Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2025 10:32 Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Ölgerðin hefur samið um kaup á öllu hlutafé Kjarnavara ehf. Kjarnavörur er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Þá á félagið Ísbúð Vesturbæjar. Heildarvirði félagsins er 3,97 milljarðar króna. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að Kjarnavörur séu í 32,4 prósent eigu Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Kjarnavara og 67,6 prósent í eigu Dragsbæk A/S í Danmörku. Sósugerðarmaðurinn Nonni litli og birgir bakara fylgir með Kjarnavörur verði rekið sem sérstakt félag innan samstæðu Ölgerðarinnar og Guðjón muni áfram starfa sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir kaupin. Hlutur Kjarnavara í dótturfélögum fylgi með í kaupunum, en það sé 100 prósent hlutur í Ísbúð Vesturbæjar ehf., 66,67 prósent hlutur í Nonna litla ehf. og 59 prósent hlutur í Innbaki hf. Heildarvirði Kjarnavara sé 3.970 milljónir króna og kaupin verði fjármögnuð með lántöku. Kaupin séu gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í útrás til Færeyja Kjarnavörur sé eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Framleiðslan sé aðallega fyrir innanlandsmarkað en vörur séu jafnframt fluttar til Færeyja. Stærstur hluti vara fyrirtækisins sé seldur undir eigin vörumerkjum en um 40 prósent veltu komi fyrir framleiðslu undir vörumerkjum þriðja aðila. Hjá fyrirtækinu starfi 35 starfsmenn. Fjórar fasteignir, samtals um 3.000 fermetrar, í Garðabæ og Hafnarfirði sem eru í eigu Kjarnavara fylgi með í kaupunum. Samanlögð velta Kjarnavara og dótturfélaga á síðasta ári jafi verið um fjórir milljarðar króna og EBITDA 574 milljónir króna. Bjart fram undan „Ölgerðin sér mikla möguleika í Kjarnavörum, sem hefur styrkt sig í sessi frá stofnun og er nú eitt öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sínu sviði. Vörumerki þess eru sterk og framleiðsla fyrir þriðja aðila árangursrík. Kaupin eru í samræmi við stefnu okkar um kjarnastyrkleika í vörumerkjauppbyggingu og við hlökkum til framtíðar með Kjarnavörur í samstæðu Ölgerðarinnar,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. „Kjarnavörur hafa náð að vaxa og stækka jafnt og þétt frá stofnun fyrirtækisins árið 1989. Einvala starfsfólk, skýr framtíðarsýn og öflugt gæðaeftirlit í framleiðslu hafa komið okkur á þann stað sem við erum í dag. Það er bjart framundan og það er ánægjuefni að ganga til liðs við Ölgerðina og halda uppbyggingunni áfram,“ er haft eftir Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Kjarnavara. Matvælaframleiðsla Ölgerðin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna. 22. janúar 2025 10:01 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að Kjarnavörur séu í 32,4 prósent eigu Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Kjarnavara og 67,6 prósent í eigu Dragsbæk A/S í Danmörku. Sósugerðarmaðurinn Nonni litli og birgir bakara fylgir með Kjarnavörur verði rekið sem sérstakt félag innan samstæðu Ölgerðarinnar og Guðjón muni áfram starfa sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins eftir kaupin. Hlutur Kjarnavara í dótturfélögum fylgi með í kaupunum, en það sé 100 prósent hlutur í Ísbúð Vesturbæjar ehf., 66,67 prósent hlutur í Nonna litla ehf. og 59 prósent hlutur í Innbaki hf. Heildarvirði Kjarnavara sé 3.970 milljónir króna og kaupin verði fjármögnuð með lántöku. Kaupin séu gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Í útrás til Færeyja Kjarnavörur sé eitt stærsta framleiðslufyrirtæki landsins í sósum, sultum, grautum og smjörlíki. Framleiðslan sé aðallega fyrir innanlandsmarkað en vörur séu jafnframt fluttar til Færeyja. Stærstur hluti vara fyrirtækisins sé seldur undir eigin vörumerkjum en um 40 prósent veltu komi fyrir framleiðslu undir vörumerkjum þriðja aðila. Hjá fyrirtækinu starfi 35 starfsmenn. Fjórar fasteignir, samtals um 3.000 fermetrar, í Garðabæ og Hafnarfirði sem eru í eigu Kjarnavara fylgi með í kaupunum. Samanlögð velta Kjarnavara og dótturfélaga á síðasta ári jafi verið um fjórir milljarðar króna og EBITDA 574 milljónir króna. Bjart fram undan „Ölgerðin sér mikla möguleika í Kjarnavörum, sem hefur styrkt sig í sessi frá stofnun og er nú eitt öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sínu sviði. Vörumerki þess eru sterk og framleiðsla fyrir þriðja aðila árangursrík. Kaupin eru í samræmi við stefnu okkar um kjarnastyrkleika í vörumerkjauppbyggingu og við hlökkum til framtíðar með Kjarnavörur í samstæðu Ölgerðarinnar,“ er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar. „Kjarnavörur hafa náð að vaxa og stækka jafnt og þétt frá stofnun fyrirtækisins árið 1989. Einvala starfsfólk, skýr framtíðarsýn og öflugt gæðaeftirlit í framleiðslu hafa komið okkur á þann stað sem við erum í dag. Það er bjart framundan og það er ánægjuefni að ganga til liðs við Ölgerðina og halda uppbyggingunni áfram,“ er haft eftir Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra Kjarnavara.
Matvælaframleiðsla Ölgerðin Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna. 22. janúar 2025 10:01 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Ölgerðin hefur undirritað samkomulag um helstu skilmála kaupa á 100 prósent hlut í Gæðabakstri ehf.. Heildarvirði viðskiptanna er um 3,5 milljarðar króna. 22. janúar 2025 10:01