Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. mars 2025 20:01 Kristín Pétursdóttir býr í fallegri íbúð við Njálsgötu í Reykjavík. Heimili hennar er innréttað af mikilli smekkvísi. Leikkonan og flugfreyjan Kristín Pétursdóttir hefur skapað sér og fjölskyldu sinni einstaklega fallegt og hlýlegt heimili í íbúð við Njálsgötu í hjarta Reykjavíkur. Eignin er 69 fermetrar að stærð í reisulegu húsi sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar allt frá árinu 1930. Kristín er í sambúð með handboltadómaranum Þorvari Bjarma Harðarsyni og á parið von á sínu fyrsta barni saman síðar á árinu. Fyrir á Kristín soninn Storm sem er sex ára. Látlausir og hlýlegir litir Kristín deilir reglulega myndum af heimili fjölskyldunnar á samfélagsmiðlum sem er innréttað af mikilli smekkvísi. Látlausir og hlýlegir litir eru ríkjandi á heimilinu og samræmast innbúinu á sjarmerandi hátt. Upprunalegur byggingarstíll hefur verið varðveittur með nútímalegum endurbótum, þar sem upprunalegu ofnarnir, loftlistarnir og gluggasetningin gefa eigninni heillandi ásýnd. Stofa og eldhús flæða saman í eitt í opnu og björtu rými, þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Í eldhúsinu er falleg dökkgrá innrétting með ljósum steini á borðum sem nær upp á vegg. Fyrir ofan innréttinguna má sjá hilluna Vera, hönnun úr smiðju íslenska hönnunarstúdíósins Former. Hillan er tvískipt og er hluti hennar með báruðu gleri, en opnir endar bjóða upp á hengja glös eða önnur búsáhöld. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Samblanda af klassíkri hönnun Í borðstofunni má sjá veglegt viðarborð úr eik eftir danska hönnuðinn Hans J.Wegner, og samblöndu af klassískum hönnunarstólum. Við enda borðsins má sjá hina sígildu CH-24 stóla, oft nefnda Y-stólana, í sápuborinni eik, einnig eftir Wegner, hannaðir árið 1949. Þá má einnig sjá Sjöurnar frá 1955 og Maurinn frá 1952, eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen. Stólarnir blandast fallega saman og skapa tímalaust yfirbragð í rýminu. Fyrir ofan borðið hangir hinn sígildi PH 5-lampi eftir Poul Henningsen sem hann hannaði fyrir ljósaframleiðandann Louis Poulsen árið 1958. Í horninu í borðstofunni gefur Panthella-gólflampinn, sem Verner Panton hannaði árið 1971, mjúka og notalega birtu sem er einkennandi fyrir hönnun hans. Á ganginum má finna hinn einstaka Snoopy-lampa, sem ítalska hönnunarfyrirtækið Flos framleiðir. Hann var upphaflega hannaður árið 1967 af Achille og Pier Giacomo Castiglioni og er auðþekkjanlegur á sérkennilegri lögun sinni og glansandi yfirborði. CH-24 stóllinn er hannaður af danska hönnuðinum Hans J. Wegner árið 1949. Á ganginum er hinn formfagri bekkur úr Veru-línunni frá FORMER. View this post on Instagram A post shared by Kristín Pétursdóttir (@kristinpeturs) View this post on Instagram A post shared by Hús og híbýli (@husoghibyli) Hús og heimili Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram. 25. september 2024 17:01 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörtíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Kristín er í sambúð með handboltadómaranum Þorvari Bjarma Harðarsyni og á parið von á sínu fyrsta barni saman síðar á árinu. Fyrir á Kristín soninn Storm sem er sex ára. Látlausir og hlýlegir litir Kristín deilir reglulega myndum af heimili fjölskyldunnar á samfélagsmiðlum sem er innréttað af mikilli smekkvísi. Látlausir og hlýlegir litir eru ríkjandi á heimilinu og samræmast innbúinu á sjarmerandi hátt. Upprunalegur byggingarstíll hefur verið varðveittur með nútímalegum endurbótum, þar sem upprunalegu ofnarnir, loftlistarnir og gluggasetningin gefa eigninni heillandi ásýnd. Stofa og eldhús flæða saman í eitt í opnu og björtu rými, þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Í eldhúsinu er falleg dökkgrá innrétting með ljósum steini á borðum sem nær upp á vegg. Fyrir ofan innréttinguna má sjá hilluna Vera, hönnun úr smiðju íslenska hönnunarstúdíósins Former. Hillan er tvískipt og er hluti hennar með báruðu gleri, en opnir endar bjóða upp á hengja glös eða önnur búsáhöld. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Hvít bakkaborð í tveimur mismunandi stærðum frá HAY prýða stofuna. Samblanda af klassíkri hönnun Í borðstofunni má sjá veglegt viðarborð úr eik eftir danska hönnuðinn Hans J.Wegner, og samblöndu af klassískum hönnunarstólum. Við enda borðsins má sjá hina sígildu CH-24 stóla, oft nefnda Y-stólana, í sápuborinni eik, einnig eftir Wegner, hannaðir árið 1949. Þá má einnig sjá Sjöurnar frá 1955 og Maurinn frá 1952, eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen. Stólarnir blandast fallega saman og skapa tímalaust yfirbragð í rýminu. Fyrir ofan borðið hangir hinn sígildi PH 5-lampi eftir Poul Henningsen sem hann hannaði fyrir ljósaframleiðandann Louis Poulsen árið 1958. Í horninu í borðstofunni gefur Panthella-gólflampinn, sem Verner Panton hannaði árið 1971, mjúka og notalega birtu sem er einkennandi fyrir hönnun hans. Á ganginum má finna hinn einstaka Snoopy-lampa, sem ítalska hönnunarfyrirtækið Flos framleiðir. Hann var upphaflega hannaður árið 1967 af Achille og Pier Giacomo Castiglioni og er auðþekkjanlegur á sérkennilegri lögun sinni og glansandi yfirborði. CH-24 stóllinn er hannaður af danska hönnuðinum Hans J. Wegner árið 1949. Á ganginum er hinn formfagri bekkur úr Veru-línunni frá FORMER. View this post on Instagram A post shared by Kristín Pétursdóttir (@kristinpeturs) View this post on Instagram A post shared by Hús og híbýli (@husoghibyli)
Hús og heimili Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram. 25. september 2024 17:01 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörtíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram. 25. september 2024 17:01