Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2025 19:42 Mennta- og barnamálaráðherra segist vona að kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög verði til þess að kennarar fari að treysta stjórnvöldum að nýju. Ný verði að gefa kennurum meiri aðstoð innan skólastofunnar. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist hafa upplifað mikla gleði og djúpan létti þegar henni barst til eyrna að Kennarasamband Íslands hefði skrifað undir kjarasamning til fjögurra ára við ríki og sveitarfélög. Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á viðtal við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, en í klippunni er frétt um nýgerða kjarasamninga og viðtal í setti við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viðtalið við menntamálaráðherra hefst á mínútu 4:41. „Kennarar eru náttúrulega bara í framlínu farsældar fyrir börn á Íslandi. Þeir spila svo stórt hlutverk í þjóðfélaginu. Það skiptir öllu máli að kennarastéttin, það sé jafnvægi þar og að kennarar séu sáttir og að þeim líði vel í starfi og ég vona það innilega að þessir samningar leiði til þess að það myndist aftur traust á milli kennara og yfirvalda.“ Þurfi að hafa jafnvel tvo kennara í stofu Í gær steig grunnskólakennari fram sem sagði upp á dögunum og greindi frá reynslu sinni af kennslustarfi sem spannar rúma tvo áratugi. Starfið hafi tekið stakkaskiptum á tímabilinu og að farið hafi að halla undan fæti þegar rekstur grunnskólanna var færður sveitarfélögum. Þörfin fyrir aukinni sérfræðiaðstoð við börn í skólastofunni sé knýjandi. Þannig séu launakjör eitt en starfsaðstæður annað. „Ég held að hluti af því hvernig kennurum hefur liðið sé að þeim hefur ekki þótt vera metið við sig hversu miklum breytingum starfið hefur tekið á undanförnum árum og hversu mikið álagið er; þegar það koma ný börn inn í bekk, jafnvel nokkrum sinnum í mánuði, og þú ert með fjögur fimm og jafnvel fleiri tungumál sem eru töluð inn í bekknum og þá skapast gríðarlega mikið álag.“ „Ég held að við þurfum að grípa betur inn í þetta, við erum náttúrulega að vinna með farsældina, eins og hún heitir, sem er til þess að grípa snemma inn í og kennarar þurfa að hafa tæki til að grípa snemma inn í, þeir þurfa að fá aðstoð. Ég hef sagt að það þurfi að fjölga kennurum og jafnvel í sumum bekkjum að hafa tvo kennara, þannig að hægt sé að grípa inn í og hjálpa börnum og létta álagin af kennurum. Til þess að þeir hreinlega brenni ekki út,“ segir Ásthildur Lóa. Kjaramál Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 26. febrúar 2025 11:41 Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Minnst sex grunnskólakennarar í Garðabæ hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Meðal þeirra sem hafa lagt fram uppsagnarbréf er Rakel Svansdóttir sem hefur unnið við Flataskóla í rúma tvo áratugi en hún segir starfið hafa tekið stakkaskiptum á tímabilinu. 25. febrúar 2025 19:53 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segist hafa upplifað mikla gleði og djúpan létti þegar henni barst til eyrna að Kennarasamband Íslands hefði skrifað undir kjarasamning til fjögurra ára við ríki og sveitarfélög. Í spilaranum hér að neðan er hægt að horfa á viðtal við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, en í klippunni er frétt um nýgerða kjarasamninga og viðtal í setti við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viðtalið við menntamálaráðherra hefst á mínútu 4:41. „Kennarar eru náttúrulega bara í framlínu farsældar fyrir börn á Íslandi. Þeir spila svo stórt hlutverk í þjóðfélaginu. Það skiptir öllu máli að kennarastéttin, það sé jafnvægi þar og að kennarar séu sáttir og að þeim líði vel í starfi og ég vona það innilega að þessir samningar leiði til þess að það myndist aftur traust á milli kennara og yfirvalda.“ Þurfi að hafa jafnvel tvo kennara í stofu Í gær steig grunnskólakennari fram sem sagði upp á dögunum og greindi frá reynslu sinni af kennslustarfi sem spannar rúma tvo áratugi. Starfið hafi tekið stakkaskiptum á tímabilinu og að farið hafi að halla undan fæti þegar rekstur grunnskólanna var færður sveitarfélögum. Þörfin fyrir aukinni sérfræðiaðstoð við börn í skólastofunni sé knýjandi. Þannig séu launakjör eitt en starfsaðstæður annað. „Ég held að hluti af því hvernig kennurum hefur liðið sé að þeim hefur ekki þótt vera metið við sig hversu miklum breytingum starfið hefur tekið á undanförnum árum og hversu mikið álagið er; þegar það koma ný börn inn í bekk, jafnvel nokkrum sinnum í mánuði, og þú ert með fjögur fimm og jafnvel fleiri tungumál sem eru töluð inn í bekknum og þá skapast gríðarlega mikið álag.“ „Ég held að við þurfum að grípa betur inn í þetta, við erum náttúrulega að vinna með farsældina, eins og hún heitir, sem er til þess að grípa snemma inn í og kennarar þurfa að hafa tæki til að grípa snemma inn í, þeir þurfa að fá aðstoð. Ég hef sagt að það þurfi að fjölga kennurum og jafnvel í sumum bekkjum að hafa tvo kennara, þannig að hægt sé að grípa inn í og hjálpa börnum og létta álagin af kennurum. Til þess að þeir hreinlega brenni ekki út,“ segir Ásthildur Lóa.
Kjaramál Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Börn og uppeldi Tengdar fréttir Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 26. febrúar 2025 11:41 Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07 Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Minnst sex grunnskólakennarar í Garðabæ hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Meðal þeirra sem hafa lagt fram uppsagnarbréf er Rakel Svansdóttir sem hefur unnið við Flataskóla í rúma tvo áratugi en hún segir starfið hafa tekið stakkaskiptum á tímabilinu. 25. febrúar 2025 19:53 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Í hádegisfréttum fjöllum við um þau tíðindi sem gerðust á tólfta tímanum í gærkvöldi þegar nýr kjarasamningur kennara var undirritaður í Karpúsinu svokallaða. 26. febrúar 2025 11:41
Ógeðslega stoltur af kennurum Formaður Kennarasambands Íslands segist ógeðslega stoltur af kennurum þessa lands eftir undirritun fjögurra ára kjarasamnings við sveitarfélögin og ríkið. Kennarasambandið sé að verða að því öfluga stéttarfélagi sem það þurfi að vera. Samningurinn marki þó aðeins upphaf. Enn vanti fjögur þúsund kennara á Íslandi en nýr samningur hjálpi vonandi til að fjölga faglærðum í skólum landsins. 26. febrúar 2025 01:07
Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Minnst sex grunnskólakennarar í Garðabæ hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Meðal þeirra sem hafa lagt fram uppsagnarbréf er Rakel Svansdóttir sem hefur unnið við Flataskóla í rúma tvo áratugi en hún segir starfið hafa tekið stakkaskiptum á tímabilinu. 25. febrúar 2025 19:53