrunum og fela þau, eða jafnvel, foreldrum mínum til armæðu, skemma þau. Ég vildi ekki að önnur börn sæju þau. Jafnvel ekki fullorðna fólkið sem átti það til að hækka röddina töluvert þegar ég var með heyrnartækin, tækin sem gerðu mér jú kleyft að heyra í venjulegri raddhæð. Fullorðið fólk átti það líka til að tala til mín eins og ég væri yngri en ég væri í raun, þó ég ætti í engum vandræðum með að skilja þau. Ég var eina heyrnarskerta barnið í mínu umhverfi og skar mig því úr. Öll sem þekktu mig, vissu að ég væri heyrnarskert og fyrir vikið varð ég fyrir stríðni og slæmum athugasemdum. Þegar kennarar eða foreldrar sögðu mér að setja tækin á mig aftur, fann ég fyrir gremju. Af hverju þurfti ég að vera sú sem heyrði ekki vel? Af hverju gat ég ekki bara verið eins og allir aðrir krakkar? Á unglingsárunum varð þetta enn flóknara. Unglingar vilja ekki vera öðruvísi. Ég var svo meðvituð um heyrnartækin mín að mér fannst þau nánast öskra á alla í kringum mig. Þau voru áberandi, þau gerðu mig að einhverri sem ég vildi ekki vera. Ég komst upp með að sleppa þeim stundum í skólanum, jafnvel þó það gerði það að verkum að ég missti af samtölum og var sífellt að biðja um að fólk endurtæki sig. Þótt ég vissi að ég var að skaða sjálfa mig með því að hafna þeim, var tilhugsunin um að viðurkenna að ég þyrfti þau óbærileg. Það var ekki fyrr en ég var komin á háskólaaldur að ég tók heyrnartækin í sátt. Ég hitti fólk sem var líka heyrnarskert og höfðu sömu sögu að segja og ég um ferlið við að taka heyrnarskerðinguna í sátt, fólk sem bar tækin sín með stolti. Ég fór að átta mig á því að heyrnartækin skilgreina mig ekki. Þau eru ekki galli, heldur hluti af því sem gerir mig að mér. Ég fór að líta á þau sem tæki sem gefa mér aðgang að heiminum frekar en eitthvað sem gerir mig öðruvísi. Ég sá hvernig þau gerðu líf mitt auðveldara, hvernig þau hjálpuðu mér að tengjast öðrum og taka þátt án þess að þurfa stöðugt að hafa áhyggjur af því sem ég missti af. Jafnvel þótt að samfélagið búi ennþá til gjá milli þess og heyrnarskertra einstaklinga vegna skorts á aðgengi, þá tek ég þeim hindrunum sem ég mæti með mun meira öryggi en ég gerði áður. Ég er órög við að biðja um aukið aðgengi. Í dag eru heyrnartækin órjúfanlegur hluti af mér. Ég vakna og set þau í áður en ég geri nokkuð annað. Þau eru hluti af minni sjálfsmynd og ég er ekki lengur feimin við þau. Ef eitthvað, þá er ég stolt af því að vera sú sem ég er, með eða án tækninnar sem styður við mig. Það tók mig langan tíma að sættast við þetta en í dag er ég þakklát fyrir að hafa farið í gegnum þessa vegferð. Því loks hef ég lært að vera sátt í eigin skinni. Elín Ýr Arnar, kona með skerta heyrn.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun