Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2025 17:31 Frá heimili Gene Hackman og Betsy Arakawa í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. AP/Roberto E. Rosales Bandaríski leikarinn Gene Hackman og eiginkona hans, píanóleikarinn Betsy Arakawa, höfðu verið látin í einhvern tíma þegar þau fundust í gær. Þá fundust þau í sitthvoru herberginu á heimili sínu í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt leitarheimild lögreglunnar, sem Sky News vitnar í, fannst Arakawa á baðherbergi í húsinu og Hackman fannst í herbergi þar sem blaut föt og skór voru hengd til þerris, almennt kallað þurrkherbergi. Einn hunda þeirra hjóna fannst einnig dauður. Lögreglan hefur ekki gefið upp hvernig þau dóu en fyrr í dag var gefið út að ekki væri talið að það hafi gerst með glæpsamlegum hætti. Vangaveltur hafa verið uppi um að gasleka sé um að kenna en dóttir þeirra hjóna hefur meðal annarra lagt það til. Blaðamenn TMZ hafa einnig komið höndum yfir áðurnefnda leitarheimild. Hafa þeir eftir rannsóknarlögreglumanni sem skrifaði hana að hann teldi dauða hjónanna nægilega grunsamlegan til að rannsaka þyrfti málið ítarlega. Þar segir að þeir sem komu að líkum hjónanna hafi komið að útidyrum hússins opnum en allar aðrar dyr reyndust læstar. Ekkert bendi til þess að brotist hafi verið inn og svo virðist sem ekkert hafi verið tekið. Einn lifandi hundur hafi verið fyrir utan húsið og hinir tveir hafi verið nærri Arakawa og annar þeirra dauður. Rannsóknarlögregluþjónninn skrifar einnig að opið pilluglas hafi legið á gólfinu nærri henni og að engin augljós merki gasleka hafi verið sýnileg. Lögreglan telur að Hackamn hafi fallið í jörðina vegna þess að sólgleraugu og starfur fundust við hlið hans. Hann segir einnig að ástand líkanna bendi til að hjónin hafi verið dáin í einhvern tíma. Hackman var 95 ára gamall og Arakawa var 63. Verkamenn sem fundu þau munu hafa séð þau á lífi fyrir um tveimur vikum. Starfsmenn gasfyrirtækis munu hafa verið kallaðir á vettvang og fundu þeir engin ummerki gasleka og virtist allt vera í lagi með gasleiðslur í húsinu og við það. Lögreglan segir engin sár hafa fundist á líkum þeirra. Bandaríkin Hollywood Andlát Gene Hackman Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Samkvæmt leitarheimild lögreglunnar, sem Sky News vitnar í, fannst Arakawa á baðherbergi í húsinu og Hackman fannst í herbergi þar sem blaut föt og skór voru hengd til þerris, almennt kallað þurrkherbergi. Einn hunda þeirra hjóna fannst einnig dauður. Lögreglan hefur ekki gefið upp hvernig þau dóu en fyrr í dag var gefið út að ekki væri talið að það hafi gerst með glæpsamlegum hætti. Vangaveltur hafa verið uppi um að gasleka sé um að kenna en dóttir þeirra hjóna hefur meðal annarra lagt það til. Blaðamenn TMZ hafa einnig komið höndum yfir áðurnefnda leitarheimild. Hafa þeir eftir rannsóknarlögreglumanni sem skrifaði hana að hann teldi dauða hjónanna nægilega grunsamlegan til að rannsaka þyrfti málið ítarlega. Þar segir að þeir sem komu að líkum hjónanna hafi komið að útidyrum hússins opnum en allar aðrar dyr reyndust læstar. Ekkert bendi til þess að brotist hafi verið inn og svo virðist sem ekkert hafi verið tekið. Einn lifandi hundur hafi verið fyrir utan húsið og hinir tveir hafi verið nærri Arakawa og annar þeirra dauður. Rannsóknarlögregluþjónninn skrifar einnig að opið pilluglas hafi legið á gólfinu nærri henni og að engin augljós merki gasleka hafi verið sýnileg. Lögreglan telur að Hackamn hafi fallið í jörðina vegna þess að sólgleraugu og starfur fundust við hlið hans. Hann segir einnig að ástand líkanna bendi til að hjónin hafi verið dáin í einhvern tíma. Hackman var 95 ára gamall og Arakawa var 63. Verkamenn sem fundu þau munu hafa séð þau á lífi fyrir um tveimur vikum. Starfsmenn gasfyrirtækis munu hafa verið kallaðir á vettvang og fundu þeir engin ummerki gasleka og virtist allt vera í lagi með gasleiðslur í húsinu og við það. Lögreglan segir engin sár hafa fundist á líkum þeirra.
Bandaríkin Hollywood Andlát Gene Hackman Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira